Morgunblaðið - 19.07.2017, Page 11

Morgunblaðið - 19.07.2017, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017 Ólafur H. Torfason, rit- höfundur og fjölmiðla- maður, lést sl. mánudag, á sjötugasta aldursári. Árið 2009 greindist Ólaf- ur með Parkinsons- sjúkdóm og síðar með krabbamein og Lewy body-heilabilunar- sjúkdóm. Hann dvaldi á Droplaugarstöðum síð- ustu ár ævinnar. Ólafur H. Torfason fæddist í Reykjavík 27. júlí 1947. Foreldrar hans voru Jóhanna Gunnars húsmóðir og Torfi Ólafsson, deildarstjóri í Seðlabanka Íslands, sem er látinn. Ólafur varð stúdent frá MR 1969 og stundaði nám í kvikmynda- og fjöl- miðlafræði við Kaupmannahafnar- háskóla 1970-73. Hann starfaði meðal annars sem kennari, fjölmiðlamaður, kvikmyndafræðingur og kvikmynda- gagnrýnandi. Auk þess lagði hann stund á myndlist og fékkst við fræði- störf og ritstörf af ýmsu tagi. Ólafur var kennari í Stykkishólmi 1975-82 og fréttaritari DV og Þjóð- viljans þar. Hann var blaða- og frétta- maður á Akureyri 1982-86, sá um út- gáfu á tímaritinu Heima er bezt og Árbók Akureyrar, var dagskrárgerð- armaður fyrir RÚVAK og fréttamað- ur Ríkissjónvarpsins á Akureyri. Hann var forstöðumaður Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins 1986- 89. Ólafur var ritstjóri Þjóðviljans 1989-91, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV 1991-92 og kvikmyndagagnrýn- andi Rásar 2 frá 1987. Hann starfaði einnig að kynningarmálum fyrir Listasafn Íslands. Ólafur gerði stutt- ræmur, sjónvarpsþætti og fjölda útvarpsþátta, hélt átta myndlistar- sýningar og tók þátt í samsýningum. Hann kynnti íslenska kvik- myndagerð í ræðu og riti, jafnt hér- lendis sem erlendis. Eftir Ólaf komu út bækurnar Kaþ- ólskur annáll Íslands, Heimildarskrá um Rómarkirkju á Íslandi, Ekkert mál, ævisaga Jóns Páls Sigmars- sonar, Heilagur Marteinn frá Tours, St. Jósefssystur á Íslandi 1896-1996 og Nokkrir Íslandskrossar. Ólafur var kvæntur Signýju Páls- dóttur, skrifstofustjóra skrifstofu menningarmála hjá Reykjavíkur- borg, frá 1969 til 1991. Börn þeirra sem lifa eru Melkorka Tekla leiklist- arráðunautur, Torfi Frans, viðskipta- þróunarstjóri CCP, og Guðrún Jó- hanna söngkona. Sambýliskona Ólafs 1995-2003 var Þorgerður Sigurðardóttir myndlist- armaður og sambýliskona hans frá 2005 Sigríður Dóra Jóhannsdóttir myndlistarmaður. Andlát Ólafur H. Torfason SVIÐSLJÓS Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Sölufélag garðyrkjumanna fagnaði í gær nýrri uppskeru af íslenskum kartöflum í tilefni þess að verið er að dreifa henni í verslanir á höfuðborg- arsvæðinu þessa daganna. Uppskeruhátíðin fór fram í kartöflu- geymslunum við Ártúnsholt. Gunnlaugur Karlsson, fram- kvæmdastjóri Sölufélags garðyrkju- manna, segir staðsetninguna hafa ver- ið valda með tilliti til sögu hússins. Frá 1946 til 2003, eða í 57 ár, var húsið í hlutverki kartöflugeymslu. Kristinn Brynjólfsson arkitekt er eigandi húss- ins. Hann segir að unnið hafi verið að endurbótum á húsinu og áformað sé að opna þar veitingastað og hönnunar- og listasmiðjur á næstu mánuðum. Hægvaxandi kartöflur betri Í Sölufélagi garðyrkjumanna eru 60 til 70 ræktendur, að sögn Gunn- laugs framkvæmdastjóra. Hann segir að eftir að farið var að merkja á síð- asta ári hvaðan kartöflurnar koma þá leggi bændur sig meira fram. „Bestu kartöflurnar eru hjá sam- heldnum hjónum, með eðlilegum undantekningum. Það er ekki síður konan sem hefur auga fyrir gæða- málunum,“ segir Gunnlaugur. Hann reiknar með að uppskeruhátíðin verði haldin árlega þegar kartöflur berast í verslanir á Reykjavík- ursvæðinu. „Hver veit nema almenn- ingur taki næst þátt í gleðinni,“ segir Gunnlaugur og bætir við að þó sum- arið hafi verið kalt komi það ekki að sök fyrir kartöfluuppskeruna. „Venjulega eru fyrstu kartöflurnar teknar upp 10. til 15. júlí. Þegar kalt er vaxa þær hægt og þá eru gæðin meiri.