Morgunblaðið - 19.07.2017, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017
Fastaráð Öryggis- og sam-
vinnustofnunar Evrópu, ÖSE, sam-
þykkti í gær að skipa Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur næsta fram-
kvæmdastjóra Lýðræðis- og mann-
réttindastofnunar ÖSE, ODIHR,
sem hefur aðsetur í Varsjá. Skipunin
er til þriggja ára og tekur Ingibjörg
til starfa undir lok vikunnar.
Utanríkisráðuneytið hefur stutt
við framboð Ingibjargar Sólrúnar,
en hún atti kappi við frambjóðendur
frá Svíþjóð og Serbíu. Skipun henn-
ar er hluti skipunar í fjórar æðstu
stöður ÖSE, þar með talin staða
framkvæmdastjóra stofnunarinnar
en samkomulag náðist á óformlegum
utanríkisráðherrafundi ÖSE í síð-
ustu viku. Samstöðu 57 aðildarríkja
ÖSE þurfti til að
hljóta stöðuna.
ODIHR er
stærsta und-
irstofnun ÖSE
með um 150
manna starfslið
en á meðal helstu
verkefna hennar
er kosningaeft-
irlit í aðild-
arríkjum ÖSE,
úttektir á lagasetningu, verkefni og
þjálfun á sviði mannréttinda, jafn-
réttis, lýðræðislegra stjórnarhátta
og baráttunnar gegn hatursglæpum.
„Þetta er fagnaðarefni enda um að
ræða eina af áhrifamestu stöðum
sem Íslendingur hefur gegnt á al-
þjóðavettvangi. Ingibjörg Sólrún er
mjög vel að þessu komin, hún hefur
til að bera þá þekkingu og reynslu
sem þarf til að stýra þessari mik-
ilvægu stofnun á erfiðum tímum í al-
þjóðamálum,“ er m.a. haft eftir Guð-
laugi Þór Þórðarsyni utanríkis-
ráðherra í tilkynningu ráðuneytisins.
Ingibjörg Sólrún segir þar að OD-
IR standi vörð um lýðræði og mann-
réttindi og sé eitt mikilvægasta tæk-
ið sem ríki Evrópu, Mið-Asíu og
Norður-Ameríku eigi til þess.
„Þetta er vissulega mikil áskorun
en einnig einstakt tækifæri til að
vinna þessum gildum brautargengi
og ég er þakklát þeim stuðningi sem
ég og mitt framboð í nafni Íslands
hefur hlotið,“ segir Ingibjörg.
ÖSE gengur frá ráðningu
Ingibjargar Sólrúnar
Skipuð framkvæmdastjóri yfir 150 manna stofnun
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Veðurfarið þetta sumarið hefur al-
mennt ekki verið upp á marga fiska.
Þó virðist vera einhver von í því veðri
sem framundan er, þ.e.a.s. ef rætist
úr veðurspám. „Hlýtt verður í veðri
næstu daga á Norðausturlandi, þ.e.
frá Eyjafirði og austur á Hérað,“ seg-
ir Einar Sveinbjörnsson veðurfræð-
ingur í samtali við Morgunblaðið.
Spáir góðu veðri um helgina
„Eins og spáin er núna þá er útlit
fyrir að það verði ágætasta veður um
allt land um helgina,“ segir Einar.
Hlýtt verður í veðri, sérstaklega inn
til landsins á Suður- og Vesturlandi,
auk höfuðborgarsvæðisins um kom-
andi helgi. Þá léttir til víða um land,
sérstaklega vestanlands, en þó gæti
þokuloft fylgt með við sjóinn og firði
suðaustanlands, að sögn Einars.
„Loftþrýstingur fer einnig hækkandi,
sem er gott, og það er einnig fínt að
fá loft úr austri því það er oft þurrara
þegar upp er staðið,“ segir Einar.
„Júlí hefur verið vætusamur og fá-
ir sólardagar verið í heildina,“ segir
Einar þegar talið berst að veðrinu
sem hefur verið suðvestanlands síð-
ustu vikur. Ágætis sumarveður hefur
þó verið fyrir norðan síðustu vikur og
mun það standa áfram, samkvæmt
veðurspám.
Erfitt að spá til lengri tíma
Spurður hvort hægt sé að spá um
framhaldið eftir næstu helgi, segir
Einar það vera erfitt eins og er. Þó sé
bót í máli að sá kuldi, sem hefur verið
við Grænland og hellst að hluta til yf-
ir Ísland, sé að verða fyrirferð-
arminni. „Þetta eru í raun dreggjar
af köldu vori,“ segir Einar um kuld-
ann, sem hefur verið við Grænland.
Hápunktur sumars er núna fram-
undan hér á norðurhjara jarðar, að
sögn Einars.
Tvær lægðir mættust
Einar segir það veður sem gekk yf-
ir suðurhluta landsins í gær og lýkur
að mestu síðdegis í dag hafa verið
erfitt við að eiga þar sem tvær lægðir
mættust yfir landinu. „Þær eru enn
að herja á okkur. Önnur þeirra var
köld og hin kom með rakann og hit-
ann,“ segir Einar. Hann nefnir að
lægðirnar hafi verið nokkuð skeinuh-
ættar miðað við þann árstíma, sem er
nú. Yfirleitt er ekki mikil hreyfing á
lægðum af þessu tagi yfir hásumarið,
að sögn Einars.
