Morgunblaðið - 19.07.2017, Page 13

Morgunblaðið - 19.07.2017, Page 13
sín fyrstu smáskilaboð árið 2005 þegar hún sendi barnabarni sínu, Harry prins, hamingjuóskir með 21 árs afmæli hans. Drottningin sjón- varpar einnig jólakveðju sinni ár- lega. Þá hefur hún sent um það bil 45 þúsund jólakort og fengið send yfir 3,5 milljónir bréfa frá fólki alls staðar að úr heiminum sem henni þykir gaman að lesa þegar hennar bíða engar opinberar skyldur. Les glæpasögur í frítíma sínum Þvert á glamúrímyndina sem margir hafa af drottningunni er hún lærður bifvélavirki en hún þjónaði sem slíkur í breska hernum á sínum yngri árum og er sögð hafa elskað að klæða sig í galla og skíta sig alla út af olíu, hálf ofan í vélarhúddi bíls. Þá er hún hvorki skyldug til þess að eiga ökuskírteini né vera með bíl- belti, en þrátt fyrir skort á skírtein- inu lætur hún það ekki stoppa sig í að keyra. Elísabet þarf heldur ekki á vegabréfi að halda þegar hún ferðast erlendis, þar sem öll bresk vegabréf eru gefin út í hennar nafni. Drottningin nýtur þess að fá sér stöku sinnum í glas og er ást hennar á gini vel þekkt. Hún er hins vegar lítt hrifin af kampavíni og tekur aðeins örlítinn sopa þegar henni er boðið slíkt. Hún talar reip- rennandi frönsku og hefur oft haldið heilu ræðurnar á því tungumáli án nokkurra vandkvæða, en frönskuna lærði hún sjálf með því að hlusta á og tala við franska sendiherra og aðra opinbera starfsmenn Frakk- lands. Barnabarn hennar, Vil- hjálmur prins, hefur sagt að amma sín skemmti sér oft yfir eftirherm- um grínistans Ali G og hlæi mikið að honum. Þá var lögregluþátturinn Kojak í miklu uppáhaldi hjá drottn- ingunni á sínum tíma, auk þess sem hún les glæpasögur þegar henni gefst tími til. Elísabet hefur setið fyrir á 129 málverkum, fyrst árið 1933 þegar hún var sjö ára gömul. Einnig hefur hið fræga vaxmynda- safn, Madame Tussauds, gert 22 vaxstyttur af drottningunni, sú fyrsta leit dagsins ljós þegar El- ísabet var aðeins tveggja ára. Hún á fjögur börn, átta barna- börn og fimm barnabarnabörn sem hún nýtur þess að eyða tíma með og taka ljósmyndir af, en þar að auki er hún guðmóðir þrjátíu barna í kon- ungsfjölskyldum víðs vegar um heiminn. AFP Brosmild Elísabet II. er heilsuhraust þrátt fyrir háan aldur og sinnir enn opinberum skyldum á 92. aldursári. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017 Hið fallega blóm rósin hefur glatt fólk í gegnum aldirnar og hefur áhugi almennings á þessu fallega blómi vaxið jafnt og þétt. Talið er að nokkur hundruð tegundir og yrki rósa geti þrifist hérlendis. Fimmtudaginn 20. júlí næstkomandi verður gróður- ganga um trjásafnið í Meltungu þar sem fjöldi rósa verður skoðaður. Lagt verður af stað frá Lystihúsinu í Yndisgarðinum klukkan 17:30 og verður leiðsögn í höndum Samsonar B. Harðarsonar, verkefnastjóra Ynd- isgróðurs, og Friðriks Baldurssonar, garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar. Á Facebook-síðu viðburðarins kem- ur fram að gönguleiðin henti vel frísku fólki en áætlað er að göngunni ljúki við Kjarrhólma um klukkan 19:00 og eru áhugasamir hvattir til þess að láta þennan einstaka viðburð ekki framhjá sér fara. Rósaganga í Kópavogi Morgunblaðið/RAX Rósir Þetta fallega blóm hefur yljað mörgum um hjartarætur í gegnum tíðina. Rósir bæði bæta og kæta Hinn dáði listamaður Herbie Hancock kemur fram ásamt