“ Kristín Lind Sveinsdóttir, mark- aðsstjóri Sölufélags garðyrkju- manna, segir íslenskar kartöflur ræktaðar í hreinum og ferskum jarðvegi þar sem ekki sé notað skor- dýraeitur. „Kartöflurnar eru fersk- ar þar sem ekki þarf að flytja þær um langan veg,“ segir Kristín Lind. Undir þetta tekur Knútur Rafn Ár- mann, stjórnarformaður Sölufélags- ins og garðyrkjubóndi í Friðheimum. „Mér finnst mikilvægt að sem ábyrg- ir jarðarbúar getum við ræktað garð- inn hjá okkur í stað þess að flytja matvæli langar vegalengdir með til- heyrandi djúpu kolefnisspori og mengun. Kartöflur eru gott dæmi.“ Ylfa Helgadóttir og Georg Arnar Halldórsson frá íslenska kokkalands- liðinu reiddu fram girnilega kartöflu- rétti á uppskeruhátíðinni. Þau eru sammála um að það sé eitthvað eld- gamalt og rómantískt við kartöflur. „Nýuppteknar með salti og smjöri eru þær í sinni bestu mynd.“ Kartöflur samhentra hjóna bestar  Kartöfluuppskeran komin til Reykjavíkur  Gamaldags og rómantískt  Veitingastaður í kart- öflugeymslunum  Kolefnissparnaður  Nýuppteknar í sinni bestu mynd  Hreinn jarðvegur Morgunblaðið/Golli Kartöflur Gestir gæða sér á girnilegum kartöfluréttum. Landsliðskokkarnir Ylfa Helgadóttir og Georg Arnar Hall- dórsson sáu um matreiðslu á uppskeruhátíð kartöflubænda í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku. Gunnlaugur Karlsson, fram- kvæmdastjóri Sölufélags garð- yrkjumanna, segir nauðsynlegt að sjóða kartöflur á réttan hátt. „Það hljómar einkennilega að leiðbeina fólki um það hvernig eigi að sjóða kartöflur. En það er gríðarlega mikilvægt að vita að þegar nýjar kartöflur eru soðnar þá þurfa þær ekki nema 15 til 20 mínútna suðu. Það er gott að salta vel og um leið og kartöflurnar eru tilbúnar á að taka af þeim vatnið – strax,“ segir Gunnlaugur og ítrekar að vatninu þurfi að hella af um leið og kartöflurnar eru nægjanlega soðnar, og passa sig á heitri gufunni. „Tvistið er að láta kart- öflurnar ekki liggja of lengi í soðinu.“ Suðan skiptir höfuðmáli RÉTTA AÐFERÐIN Uppskera Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkju- manna, og Kristján Gestsson kartöflubóndi með nýuppteknar kartöflur. Björgunarsveitir af Suðurlandi fundu í gær göngumann sem var orðinn þrekaður og kaldur eftir útiveru á Fimmvörðuhálsi. Sam- kvæmt upplýsingum frá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg er um að ræða 34 ára karlmann frá Bandaríkjunum og er hann sagður vanur göngumaður. Þegar björg- unarmenn á sexhjólum komu að honum var maðurinn blautur og með skjálfta. Björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan hálffjögur og var búið að finna manninn innan við tveimur tímum síðar. Mjög vont veður var á svæðinu, mikil rigning og hávaðarok. Gönguhópar voru sendir til leitar frá Skógum og úr Básum, en sem fyrr segir voru það leitarmenn á sexhjólum sem fundu göngumanninn. Honum var í kjöl- farið komið til móts við björgunar- sveitarbíl rétt sunnan við Fimm- vörðuháls sem svo ók honum til byggða. Manni bjargað á Fimmvörðuhálsi Leit Stuttan tíma tók að finna manninn. Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni.is – sjö viftur í einni Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB) Valin besta nýja vara ársins, Nordbygg 2016 Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými. Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð og framleidd í Svíþjóð. Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Opið virka daga kl. 8.30-16.30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.