Fréttablaðið - 03.01.2018, Side 11

Fréttablaðið - 03.01.2018, Side 11
Stjórn Loðnuvinnslunnar í Fáskrúðsfirði sendi frá sér yfirlýsingu þann 5. desember síðastliðinn þar sem mótmælt var harðlega áformum sem uppi eru um stórfellt laxeldi í firðinum án þess að fram hafi farið heildar­ mat á áhrifum þess á lífríki og burðarþol fjarðarins. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tekur undir þessar áhyggjur í bókun sem gerð var á fundi bæjarstjórnar þann 14. des­ ember en þar segir meðal annars: „Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tekur undir mikið af þeim áhyggjum sem komið hafa fram vegna stað­ setningar fiskeldis í Fáskrúðsfirði og telur brýnt að tekið sé tillit til þeirrar fjölbreyttu uppbyggingar atvinnustarfsemi sem komin er í Fjarðabyggð við úthlutun leyfa til fiskeldis í fjörðum sveitarfélags­ ins.“ Samkvæmt þeim laxeldi s­ áformum sem nú eru í umsagnar­ ferli er stefnt að 15.000 tonna lax­ eldi í Fáskrúðsfirði sem er meira en allt laxeldi í landinu í dag. Í yfirlýs­ ingu Loðnuvinnslunnar var vísað til upplýsinga á heimasíðu Lands­ samtaka fiskeldisstöðva þar sem sagði: „Úrgangsefni við framleiðslu á 1 tonni af laxi samsvarar klóak­ rennsli frá 8 manns.“ Samkvæmt þessum upplýsingum jafngildir fyrirhugað fiskeldi í Fáskrúðs­ firði því að skólpi frá 120 þúsund manna byggð verði veitt í fjörðinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir annað lífríki í firðinum og þá hrognavinnslu sem þar fer fram og reiðir sig á mikið magn af hreinum sjó. Áréttað skal að Loðnuvinnslan hf. er stærsti atvinnurekandinn á Fáskrúðsfirði og þar starfa að jafn­ aði 150 manns. Á síðasta ári nam hrognavinnsla um 20% af fram­ leiðsluverðmæti fyrirtækisins. Upplýsingum á heimasíðu breytt Í tilkynningu frá Fiskeldi Austfjarða sem gefin var út 7. desember eru áhyggjur Loðnuvinnslunnar sagð­ ar byggðar á misskilningi og sagt þekkt að heildarmagn úrgangs­ efna á föstu formi frá 15.000 tonna eldi sé um 1.650 tonn á ári og að aðeins lítill hluti næringarefna leysist upp í sjónum og dreifist með straumnum. Um svipað leyti var texta á heimasíðu Landssam­ taka fiskeldisstöðva breytt og þar segir nú að 1.000 tonna laxeldi „skilar því árlega í sjó köfnunarefni sem nemur um 4.000 íbúa byggð, vel að merkja án hættulegra bakt­ ería og efnamengunar mannsins“. Með öðrum orðum 15 þúsund Réttar upplýsingar á borðið tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði sem samkvæmt heimasíðu laxeldis­ manna samsvaraði klóakrennsli frá 120 þúsund manna byggð fyrir nokkrum vikum hefur nú minnkað um helming og samsvarar í dag „aðeins“ afrennsli frá 60 þúsund manna byggð, sem sumum þætti ærið. Ekki kemur fram hvenær þessar upplýsingar voru uppfærð­ ar á síðunni né heldur hvaða nýju rannsóknir hafa kollvarpað fyrri upplýsingagjöf landssamtakanna. Upplýsingar frá norskum yfirvöldum Nú vill svo til að eigendur fyrir­ hugaðs laxeldis í Fáskrúðsfirði eru að stærstum hluta Norðmenn sem hafa áratuga reynslu af sjókvíaeldi laxfiska og hafa rannsakað mengun frá fiskeldi árum saman. Á heima­ síðu Umhverfisstofnunar Noregs má meðal annars finna upplýsingar sem hafðar voru til hliðsjónar þegar lagðar voru til strangari reglur um fiskeldi þar í landi í nóvember 2009. (http://www.miljodirektoratet. n o/n o/ Nyh e t e r / Nyh e t e r /O l d ­ klif/2009/November_2009/For­ eslar_strengere_regelverk_for_fisk­ eoppdrett/) Í þessum upplýsingum er því meðal annars slegið föstu að losun frá meðalstórri fiskeldisstöð sem framleiðir 3.120 tonn af laxi sam­ svari frárennsli úrgangsefna frá borg með um 50 þúsund íbúa. Með öðrum orðum þýðir þetta að frá­ rennsli frá 15 þúsund tonna lax­ eldi samsvari skólpmagni frá 240 þúsund manna borg. Í ljósi þess mikla fráviks sem er í upplýsingum um umfang meng­ unar frá laxeldi hljótum við að gera kröfu til þess að réttar upplýs­ ingar frá hlutlausum aðilum verði lagðar á borðið og umsagna leitað hjá þeim aðilum sem hagsmuna hafa að gæta áður en jafn örlaga­ rík ákvörðun verður tekin um að heimila stórfellt laxeldi í Fáskrúðs­ firði. Friðrik Már Guðmundsson framkvæmda- stjóri Loðnu- vinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði Í þessum upplýsingum er því meðal annars slegið föstu að losun frá meðalstórri fiskeldisstöð sem framleiðir 3.120 tonn af laxi samsvari frárennsli úrgangsefna frá borg með um 50 þúsund íbúa. Með öðrum orðum þýðir þetta að frárennsli frá 15 þúsund tonna laxeldi samsvari skólpmagni frá 240 þúsund manna borg. afsláttur 60% Allt að ÚTSALA RISA Í fullu fjöri VEFVERSLUN www.husgagnahollin.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 www.husgagnahollin.is 558 1100 10 – 18 virka daga 11 – 17 laugardaga 13 – 17 sunnudaga 10 – 18 virka daga 11 – 16 laugardaga Ísafjörður Skeiði 1 S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11M i ð V i k u D A G u R 3 . j A n ú A R 2 0 1 8 0 3 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 3 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E A 1 -A A 8 8 1 E A 1 -A 9 4 C 1 E A 1 -A 8 1 0 1 E A 1 -A 6 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 3 2 s _ 2 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.