Fréttablaðið - 03.01.2018, Qupperneq 6
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Umsóknarfrestur til 31. janúar
Þróunarsjóður
námsgagna
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði
námsgagna.
Forgangsatriði sjóðsins fyrir árið 2018 eru þrjú:
námsefni fyrir framhaldsskóla, námsgögn fyrir innflytjendur
vegna tungumálakennslu og forritun fyrir byrjendur.
Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2018, kl. 16:00.
Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er verði gefið út
með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu, þegar við á.
Stjórn Þróunarsjóðs námsgagna hefur ákveðið að hækka
styrkupphæðir sjóðsins og er nú hægt að sækja um styrk
að hámarki 2,0 milljónir króna.
Umsóknargögn er að finna á www.rannis.is.
Umsóknum skal skilað á rafrænu formi.
Nánari upplýsingar veitir
Jón Svanur Jóhannsson, sími 515 5820,
jon.svanur.johannsson@rannis.is
Stjórnmál Frestur til að skila fram
boði til leiðtogakjörs Sjálfstæðis
manna í Reykjavík fyrir komandi
borgarstjórnarkosningar rennur út
10. janúar.
Þeir Sjálfstæðismenn sem Frétta
blaðið ræddi við og hafa áhuga á
framboði eru sammála um að eins
konar störukeppni standi yfir og
menn bíði eftir framboðsyfirlýsing
um hver frá öðrum.
Áslaug María Friðriksdóttir,
sitjandi borgarfulltrúi, hefur þegar
lýst því yfir að hún gefi kost á sér
til að leiða lista Sjálfstæðismanna
í Reykjavík. Kjartan Magnússon er
sagður hringja mikið í flokksfélaga
sína þessa dagana en Halldór Hall
dórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í
Reykjavík, hefur lýst því yfir að hann
gefi ekki kost á sér.
Margir þeirra sem orðaðir eru
við framboð eru búsettir utan
borgarinnar eða hafa reynslu
af sveitarstjórnarpólitík utan
Reykjavíkur. Meðal þeirra eru
Eyþór Arnalds, fyrrverandi
oddviti flokksins í Árborg, sem
er nú sterklega orðaður
við framboð; Halla
Tó m a s d ó t t i r ,
f y r r v e r a n d i
forsetafram
bjóðandi, sem
búsett er í
Kópavogi og Ásdís Halla Bragadóttir,
stjórnarformaður læknamiðstöðvar
innar Klíníkurinnar og fyrrverandi
bæjarstjóri í Garðabæ. Unnur Brá
Konráðsdóttir, fyrrverandi alþingis
maður Suðurkjördæmis, hefur einnig
legið undir feldi frá því fyrir jól.
„Ég hef mjög mikinn áhuga á borg
armálum, það er ekkert leyndarmál,“
segir Eyþór aðspurður um framboð
en vill þó ekki upplýsa um áform sín.
Halla Tómasdóttir játar því
aðspurð að hafa fengið fjölda áskor
ana um framboð en segist lítið leiða
hugann að framboðsmálum. Ásdís
Halla þykir hafa sýnt á sér nýja og
ferska hlið með útgáfu bókarinnar
Tvísaga og Unnur Brá þótti standa
sig afar vel sem forseti Alþingis þrátt
fyrir að það hafi ekki skilað henni
nægilega ofarlega á lista til að ná kjöri
í nýafstöðnum þingkosn
ingum.
Margir nefna einnig
nafn Jóns Karls Ólafs
sonar, framkvæmda
stjóra hjá Isavia og
formanns Ungmenna
félagsins Fjölnis. „Ég
held að það sé verið að
hringja í voða marga og
það hefur verið hringt
í mig,“ segir Jón
Karl aðspurður
um framboð.
„Þetta eru stórar ákvarðanir sem
hefðu miklar breytingar í för með
sér,“ segir Jón Karl en útilokar ekki
framboð.
Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður
Bjarna Benediktssonar, og Borgar Þór
Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs
Þórs Þórðarsonar, hafa bæði verið
nefnd sem oddvitaefni fyrir borgina.
Svanhildur hefur þegar lýst því yfir að
hún ætli sér ekki fram. Borgar Þór Ein
arsson vildi ekki tjá sig um framboð.
