Fréttablaðið - 03.01.2018, Side 8

Fréttablaðið - 03.01.2018, Side 8
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð STÓRÚTSALA HAFIN 30%-50% AFSLÁTTUR GERRY WEBER –TAIFUN-BETTY BARCLAY –FRANK LYMAN JUNGE OG FLEIRI GÆÐAMERKI Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is 3 . j a n ú a r 2 0 1 8 M I Ð V I K U D a G U r8 f r é t t I r ∙ f r é t t a B L a Ð I Ð KjaraMáL Laun hjúkrunarfræðinga við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) eru lægri en laun kollega þeirra við Landspítala í Reykjavík. Hildigunn- ur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá SAk, segir stofnunina ekki vera samkeppnishæfa um laun eins og staðan er núna. „Laun okkar hjúkrunarfræðinga eru um sex til átta prósentum lægri en á þeim stofnunum sem við erum í samkeppni við. Skýringin er sú að við höfum brugðist við kalli um að bæta við aukahöndum vegna álags og því farið þá leið að ráða fleiri og ekki náð að fylgja launaþróuninni,“ segir Hildigunnur. „Því lögðum við ríka áherslu á það í samræðum við fjár- laganefndina að ef við eigum að eiga í samkeppni um hjúkrunarfræðinga þurfum við að laga þetta bil.“ Hildigunnur segir SAk þurfa á annað hundrað milljónir króna til að laga launabilið milli stofnan- anna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG í kjördæminu sem situr í fjárlaganefnd, er sammála því að úrbóta sé þörf. „Ég tek undir þetta, miðað við þau gögn sem við fengum fyrir jól, þá vantar um 165 milljónir króna. Það er augljóst að við þurfum að taka á þessu, við getum ekki haft þetta svona. Ég tel að sjúkrahúsið hafi setið eftir,“ segir Bjarkey. Njáll Trausti Friðbertsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, segir einnig mikilvægt að ríkisstofnanir landsins njóti sömu stöðu hvar sem þær eru á landinu. „Þetta er algjör- lega ótækt að mínu mati. Ríkis- stofnanir hér á landi eiga að búa við jafnræði óháð staðsetningu. Því legg ég ríka áherslu á að þetta verði lagfært.“ Um átta hundruð til þúsund menntaðir hjúkrunarfræðingar starfa utan greinarinnar. „Það er mín skoðun að við þurfum að hækka laun til að draga þessa hjúkrunarfræðinga að,“ segir Hildi- gunnur. „Með því að fá meira fjár- magn inn getum við lokkað inn til okkar unga hjúkrunarfræðinga því launin eru það fyrsta sem þarf að laga.“ sveinn@frettabladid.is Hjúkrunarfræðingar á Akureyri verr launaðir en kollegar í suðri Laun hjúkrunarfræðinga á Akureyri eru um sex til átta prósentum lægri en á Landspítala. FréttAbLAðið/KK Sjúkrahúsið á Akureyri þarf 165 milljónir króna aukalega á fjárlögum næsta árs til að laun hjúkrunarfræðinga verði sambærileg því sem gerist á LSH. Nefndar- menn í fjárlaganefnd segja stöðuna ótæka og vilja taka á vandanum. fraKKLanD Yfir 50 þúsund farsímum verður dreift til fanga í 178 fangelsum í Frakklandi. Þess er vænst að bætt samskipti milli fanga og umheims- ins styrki þá í aðlögun að samfélag- inu þegar þeir hafa afplánað fang- elsisdóm sinn, að því er stórblaðið Le Monde greinir frá. Frá 2016 hefur nær 300 föngum í fangelsi í Meuse í norðausturhluta Frakklands verið leyft að hringja í fjölskyldu sína á öllum tímum sólar- hringsins í tilraunaskyni. Símtölin hafa kostað minna en símtöl úr síma- klefum fyrir utan fangaklefana. Föngunum verður heimilt að hringja í fjögur símanúmer sem vitað er hverjir eru skráðir fyrir. Baráttan gegn ólöglegum símum í fangels- unum mun halda áfram til að koma í veg fyrir samskipti við glæpagengi utan fangelsanna. Árið 2016 var lagt hald á 33 þúsund farsíma í frönskum fangelsum. – ibs Franskir fangar fá síma í klefana 50 þúsundum farsíma verður dreift til franskra fanga. Fimmtíu þúsund far- símum verður dreift til fanga í Frakklandi. 0 3 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 3 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E A 1 -8 C E 8 1 E A 1 -8 B A C 1 E A 1 -8 A 7 0 1 E A 1 -8 9 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 3 2 s _ 2 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.