hljómsveit í Hörpu fimmtudaginn 20. júlí klukkan 20:00 og gefst Íslendingum því tækifæri á að hlýða á tónlist hans. Auk Han- cocks verða á sviðinu þeir Vinnie Colaiuta, James Genus, Lionel Lou- eke og Terrace Martin. Hancock er einn þekktasti listamaður nútíma- tónlistar og á meira en hálfrar aldar starf að baki. Hann var meðlimur í hinum fræga Miles David Quintet sem ruddi braut- ina fyrir þróun djassins og á face- booksíðu viðburðarins í Hörpu segir að Hancock hafi blandað margvís- legum tónlistarstefnum saman, svo sem rokki, fönki og rafeindatónlist. Tónlist hans heldur áfram að gleðja fólk um heim allan og hafa margir djasspíanóleikarar sótt í smiðju hans. Hancock státar af hvorki meira né minna en fjórtán Grammy-verðlaunum og má því með sanni segja að um sannkallaðan risa í tónlist sé að ræða. Herbie Hancock kemur fram í Hörpu 20. júlí Listamaður Herbie Hancock er heimsfrægur tónlistarmaður. Margfaldur Grammy-verðlauna- hafi spilar fyrir landann Sannfærandi rödd Martin Luther King ómar um ganga Tate Modern- gallerísins í London. Sýning sem haldin er í galleríinu þessa dagana sýnir í fyrsta skipti að byltingin í Bandaríkjunum árið 1963 gat af sér ótal listamenn sem máluðu, mótuðu, prentuðu og tóku ljósmyndir. Þetta kemur fram á vef The Gu- ardian. Sýningarstjórinn Mark God- frey sagði að sýningin, Sál þjóðar (e. Soul of a Nation), hefði orðið til vegna áhuga Tate-safnsins á að draga meiri list frá samfélagi svartra frá þessum tíma fram í dagsljósið. „Spurningin: Er til svört list? ómar hér um alla ganga. Svarið við þeirri spurningu er mismunandi eftir hverjum listamanni,“ sagði Godfrey. Og hann heldur áfram: „Sýningin Sál þjóðar reynir að fanga kjarnann í því hvað það þýddi að vera svartur og vera listamaður á tímum bylting- arinnar, frá árinu 1963 þegar hug- myndin um byltingu var að fæðast í Bandaríkjunum, og allt til ársins 1983. Byltingarkennd list í Tate Modern í London Sýningin Sál þjóðar fangar samfélag svartra fyrir hálfri öld Baráttumaður Martin Luther King barðist ötullega fyrir réttindum svartra. Elísabet II. Englandsdrottning hefur ríkt lengst allra þjóðhöfðingja í sögu Bretlands. Röð atvika olli því að Elísabet varð drottning. Albert prins, afabróðir Elísabetar, lést áður en hann gat tekið við krúnunni og var afi Elísabetar, George fimmti Englandskonungur, krýndur í hans stað. Elsti sonur George, Edward áttundi, afsalaði sér krúnunni eftir lát föður síns, til þess að giftast ástkonu sinni, hinni bandarísku Wallis Simpson, og við það var faðir Elísabetar, George sjötti, krýndur konungur. Elísabet tók við þegar hann lést árið 1953 og hefur ríkt síðan þá. Enginn ríkt lengur RÖÐ ATVIKA RÉÐ ÞVÍ AÐ ELÍSABET VAR KRÝND Drottning Elísabet II er bæði elskuð og dáð. www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 LIPUR GRIPUR OKKUR TIL MIKILLAR ÁNÆGJU GETUM VIÐ NÚ ENGIN GETUR BETUR! KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ! Fáðu nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar Reykjavík: 414-0000 - Akureyri: 464-8600 - vegna sérstakara samninga við Avanttecno í Finnlandi - boðið Avant 745 vélina með nýja „OPTIDRIVE“ vökvakerfinu á EINSTAKLEGA HAGSTÆÐU VERÐI. • 60% færri vökvatengingar í kerfinu • 20% færri vökvaslöngur • Betra og skilvirkara vökvakerfi • OG MARGT FLEIRA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.