Fréttablaðið - 03.01.2018, Side 2
Veður
Austan- og norðaustanátt í dag,
allhvöss við suðausturströndina,
annars hægari vindur. Skýjað og él
suðaustan- og austanlands, en bjart
veður vestan til á landinu. sjá síðu
18
Hátíðirnar kvaddar
Fjölmargir einnota hlutir skapaðir til jóla- og áramótahalds enduðu í ruslatunnum að hátíðarhöldum loknum. Björn H. Haraldsson, forstjóri
Sorpu, segir að almennt sé fólk duglegt við að flokka rusl sem til fellur en hins vegar hafi verið talsvert um það að skrautbönd hafi endað í pappa-
tunnum ásamt gjafapappírnum. Slíkt hafi skapað lítils háttar vesen en gjafaböndin eiga heima með almennu sorpi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
BRIDS
SKÓLINN
Námskeið á vorönn ...
BYRJENDUR 22. janúar 8 mánudagar frá 20-23
VÖRNIN 24. janúar 5 miðvikudagar frá 20-23
• Byrjendanámskeið: Byrjað er alveg frá grunni og farið vel yfir undir
stöður hins vinsæla Standardsagnkerfis. Það er fólk á öllum aldri sem
sækir skólann og ekkert mál að mæta stakur/stök.
• Varnarnámskeið: Fimm kvölda pakki þar sem farið er vel yfir sam
skipta reglurnar í vörn: útspilin, kall/frávísun, hliðarkall og talningu.
Hvernig eru reglurnar og hvenær gilda þær?
• Bæði námskeiðin fara fram í Síðumúla 37, Reykjavík.
Upplýsingar og innritun
í síma 898-5427 og á netinu bridge.is/fræðsla
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
Dómstólar Karlmaður á fimmtugs-
aldri var í Héraðsdómi Norðurlands
eystra rétt fyrir áramót dæmdur í
tveggja mánaða óskilorðsbundið
fangelsi og til að greiða samtals um
518 þúsund krónur í máls- og lög-
mannskostnað.
Var maðurinn dæmdur fyrir þjófn-
að, með því að hafa í lok mars í fyrra
brotist inn í húsakynni Hjálpræðis-
hersins á Akureyri og stolið þaðan
velferðarsjóði trúarsamtakanna auk
kaffisjóðs þeirra en áætlað er að hann
hafi haft upp úr innbrotinu um sex
þúsund krónur.
Maðurinn neitaði sök í málinu
fyrir dómi og því þurfti að ákveða
aðalmeðferð í málinu. Við aðalmeð-
ferð breytti maðurinn afstöðu sinni
til ákærunnar og játaði skýlaust brot
sitt.
Sakaferill mannsins samkvæmt
dómi Héraðsdóms hafði verið nær
óslitinn frá árinu 1990 til ársins 2005.
Einnig hafði hann verið dæmdur
ítrekað á árunum 2013 til 2017.
Hæstiréttur dæmdi manninn í apríl
2017, fyrir fjögur þjófnaðarbrot, til-
raun til þjófnaðar, fjársvika og nytj-
astuldar auk ólögmætrar meðferðar á
fundnu fé, í fjögurra mánaða fangelsi.
Þegar brotaferill mannsins var
skoðaður var ákveðið að hann sæti
í fangelsi í tvo mánuði. Auk þess þarf
hann að greiða skipuðum verjanda
sínum 358 þúsund krónur, 139.000
krónur í ferðakostnað auk 21.368
króna í útlagðan kostnað. – sa
Fangelsisvist fyrir að stela
klinki frá Hjálpræðishernum
viðskipti Tvær stærstu líkams-
ræktarkeðjur landsins áforma að
opna nýjar stöðvar fyrir haustið. For-
svarsmönnum þeirra ber saman um
að mikill uppgangur sé í geiranum og
að korthöfum fjölgi ár frá ári. Björn
Leifsson, eigandi World Class, segir
að undanfarin tvö ár hafi fjölgun
korthafa numið 20 prósentum, hvort
ár.
World Class tók um áramótin við
rekstri Átaks-stöðvanna á Akureyri.
