Morgunblaðið - 19.07.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.07.2017, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017 ✝ Árný LiljaEgilsdóttir, bóndi frá Mann- skaðahóli, fæddist í Hjaltastaðakoti í Blönduhlíð, Skaga- firði, 15. ágúst 1928. Hún lést á heimili sínu, Aust- urgötu 3, Hofsósi, 6. júlí 2017. Foreldrar henn- ar voru Ingibjörg Björnsdóttir, f. 21. október 1896, d. 2. september 1997 og Egill Gottskálksson, f. 31. jan- úar 1892, d. 15. desember 1973. Systkini Lilju voru: Oddný, f. 8. apríl 1916, d. 4. janúar 2015, Sigríður, f. 10. ágúst 1917, d. 3. júlí 2008, Guðlaug, f. 23. júlí 1920, d. 8. janúar 2010, Gottskálk, f. 29. október 1921, d. 18. september 2012, Steingrímur, f. 30. ágúst 1924, d. 16. ágúst 2012, Árni Helgi, f. 15. október 1926, d. 30. nóvember 1928 og Birna, f. 13. október 1934, d. 6. nóv- ember 2006. Hinn 10. ágúst 1954 giftist Lilja Halldóri Jónssyni, f. 10 ágúst 1919, d. 1. október 2005. Börn þeirra eru: Berglind Helga, f. 9. júlí 1979, Halldór Már, f. 8. maí 1982 og Arna, f. 27. desember 1986. 4) Sigríð- ur, f. 30. september 1957, maki Óskar Stefánsson, f. 8. október 1951. Börn þeirra eru: Lilja Sólveig, f. 31. janúar 1976, Fjóla Katrín, f. 22. febrúar 1980, Karólína Kristín, f. 31. mars 1985 og Halldór Snær, f. 20. september 1987. 5) Björn Gísli, f. 14. september 1962, maki Edda Una Þórisdóttir, f. 15 apríl 1964. Börn hans eru: Ingibjörg, f. 18. október 1983, Birgir, f. 29. júní 1985, stúlka f. 8. júní 1989, d. sama dag, Halla, f. 14. september 1990 og Alexander, f. 29. maí 1996. 6) Ingibjörg Sólveig, f. 24. des- ember 1964, maki Bjarni Kristinn Þórisson, f. 6. nóv- ember 1963. Börn þeirra eru: Sigríður Ósk, f. 29. janúar 1990, Sunna Dís, f. 1. ágúst 1991, Bjarnveig Rós, f. 27. apr- íl 1993, Lilja Dóra, f. 18. jan- úar 1996 og Stella Dröfn, f. 1. júlí 1997. Langömmubörnin eru orðin 27. Lilja og Halldór bjuggu á Mannskaðahóli til ársins 1992 og fluttu þá í Austurgötu 3 á Hofsósi og tóku Ingibjörg Sól- veig og Bjarni Kristinn við búinu það sama ár. Útför Lilju fer fram frá Hofsóskirkju í dag, 19. júlí 2017, klukkan 14. Foreldrar hans voru Sigríður Halldórsdóttir, f. 8. september 1877, d. 2. september 1971 og Jón Jóns- son, f. 29. mars 1882, d. 16. mars 1952. Börn Lilju og Halldórs eru: 1) Egill, f. 19. nóv- ember 1952. Börn hans eru: Svandís Lilja, f. 5. maí 1983, Matthías Gísli, f. 21. maí 1985, Árný Lilja, f. 4 maí 1988, d. 17. júní 1988, Kolbrún Sif, f. 29. apríl 1989, Hermann Kristinn, f. 8. maí 1995 og Rúnar Freyr, f. 29. mars 2003. Fóstursynir Eg- ils eru Guðmundur Már, f. 22. júlí 1982 og Suthaphat (Log), f. 5. nóvember 1994. 2) Einar, f. 23. janúar 1955, maki María S. Jóhannsdóttir, f. 18. nóv- ember 1956. Börn þeirra eru: Halldór Jóhann, f. 19. júlí 1975, Sigurlína Hrönn, f. 11. maí 1978, Ásbjörg Ýr, f. 20. apríl 1985 og Sigurður Ingi, f. 17. nóvember 1988. 3) Jón, f. 24. mars 1956, maki Erla Eyj- ólfsdóttir, f. 15. maí 1958. Elsku amma Lilja létt á fæti er farin frá okkur en þakkir fyrir góð- ar stundir og einstaka ömmu ylja og gleðja. Það hefur verið dýr- mætt að þekkja og fá að njóta þess að vera barnabarn ömmu, alltaf hress þegar maður kom með út- breiddan faðm og einstaklega hlýtt og þétt faðmlag. Alltaf var borðið drekkhlaðið af kræsingum þegar gesti bar að garði jafnvel þótt heimsóknin væri óvænt og amma talaði um að hún ætti nú ekkert almennilegt og þá var nú gaman að vera til, allskonar góð- gæti sem ekki fæst á hverjum degi og hlegið og grínast eins og enginn væri morgundagurinn