„Sumarið í ár hefur verið nokkuð
óvenjuleg tíð þar sem það hefur verið
greinileg lægðabraut austur yfir Atl-
antshafinu. Ísland hefur verið alla
jafna utan í þessari lægðabraut og
því fengið yfir sig nokkrar lægðir
sunnan- og vestanlands,“ segir Ein-
ar. Hann segir allar líkur á því að
lægðabrautin verði áfram áberandi
en dragi sig hins vegar sunnar á bóg-
inn.
Spáð skaplegu
veðri um land
allt um helgina
Braut lægða er austur yfir Atlants-
hafi Lægðaspá gekk eftir
Morgunblaðið/Hanna
Úrkoma Fólk fékk að kenna á lægð-
inni, sem gekk yfir sunnanvert land-
ið í gær með rigningu og roki.
Lægðabrautin áfram
» Útlit fyrir hlýtt og gott veður
um land allt um helgina
» Spáin um þá lægð sem gekk
yfir sunnan- og suðaustanvert
landið í gær gekk að mestu
leyti upp, að sögn Einars
Sveinbjörnssonar veðurfræð-
ings.
» Lægðabraut hefur verið
austur yfir Atlantshafinu og
hefur Ísland fengið sinn skerf
af því í sumar. Allt bendir til að
lægðabrautin verði áfram
áberandi.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
„Úrkoma hingað til hefur ekki ver-
ið sérlega mikil og sólarleysi ekki
áberandi mikið,“ segir Trausti
Jónsson veðurfræðingur, spurður
um veðrið á suðvesturhorni lands-
ins fyrri hluta júlí. Þetta er nokkuð
á skjön við upplifun fólks ef marka
má umræðuna á netinu.
Hita hefur verið nokkuð misskipt
á landinu það sem af er júlímánuði.
Um landið sunnan- og vestanvert
hefur hann verið rétt ofan með-
allags áranna 1961 til 1990, en
nokkru kaldari en meðaltal síðustu
tíu ára. Hitinn stendur nú í 10,6
stigum í Reykjavík (+0,2 stigum yf-
ir 1961 til 1990, en -1,4 stigum und-
ir meðallagi síðustu tíu ára). Úr-
koma í Reykjavík er mjög nærri
báðum meðaltölum og sama má
segja um sólskinsstundafjölda. Mið-
að er við 17 fyrstu dagana.
Hlýrra fyrir norðan og austan
Fyrir norðan og austan hefur
verið nokkru hlýrra. Meðalhiti á
Akureyri 11,4 stig, 1,0 stigi ofan
meðallags 1961 til 1990, en 0,7 ofan
meðallags síðustu tíu ára. Þar er
úrkoma einnig nærri meðallagi.
Að tiltölu hefur verið hlýjast
norðaustan- og austanlands, sér-
staklega við sjóinn, enda hefur
hann verið hlýr að sögn Trausta.
Jákvæðu hitavikin eru nú mest í
Papey þar sem hiti er +1,4 stigum
ofan meðallags síðustu tíu ára.
Kaldast að tiltölu hefur verið í fjall-
lendinu á Reykjanesskaganum, hiti
-1,8 stigum neðan meðallags síð-
ustu tíu ára á Skarðsmýrarfjalli og
-1,6 í Bláfjöllum.
Meðalhitinn það sem af er júlí er
hæstur á Torfum í Eyjafirði, 11,6
stig, og 11,5 á Kirkjubæjarklaustri.
Svalinn suðvestanlands er áber-
andi sé miðað við það sem algeng-
ast hefur verið á þessari öld, segir
Trausti. Sömu júlídagar voru þá að-
eins tvisvar kaldari en nú (2013 og
2006) og einu sinni jafn-
kaldir og nú, 2002. Sé
miðað við lengri tíma
er hitinn hins vegar
nær því sem venjulegt
má telja.
„Í heildina verður að
teljast að ekki hafi farið
illa með veður þótt
skortur sé á hlýjum
sólardögum,“ seg-
ir Trausti Jóns-
son.
Morgunblaðið/Hanna
Sumarveður Það blés hressilega í höfuðborginni í gær og áttu einhverjir erfitt með að ráða við regnhlífar sínar.
Hita hefur verið mis-
skipt á landinu í júlí
Úrkoma hefur ekki verið mikil og sólarleysi ekki áberandi
Fyrstu sex mánuðir ársins hafa
verið hlýir á landinu, sam-
kvæmt yfirliti Veðurstofu Ís-
lands.
Í Reykjavík var hiti 1,5 stig-
um ofan meðallags áranna
1961 til 1990 og 0,5 stigum of-
an meðallags síðustu 10 ára. Í
Reykjavík hafa fyrstu sex mán-
uðirnir aðeins átta sinnum ver-
ið hlýrri en nú, en hitinn hefur
verið mældur í 146 ár.
Á Akureyri var hitinn tveim-
ur stigum ofan meðallagsins
1961-1990 og 0,9 stigum of-
an meðallags síðustu 10
ára. Raðast hiti þessi í 6.
sæti af 136 mælingum á
Akureyri. Úrkoma var um 41
prósent umfram meðallag í
Reykjavík og um 21 pró-
sent umfram með-
allag á Akureyri.
Með hlýrri
árum hér
HITINN FYRRI HLUTA ÁRS
Trausti
Jónsson
Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is
Fagleg & persónuleg þjónusta
Drykkjarlausnir
fyrir þitt fyrirtæki
Hagkvæmara en þú heldur!
Dæmi:
COSMETAL AVANT
Nýjasta brúsavatnsvélin