Í haust stendur til að taka í notkun
nýja stöð sem verið er að byggja á
Völlunum í Hafnarfirði. Um verður
að ræða fimmtándu World Class-
stöðina en hún verður um 2.200
fermetrar. Þá segir Björn á teikni-
borðinu að byggja við stöðina í Mos-
fellsbæ. „Það er allt að gerast,“ segir
hann.
Björn rekur þessa aukningu til
nokkurra þátta. Hann bendir á að
fólki fjölgi hratt á höfuðborgarsvæð-
inu. Önnur ástæða sé sú að á hverju
ári bætist við kúnnahópinn heill
árgangur af ungu fólki sem hreyfi sig.
Þá gengur fólk síður úr skaftinu fyrir
aldurs sakir. „Þegar ég var að byrja,
fyrir 33 árum, voru þeir ekki eldri en
þrítugir sem stunduðu þetta. Nú er
svo komið að hjá mér er töluvert af
fólki sem er komið yfir áttrætt.“
Hann segir aðsóknina í heita sali
sífellt að aukast og að salir hitaðir
með innrauðum geislum hafi notið
sérstakra vinsælda. Tveir slíkir salir
séu með þannig búnaði í Faxafeni,
þar sem Reebok opnaði stöð í nóv-
ember og að slíkur salur verði einnig
í Lambhaga. „Þetta er ekki eins og að
labba inn í sjóðandi gufubað, heldur
gengur þú inn í þægilegan hita. Þú
finnur fyrir hitanum eins og þú sætir
í sólbaði,“ útskýrir hann.
Líkamsræktarkort í World Class
kostar 6.840 krónur á mánuði en
viðskiptavinurinn er þá bundinn
í tvo mánuði. Það gera ríflega 82
þúsund krónur á ári. Innifalinn er
aðgangur að öllum stöðvum World
Class og sex sundlaugum. Náms-
menn fá betri kjör, gegn framvísun
skólakorts.
Tólf mánaða áskrift að lík-
amsræktarstöðvum Reebok,
og þremur sundlaugum,
kostar 5.840 krónur á mán-
uði, eða um 70 þúsund krónur
á ári. Hægt er að kaupa áskrift
án bindingar fyrir 6.540
krónur á mánuði, eða
um 78 þúsund krónur.
Báðar stöðvar bjóða
upp á fjölbreytt
úrval opinna tíma
fyrir korthafa.
baldurg@fretta
bladid.is
Opna nýjar stöðvar
í líkamsræktaræði
Bæði World Class og Reebok fitness undirbúa fjölgun stöðva en næsta haust
munu þessar stærstu líkamsræktarkeðjur landsins halda úti 22 stöðvum. Stjórn-
endur rekja uppganginn til fólksfjölgunar og vitundarvakningar um hreyfingu.
Að sögn Björns í World Class hefur korthöfum fjölgað um 20 prósent tvö ár í
röð. Hann stefnir á opnun 15. stöðvarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANdRI MARINó
Þegar ég var að
byrja, fyrir 33
árum, voru þeir ekki
eldri en þrítugir
sem stunduðu
þetta.
Björn Leifsson,
eigandi World Class
6.000
krónur er það sem þjófurinn
hafði upp úr krafsinu.
stjórnmál „Þetta verða alþingis-
menn, ég geri ráð fyrir að þarna verði
ráðherra, grasrótin, ungliðar. Þarna
verður fókusað á ábyrgð stjórnmála-
flokkanna í framhaldinu,“ segir Kol-
brún Halldórsdóttir, fyrrverandi
ráðherra. Hún verður fundarstjóri á
fundi sem allir stjórnmálaflokkarnir
standa að um #metoo sem fram fer
31. janúar á Grand Hóteli. Tilgang-
urinn er að leggja drög að aðgerða-
áætlun sem flokkarnir geta notað í
sínu starfi. Það er ekki algengt að þeir
standi saman að slíkum atburði. „Ég
held að þetta sé svolítið sérstakt, það
er alveg rétt,“ segir Kolbrún. – jhh
Ræða næstu
skref í #metoo
Kolbrún
Halldórsdóttir
3 . j a n ú a r 2 0 1 8 m i ð v i k u D a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
0
3
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:2
8
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
1
-9
1
D
8
1
E
A
1
-9
0
9
C
1
E
A
1
-8
F
6
0
1
E
A
1
-8
E
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
3
2
s
_
2
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K