en amma var einstakur húmoristi og alltaf til í hvers kyns grín, svo fékk mað- ur líka fréttir af allri stórfjölskyld- unni sem hún var svo stolt af, þó að ekki væru allir í næsta nágrenni var fylgst vel með hvað allir væru að gera og hvaða langömmubörn væru á leiðinni og afmælisdagar þuldir upp eins og sönnum ætt- arhöfðingja sæmir. Amma mín var ekki bara létt í lund, hún passaði vel upp á að halda líkamanum í góðu formi með hreyfingu og teygjum, stóð alltaf teinrétt og var snör í snún- ingum svo eftir var tekið og ekki nokkur maður hefði getað giskað á að hún væri að verða 89 ára. Það var gaman að hlusta á sögurnar frá liðnum tíma og þær voru ansi margar nokkuð góðar frá því að börnin voru að alast upp á Mann- skaðahóli og hvað þið afi hafið ver- ið gott teymi. Seinasta heimsóknin til þín núna um Jónsmessuna þegar við fjölskyldan tjölduðum í garðinum hjá þér gleymist seint, þú spilandi kát og hress, dansandi í eldhúsinu, tilbúin með nýsteiktar pönnsur í bítið, gerðir æfingar og hoppaðir á öðrum fæti með þriggja ára lang- ömmubarninu, rölt um bæinn og tekið þátt í skemmtuninni og spjallað og vakað frameftir. Elsku amma, þín verður sárt saknað en ljós þitt lifir í hjörtum okkar, Guð geymi þig og styrki systkinin og alla fjölskylduna. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Með þökk fyrir allt. Sigurlína Hrönn Einarsdóttir (Lína). Elsku fallega amma mín. Ég trúi því varla ennþá að þú sért far- in frá okkur. Ó hvað ég sakna þín sárt! En á sama tíma er ég þakklát fyrir það að þú hafir fengið að fara nákvæmlega eins og þú vildir sjálf. Það hefði sko ekki verið þinn stíll að þurfa að liggja veik uppi á sjúkrahúsi eða muna ekki eftir fólkinu þínu. Þú varst alltaf með allt á hreinu fram á síðasta dag og það vottaði ekki einu sinni fyrir minnisleysi hjá þér. Þú varst sú sem ég gat alltaf treyst á og sagt þér frá öllu, bæði góðu og slæmu. Þú hlustaðir með athygli og áttir alltaf svör við öllu. Ég er enda- laust þakklát fyrir þennan síðasta dag þinn hér heima þar sem ég fór yfir öll mín plön á næstunni og man ég ennþá eftir glampanum í augunum þínum hvað þú sam- gladdist mér mikið. Þér fannst ekkert mikilvægara í heiminum en að vita af því að börnunum þín- um gengi vel í lífinu og að við vær- um hamingjusöm. Ég gleymi því ekki hvað það var alltaf jafn ynd- islegt að koma til þín. Hjá þér leið mér alltaf eins og prinsessu. Frá þér fór ég alltaf miklu meira en södd heim og með mitt stærsta bros. Betri ömmu er ekki hægt að óska sér. Það eru algjör forréttindi að hafa átt ömmu eins og þig, þú varst algjör ofurkona sem ég leit alltaf svo mikið upp til. En nú ertu komin til afa og er hann heppinn að fá þig aftur og það yljar mér um hjartarætur. Þú talaðir líka alltaf svo vel um afa og ljómaðir öll þeg- ar þú sagðir sögur af honum og hugsaðir til hans. Elsku hjartans amma mín, þig var ég heppin að hafa. Nú leggurðu aftur augun þín og hvílir í faðmi afa. (Lilja Dóra) Þín ömmustelpa og nafna, Lilja Dóra Bjarnadóttir, Mannskaðahóli. Elsku hjartans amma mín. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur, ekki bjóst ég við að kallið kæmi alveg strax. En ég veit að núna stígur þú í dans með elsku afa, svona eins og ég man að þið gerðuð svo oft. Þá læddist afi að þér þar sem þú varst að brasa í eldhúsinu, sneri þér í hring og þið tókuð sporið. Þú varst svo ótrúlega mögnuð kona og mér mikil fyrirmynd. Dugnaðurinn í þér átti sér engin takmörk. Þú varst rösk til allra verka, alltaf svo úrræðagóð og já- kvæð. Þú varst liðug sem köttur og sterk sem naut enda passaðir þú alltaf vel upp á heilsuna. Það var ávallt stutt í húmorinn og gleðina og til þín var gott að koma. Þú varst gestrisin með eindæm- um, passaðir alltaf upp á að allir fengju nóg að borða og hefðu það gott. Alltaf að hugsa um aðra. Faðmlögin þín voru líka þétt og ástrík. Ég er svo þakklát fyrir allar stundirnar sem ég átti með þér, elsku amma mín, og allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Í hugann koma minningar um tátil- jur og ullarsokka, pönnsur og te- bollur og „gulu súpuna“ með eng- um rúsínum fyrir mig auðvitað. Sumrin sem ég fékk það hlutverk að vera kúasmali og þakkarbréfin sem ég fékk frá kúnum á haustin. Hvernig þú talaðir við kýrnar eins og þær væru þínar bestu vinkonur og hvernig þú bankaðir fast í borð- ið þegar þú spilaðir vist. Mér eru líka kær kvöldin sem við horfðum á Matlock saman og þú last text- ann fyrir okkur afa. Þetta er bara brot af því sem hefur leitað í huga minn síðustu daga en sem betur fer á ég margar fleiri minningar. En núna kveð ég þig í hinsta sinn, elsku amma mín. Það er sárt en minningarnar ylja. Ég er svo þakklát að þú varst amma mín. Ég elska þig, hvíldu í friði. Þín Fjóla. Það ætti kannski ekki að koma á óvart að heyra tilkynningu um andlát tæplega 89 ára gamallar manneskju, en fréttin af andláti ömmu minnar kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það er mér því mjög þungbært að setjast niður og skrifa þessi minningarorð um þig, elsku amma mín. Þú sem varst svo spræk, þróttmikil og full af lífsvilja. Nú sit ég í ullarsokkunum sem þú prjónaðir á mig og hugsa enn og aftur um það hversu ótrúlega lánsöm ég er að hafa alist upp með ykkur afa. Þið tókuð þátt í uppeldi mínu sem einkenndist af ást og al- úð. Þið kennduð mér svo margt, að meta það sem fyrir kemur og vera þakklátur fyrir það sem mað- ur á. Sveitin varð fjölskylda mín og ég elskaði allt við sveitina mína, ykkur, dýrin og fólkið allt um kring. En þú, elsku amma mín, varst alveg einstök kona og þó ég hafi alltaf vitað það þá gerði ég mér ekki almennilega grein fyrir því hversu mögnuð þú varst fyrr en ég hóf minn búskap sjálf og náði þeim þroska að sjá hvernig þú tæklaðir lífið, af svo miklu æðru- leysi og styrk. Enda voru þau ófá símtölin sem ég hringdi til þín til að fá ráðleggingar eða uppskriftir að hinu og þessu. Eitt þessara símtala er mér minnisstætt. Þá hringdi ég til þín til að spyrja þig hvernig ég ætti að baka rúgbrauð. Þú gafst mér upp uppskrift, beint úr kollinum og sagðir mér að alla- vega helminga hana ef ekki meira, þetta væri stór uppskrift. Ég Árný Lilja Egilsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma. Takk fyrir allt sem þú varst okkur, dýrmætust eðalsteina. Við geymum allar fal- legu minningarnar í hjört- um okkar. Nú stígur þú sporið með afa. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. (Matthías Joch.) Þín ömmubörn, Karólína (Karó) og Halldór. Dagsverkinu er lokið. Lilja frænka mín hefur kvatt. Hún dó inn í bjarta sumarnóttina. Við sitjum eftir hljóð. Varðveitum minningarnar. Lilja var einstök kona, frændrækin og hlý, vinur vina sinna. Öllum leið vel í návist henn- ar. Megi ástúð um þig lykja umvefji þig geisli hreinn. Vinátta og væntumþykja verður okkar brautasteinn. Hugheilar samúðar- kveðjur til fjölskyldunnar. Helga Bjarnadóttir. ✝ Anna Þorleifs-dóttir fæddist 12. janúar 1939 á Ísafirði. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. júlí 2017. Foreldrar hennar voru Þorleifur Örn- ólfsson, f. 29. októ- ber 1905 á Suður- eyri í Súgandafirði, d. 16. desember 1963, og Ástrún Þórðardóttir, f. 3. maí 1901 á Munaðarnesi, Árneshreppi, Strand., d. 31. maí 1989. Föð- urforeldrar Önnu voru Örnólfur Jóhannesson og Margrét Guðna- sóttir. Móðurforeldrar Önnu Guðrún Jónsdóttir, f. 7. júní 1901 á Vakursstöðum, Vindhælis- hreppi, A-Hún., d. 10. maí 1977. Börn Önnu og Alfonsar eru: a) Þorleifur Örn, f. 23. ágúst 1963 í Reykjavík, d. 6. júní 1968. b) Gunnar Jón, f. 14. október 1964. c) Guðmundur Rúnar, f. 12. jan- úar 1964. Sonur Guðmundar er Atli, f. 18. október 2001. d) Þor- leifur Kristinn, f. 7. ágúst 1971. Maki Lovísa Agnes Jónsdóttir, dætur þeirra eru Hrafnhildur Anna, f. 10. desember 2000, og Agnes Lára, f. 11. febrúar 2003. Anna ólst upp og lauk hefð- bundinni skólagöngu á Ísafirði. Um tvítugt fór Anna til Reykja- víkur og bjó þar alla tíð eftir það. Hún starfaði við ýmis verslunar- störf, einnig sem fangavörður en lengst af sem húsmóðir. Anna verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 19. júlí 2017, og hefst athöfnin klukkan 15. voru Þórður Þórð- arson Grunnvík- ingur og Sólveig Jónsdóttir. Systkini Önnu voru; Sólveig, f. 1928, látin, Þórdís, f. 1936, Áslaug, f. 1937, látin, Örnólfur Grétar, f. 1942, lát- inn. Anna giftist 22. júní 1963 Alfonsi Guðmundssyni vél- stjóra, f. 10. ágúst 1930 í Reykjavík, d. 4. febrúar 2007. Foreldrar hans voru Guð- mundur Guðjónsson vélstjóri í Reykjavík, f. 10. desember 1883 á Hurðarbaki í Villingaholtshreppi, Árnessýslu, d. 16. júní 1978, og Í dag kveðjum við ástkæra frænku mína, Önnu Þorleifsdóttur. Anna fæddist á Ísafirði og ólst þar upp á dæmigerðu íslensku al- þýðuheimili. Faðir Önnu, Súgfirð- ingurinn Þorleifur Örnólfsson, varð bráðkvaddur 58 ára að aldri og því eru æskuminningar mínar tengdar móður Önnu, Ástrúnu Þórðardóttur Grunnvíkings, í ferðum mínum til Ísafjarðar. Í barnæsku fór Anna oft til berja í Súgandafirði og eignaðist þar vini sem hún átti fyrir lífstíð. Fljótlega eftir grunnskólanám hóf Anna störf við Bókabúð Matthías- ar á Ísafirði en þá verslun hafði Matthías Bjarnason, síðar þing- maður og ráðherra, keypt korn- ungur að árum. Anna var vel liðin af Matthíasi og viðskiptavinum. Í september 1962 trúlofaðist Anna vélstjóranum Alfonsi Guð- mundssyni og gengu þau í hjóna- band í júní 1963. Fyrstu árin bjuggu þau í Ljósheimum 20 í Reykjavík. Árið 1968, þegar Anna og Alfons höfðu eignast þrjá syni, varð sá hörmulegi atburður að elsti sonurinn, Þorleifur Örn, deyr aðeins fimm ára að aldri. Það var mikið áfall fyrir fjölskylduna en með samheldni tókst þeim að sigr- ast á sorginni. Fjölskyldan fluttist að Mos- gerði 6 í Reykjavík og kom sér þar upp myndarlegu og notalegu heimili. Á heimilinu var snyrti- mennskan í hávegum höfð og var greinilegt að Anna hafði nostrað við hvern krók og kima. Alfons var oft og iðulega á kafi í bílavið- gerðum og ómissandi að kíkja við í bílskúrnum. Við leiðarlok eru þökkuð ánægjuleg samskipti, greiðvikni og gestrisni þeirra hjóna. Anna og fjölskylda hennar varð fyrir miklum harmi árið 1983 þegar Áslaug systir Önnu lést langt um aldur fram tæplega 46 ára að aldri. Anna hélt góðum tengslum við uppruna sinn, hvort heldur sem var að hitta ættingja fyrir vestan, sækja nemendamót á Ísafirði, fara á Sólarkaffi Ísfirðingafélags- ins í Reykjavík eða messu Ísfirð- inga í Reykjavík. Anna var alúð- leg, hafði góða nærveru og naut sín vel í félagsskap fólks. Hin seinni ár hélt Anna heimili með syni sínum Gunnari Jóni og stóð þétt við bakið á honum í bar- áttu hans við