Sirrý Hallgrímsdóttir, fyrrverandi
aðstoðarmaður menntamálaráðherra
í tíð Illuga Gunnarssonar, er einnig
sögð hafa áhuga á borgarmálunum
en fylgja Áslaugu Friðriksdóttur að
málum.
Þá hefur Þorbjörg Helga Vigfús
dóttir mjög verið orðuð við endur
komu í borgarmálin ýmist fyrir
Sjálfstæðisflokkinn eða Viðreisn.
Kunnugir segja hana þó njóta sín
mjög í atvinnurekstri sínum og telja
hana ólíklega í framboð.
Ákvörðun Varðar um leiðtogakjör
og valnefnd fyrir önnur sæti listans
var umdeild. Þeir sem mótmæltu
henni töldu leiðina ólýðræðislega.
Forysta Varðar taldi hana hins vegar
nauðsynlega til að auka breidd og
komast hjá einsleitni sem hafi ein
kennt lista flokksins í borginni und
anfarin kjörtímabil.
adalheidur@frettabladid.is
Störukeppni Sjálfstæðismanna
Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar.
Ég held að það sé
verið að hringja í
voða marga og það hefur
verið hringt í mig. Þetta eru
stórar ákvarðanir sem hefðu
miklar breytingar í för með
sér.
Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri
hjá Isavia og formaður Fjölnis
ÍSrAEl Afrískum hælisleitendum
í Ísrael hefur verið gert að yfirgefa
landið áður en aprílmánuður geng
ur í garð. Hælisleitendur sem ekki
verða við því eiga á hættu að enda
í fangelsi.
Þetta felst í tilskipun ísraelskra
stjórnvalda sem tók gildi um ára
mótin. Í tilskipuninni felst einnig
að hælisleitendurnir geta fengið allt
að 3.500 dollara, andvirði tæplega
365 þúsund íslenskra króna, fyrir að
yfirgefa landið.
Tilskipunin nær ekki til barna og
aldraðra eða þeirra sem lent hafa í
þrælahaldi eða mansali. Fólkið mun
hafa val um hvort það flyst aftur til
heimaríkis síns eða þriðja ríkis sem
vill taka við því.
Talið er að um 38 þúsund ólög
legir innflytjendur séu nú í Ísrael.
Aðgerðin hefur verið gagnrýnd af
alþjóðastofnunum og mannrétt
indasamtökum. – jóe
Ísraelar borga
flóttamönnum
fyrir að fara
Matartími á leikskóla fyrir eritresk
flóttabörn í Tel-Avív. Tilskipunin nær
ekki til barna. NORDICPHOTOS/AFP
ÍrAn Æðsti klerkur Írans, Ali Kham
enei, segir að mótmæli í landinu
undanfarna daga eigi rætur að rekja
til óvina landsins. Óeirðirnar hafa
kostað minnst 22 mannslíf.
„Undanfarna daga hafa óvinir
Írans notað peninga, vopn, pólitík og
leyniþjónustur til að skapa óeiningu
og vandræði fyrir Íslamska lýðveldið
Íran,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu
klerksins. Í yfirlýsingunni er ekki
vikið sérstaklega að því hverjir óvin
irnir eru en úr henni má lesa að rætt
sé um Ísrael, SádiArabíu og Banda
ríkin.
Mótmælin hófust 28. desember
síðastliðinn í næststærstu borg
landsins, Mashhad. Í upphafi beind
ust þau að efnahagsástandi landsins
en breyttust síðar í almenn mótmæli
gegn stefnu stjórnvalda.
Enn sem komið er hefur enginn
fallið í höfuðborginni Teheran en
hátt í 500 manns hafa verið hand
teknir þar í borg. Stjórnvöld segja
að ástandið í borginni sé öruggt en
Varðsveit byltingarinnar, sérsveit
æðsta klerks landsins, fer fremst í
flokki í baráttunni gegn mótmæl
endum.
Auk mótmælafunda víðsvegar um
landið hafa stuðningsmenn Kha
meinei og forseta landsins, Hassan
Rouhani, komið saman þeim til
stuðnings. Dæmi eru um að ein
staklingum úr ólíkum fylkingum hafi
lent saman.
