Morgunblaðið - 19.07.2017, Page 14

Morgunblaðið - 19.07.2017, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017 „Það voru Íslendingar alls staðar fyrir leikinn í gær. Maður sá nán- ast enga nema Íslendinga,“ segir Kjartan Már Hallkelsson, hjá Áfram Ísland. Kjartan var staddur í Tilburg og seldi varning til íslensku stuðn- ingsmannana fyrir leikinn gegn Frökkum. Hann segir að stemn- ingin fyrir leik hafi verið afar góð. „Fólk var mætt alveg sex klukkutímum fyrir leik til þess að drekka í sig stemninguna og hita upp fyrir leikinn. Þetta fór því mjög vel af stað og hélst þannig út daginn.“ Hann segir söluna hafa hafist af miklum krafti í gær og greinilegt sé að mikil stemning sé fyrir mótinu meðal íslensku stuðnings- mannanna. „Við mættum og byrj- uðum að selja varning þegar aðdá- endasvæðið var opnað klukkan eitt. Ásóknin í að kaupa vörur varð strax mjög mikil og jókst síð- an bara eftir því sem leið á dag- inn,“ segir Kjartan sem vonast til þess að þessi frábæra stemning haldist út mótið. aronthordur@mbl.is Frábær stemning fyrir leik Fjör Íslendingar voru áberandi.  Íslendingar í miklum meirihluta Ekki er hægt að segja að veðrið hafi dregið fólk að EM-torginu á Ingólfstorgi til þess að fylgjast með fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu, sem fram fer í Hollandi. Þrátt fyrir óspennandi veður voru þó nokkrir dyggir stuðningsmenn mættir á Ingólfstorg til þess að hvetja kvennalandsliðið áfram. Þá var fjöldi erlendra ferðamanna staddur á EM-torginu. Tóku ferða- mennirnir virkan þátt í stuðningnum, m.a. víkingaklappinu. Einnig var þétt- setið innandyra á nærliggjandi stöðum, sem sýndu leikinn. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins gerðu sér ferð á EM-torgið til þess að taka stöðuna á því fólki, sem fylgdist með leik íslenska liðsins gegn því franska. Mikill hugur var í fólki fyrir möguleikum Íslands á Evrópumótinu í Hollandi. Gráleitt veður á EM-torginu „Íslendingar voru í miklum meiri- hluta fyrir leikinn í gær og stemn- ingin var alveg frábær,“ segir Þór Bæring Ólafsson, hjá Gaman Ferð- um, sem staddur var á Frakka- leiknum ásamt 20 manna hópi. Hann segir að stemningin fyrir leik hafi verið afar góð. „Við lögð- um snemma af stað í rútu og vor- um mætt vel fyrir leik á aðdáenda- svæðið til þess að skoða okkur um og hita upp fyrir leikinn. Það var fjöldinn allur af Íslendingum hérna og stemningin hrikalega góð, þetta var því allt til fyrirmyndar,“ segir Þór Bæring og bætir við að veðrið hafa leikið við íslensku stuðnings- mennina fyrir leik. „Það var alveg frábært veður, ég held að það hafi verið um 25 stiga hiti og glampandi sól sem hélst al- veg fram að leik.“ Hann segir mikla spennu ríkja fyrir næstu leikjum landsliðsins í keppninni. „Við erum 20 manns sem ætlum okkur á alla leikina en þess utan erum við hjá Gaman Ferðum með tæplega 100 manns sem ætla sér á annan af næstu tveimur leikjum. Það verður gam- an að sjá hvernig mótið þróast í næstu leikjum liðsins en það er al- veg ljóst að það er nóg eftir af þessu,“ sagði Þór Bæring að lok- um. aronthordur@mbl.is Ljósmynd/Gaman Ferðir Hópurinn Þór var staddur ásamt 20 manns á leiknum í gær. Hann segir stemninguna sem myndaðist fyrir leik Íslands í gær hafa verið frábæra. Íslendingar máluðu bæinn bláan EM KVENNA Í FÓTBOLTA 2017 Hoist Vinnulyftur • Víkurhvarf 4 • Sími 517 6000 • hoist@hoist.is • www.hoist.is Umboðsaðili Alimak Hek á Íslandi Turnlyftur Sala og þjónusta Sérhæfum okkur í sölu og þjónustu á lyftum af öllum stærðum og gerðum 517 6000 „Ég hef fulla trú á íslenska liðinu, eins og alltaf,“ segir Kristinn Jónsson, gjaldkeri Tólfunnar, en hann var mættur á EM- torgið ásamt nokkrum kollegum sínum er Morgunblaðið bar þar að garði. Nokkrir meðlimir stuðningssveitar Tólfunnar eru staddir í Hollandi, en að sögn Kristins mun sveitin einnig halda uppi stemningu á EM-torginu. Aðspurður segir Kristinn að íslenska kvennalandsliðið muni a.m.k. ná í 8-liða úrslit á Evrópumótinu í Hol- landi. Þá segist hann vera viss um að mun fleira fólk mæti á laugardaginn þegar Ís- land mætir Sviss, en töluvert betra veðri er spáð í Reykjavík um helgina. „Við stefnum á að koma með trommur og læti á laugardaginn, og halda uppi mjög góðri stemningu,“ segir Kristinn. axel@mbl.is Morgunblaðið/Hanna Stuð Kristinn Jónsson, gjaldkeri Tólfunnar, segir sveitina ætla að halda uppi góðri stemningu. Tólfan heldur uppi stemn- ingunni á Ingólfstorgi Ari Viðar Hróbjartsson var mjög ánægður með leik íslenska liðsins þegar hann gaf sig á tal við Morg- unblaðið við upphaf seinni hálf- leiks. „Við vinnum mótið,“ segir Ari um hve langt liðið nær. Hann hyggst halda áfram að mæta á leiki Íslands á EM-torginu, en Ari var einnig tíður gestur á torginu þegar EM í Frakklandi fór fram í fyrra. Sáttur Ari Viðar Hróbjartsson var ánægður með spilamennsku landsliðsins. Segir að íslenska landsliðið muni vinna EM Hrafnhildur Arnórsdóttir segist vera ánægð með hve mikill áhugi og umfjöllun sé í kringum íslenska kvennalandsliðið fyrir Evrópu- mótið í ár. „Ég vona að það haldi áfram eftir þetta mót,“ segir hún. Spurð um möguleika Íslands á EM, segir hún erfitt að spá fyrir um það, en segist hins vegar hafa mikla trú á liðinu og að það geti náð langt. Bros Hrafnhildur Arnórsdóttir var mætt á EM-torgið til þess að fylgjast með. Ánægð með áhugann sem hefur myndast

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.