MS-sjúkdóminn. Aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með samvinnu þeirra í gegnum árin. Í desember 2016 greindist Anna með krabbamein í lungum sem nú hefur lagt hana að velli. Við sem fylgdumst með veik- indum hennar úr fjarlægð vissum að brugðið gæti til beggja vona en engu að síður grunaði okkur ekki þegar hún var lögð inn á spítala þann fimmta júlí síðastliðinn að fjórum dögum síðar hefði hún kvatt þennan heim. Hún var ekki vön að bera sorgir sínar á torg, hvorki eigin veikindi né önnur áföll í lífinu. Nú þegar Anna er kvödd er mér efst í huga þakklæti fyrir samverustundir með henni og fjölskyldu hennar. Einnig er ég þakklátur fyrir hversu trausta og góða vináttu hún ræktaði við móð- ur mína, Ernu Sigurbaldursdótt- ur, og föður minn, Sigurð Hólm Þorsteinsson. Ég vil að endingu votta sonum Önnu, þeim Gunnari, Guðmundi og Þorleifi, ásamt fjölskyldum þeirra innilega samúð mína við fráfall ástkærrar móður. Pétur Örn Sigurðsson. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þegar komin er sú stund að kveðja streyma dýrmætar minn- ingar um hugann sem ég er þakk- lát fyrir. Það var haustkvöld í september fyrir 40 árum sem ég kynntist Önnu fyrst þegar ég kom inn á hennar heimili í þeim til- gangi að hitta systurson hennar sem var gestkomandi hjá frænku sinni. Nýkomin til borgarinnar frá Hnífsdal. Þá bjuggu Anna og Alf- ons í Mosgerðinu. Ég var 17 ára stelpuskott og svakalega fullorðin að mér fannst og nýbyrjuð að vera með Kidda. Daginn eftir var mér boðið í mat. Hrefnukjöt var í mat- inn og var það í fyrsta skipti sem ég smakkaði slíkt kjöt, skrýtið var það á bragðið en ekki vont. Við Anna náðum strax saman þrátt fyrir aldursmun og frá þessari stundu tókst á með okkur mikil vinátta sem varði alla tíð. Ég fann strax að það var eitt- hvað sérstakt og mjög kærleiks- ríkt samband á milli Önnu og Kidda míns, ,„ljósubarnsins“ hennar eins og hún kallaði hann svo oft og hann hana á móti „ljós- una“ sína og svo hlógu þau saman svo innilega en þetta var grín á milli þeirra þar sem Anna ætlaði að taka á móti honum þegar hann fæddist en hafði sofið af sér fæð- ingu systursonarins. Ég held að ég hafi hitt flesta ættingja tengdamóður minnar í fyrsta sinn í Mosgerðinu hjá Önnu og Alfonsi. Þar sem gesta- gangur var mjög mikill, dyrnar stóðu alltaf opnar fyrir ætt- ingjana og vinina hvaðan sem þeir komu, hvort sem það var í gist- ingu, kaffispjalli eða mat. Anna var börnum okkar Kidda sem önnur amma. Minnisstæð er næturpössun Héðins og Ásgeirs þegar þeir plötuðu Önnu til að leyfa þeim að fara í bað þó svo að þeir væru nýkomnir úr baði heim- an frá sér. Þeim fannst bara bað- karið svo flott á litinn en það var blátt og stóri björgunarhringur- inn svo spennandi. Alsælir og velgreiddir drengir sofnuðu í drifhvítum rúmfötum angandi af ferskri útilykt. Eitt af því sem Önnu þótti alveg svakalega gam- an, var að hengja þvott út á snúr- ur. Öllu raðað eftir stærð og ekki mátti peysa eða bolur vera á milli tvennra buxna, það leit ekki vel út á snúrunum. Eftir þessu hef ég farið, tileinkaði mér vinnulag Önnu með þvottinn á snúrunum. Anna kom til dyranna eins og hún var klædd, deildi samt í hófi með manni sorgum sínum og gleði en aldrei bar á sjálfsvor- kunn í fari hennar þrátt fyrir missinn í lífi hennar. Yndislega Anna mín, takk fyrir vináttuna, traustið og virðinguna. Elsku Gunnar, Gummi, Diddi, Lovísa, Hrafnhildur Anna, Agnes Lára og Atli. Guð gefi ykkur styrk á erfiðri stundu Anna Rósa Bjarnadóttir. Anna Þorleifsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.