Utan landsteinanna hafa Íranir og
íranskir flóttamenn komið saman til
að sýna mótmælendum heima fyrir
samstöðu.
Ali Shamkhani, ritari öryggisráðs
landsins, varaði SádiArabíu við því
að skipta sér af málum landsins. Íran
gæti svarað fyrir sig. – jóe
Æðsti klerkur bendir á óvini landsins
UmHVErFISmál Eftirliti með fisk
eldisfyrirtækjum er ábótavant að
mati Christians Gallo, vistfræðings
hjá Náttúrustofu Vestfjarða. Hann
segir að mengun vegna uppsafnaðs
úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur
slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta
áhyggjuefnið.
„Það sem veldur mestum áhyggj
um er laxalúsin, sjúkdómar í eldislaxi
og það að eldislax sleppur úr kvíum.
Og eftirlit með fiskeldi virkar ekki vel
þegar fyrirtækin ákveða að fylgja ekki
ákveðnum alþjóðlegum stöðlum. Þá
eru ekki fyrir hendi nein ákveðin við
mið um hvað sé ásættanlegt ástand
og hvað ekki. Einnig virðast ekki vera
til reglur um hvað skuli gera þegar
svæði koma illa út úr svokallaðri
umhverfisvöktun. Það er til dæmis
ekkert sem skyldar fyrirtæki til að
hvíla svæði varðandi áframhaldandi
fiskeldi komi það illa út úr athugun.“
Christian segir að Náttúrustofa
Vestfjarða sinni umhverfisvöktun
fyrir ýmis fiskeldisfyrirtæki en
ekki fyrir Arnarlax. „Við sinntum
umhverfisvöktun fyrir Arnarlax
en gerum það ekki lengur. Þeir hjá
Arnarlaxi óskuðu eftir að slíta því
samstarfi.“
Náttúrustofa Vestfjarða birti
skýrslu sem sýndi að botndýralíf
í Patreksfirði hafði tekið miklum
breytingum vegna uppsafnaðs líf
ræns úrgangs frá laxeldi Arnarlax við
Hlaðseyri. Samkvæmt frétt Frétta
blaðsins í septembermánuði síðast
liðnum hafði Arnarlax reynt að fá
svokallaða ASCstaðlaða umhverfis
vottun en tókst það ekki.
Sigurður Pétursson, framkvæmda
stjóri Arctic Sea Farm, segir eftirlit
gott hjá fyrirtækinu. „Við hjá Arctic
Sea Farm erum með svokallaða ASC
umhverfisvottun fyrir eldisafurðir.
Þetta er strangasti umhverfisstaðall
sem er í gangi í dag í fiskeldi og við
erum eina íslenska fyrirtækið sem er
með þennan staðal.“ Sigurður segir
að þrír utanaðkomandi aðilar sinni
eftirliti hjá Arctic Sea Farm.
„Umhverfisstofnun kemur bæði
í skipulagt og óvænt eftirlit og svo
líka Matvælastofnun. Svo kemur
líka erlendur aðili einu sinni á ári í
úttekt varðandi ASCstaðalinn,“ segir
Sigurður. Ekki náðist í forsvarsmenn
Arnarlax við vinnslu fréttarinnar.- aig
Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant
Ráðamenn í Íran, þar á meðal Ali Khameinei, vöruðu óvini ríkisins við því að
vasast í málum landsins. Refsingar geta beðið mótmælenda. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Vistfræðingur kallar eftir auknu eftirliti með fiskeldi. FRÉTTABLAÐIÐ/PjETuR
Við sinntum um-
hverfisvöktun fyrir
Arnarlax en gerum það ekki
lengur. Þeir óskuðu eftir að
slíta því samstarfi.
Christian Gallo, vistfræðingur hjá
Náttúrustofu Vestfjarða
3 . j A n ú A r 2 0 1 8 m I Ð V I K U D A G U r6 F r é t t I r ∙ F r é t t A B l A Ð I Ð
0
3
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:2
8
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
1
-A
0
A
8
1
E
A
1
-9
F
6
C
1
E
A
1
-9
E
3
0
1
E
A
1
-9
C
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
3
2
s
_
2
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K