Morgunblaðið - 19.07.2017, Blaðsíða 16
16 VIÐSKIPTIViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017
RAFMAGNER
OKKAR FAG
RAFLAGNAEFNI • TÖLVULAGNAEFNI
LJÓSLEIÐARABÚNAÐUR • LÝSINGABÚNAÐUR
IÐNSTÝRIBÚNAÐUR • STRENGIR OG KAPLAR
Heildarlausnir á sviði raf- og lýsingarbúnaðar
Smiðjuvegi 5 - 200 Kópavogi - Sími 535 1200 • Iðavöllum 12 - 260 Reykjanesbæ - Sími 421 6526
Eyrarvegi 42 - 800 Selfossi - Sími 483 5200 • Hjalteyrargötu 4 - 600 Akureyri - Sími 455 1200
Sólvangi 7 - 700 Egilsstöðum - Sími 470 3120 • Netfang: sala@iskraft.is
Skoðaðu úrvalið okkar á iskraft.is
19. júlí 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 103.05 103.55 103.3
Sterlingspund 134.7 135.36 135.03
Kanadadalur 81.36 81.84 81.6
Dönsk króna 15.873 15.965 15.919
Norsk króna 12.609 12.683 12.646
Sænsk króna 12.365 12.437 12.401
Svissn. franki 106.98 107.58 107.28
Japanskt jen 0.9162 0.9216 0.9189
SDR 143.59 144.45 144.02
Evra 118.05 118.71 118.38
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 145.8676
Hrávöruverð
Gull 1237.1 ($/únsa)
Ál 1900.5 ($/tonn) LME
Hráolía 49.14 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Tryggingamiðstöðin (TM) sendi
afkomuviðvörun til Kauphallarinn-
ar síðdegis í gær þar sem fram kem-
ur að við vinnslu árshlutauppgjörs
annars ársfjórðungs hafi komið í ljós
að tjónakostnaður félagsins var mun
hærri en spáð hafði verið. Segir í til-
kynningunni að stærsta frávikinu
valdi óhagstæð þróun eldri slysa-
tjóna.
Í afkomuviðvöruninni kemur fram
að gert sé ráð fyrir því að hagnaður
TM fyrir tekjuskatt verði 676 millj-
ónir króna á öðrum ársfjórðungi í
stað 1.209 milljóna króna sem áður
hafði verið spáð. Þá er gert ráð fyrir
að samsett hlutfall ársfjórðungsins
verði 106% í stað 94% eins og spáð
var.
Tjónakostnaður
mun draga úr
hagnaði TM
STUTT
BAKSVIÐ
Gísli Rúnar Gíslason
gislirunar@mbl.is
Samkeppniseftirlitið hefur ógilt
áformaðan samruna Haga og Lyfju
á þeim grundvelli að samruninn
hefði hindrað virka samkeppni með
því að markaðsráðandi staða Haga
á tilteknum mörkuðum hefði
styrkst.
„Þessi ákvörð-
un er byggð á
mjög ítarlegri
rannsókn sem
hófst í febrúar
síðastliðnum.
Samruninn tek-
ur til nokkurra
markaða, suma
þeirra þekkjum
við vel eins og
dagvörumarkað-
inn og lyfjamarkaðinn, en við höf-
um ekki rannsakað hreinlætis- og
snyrtivörumarkaðinn eins ítarlega
og við gerðum núna þar sem sá
markaður hefur lítið komið til um-
fjöllunar hjá Samkeppniseftirlitinu
áður,“ segir Páll Gunnar Pálsson,
forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Í niðurstöðum Samkeppniseftir-
litsins segir að samruninn hefði
verið til þess fallinn að skapa al-
varleg samkeppnisvandamál og
hindra þar með virka samkeppni.
„Hagar og Lyfja eru mjög nánir og
mikilvægir aðilar á hreinlætis- og
snyrtivörumarkaði og samruninn
hefði leitt til þess að í raun og veru
hefði keppinautur horfið út af
markaðnum. Á sumum landsvæð-
um hefði þá aðeins verið einn
keppinautur eftir. Þar að auki
hefðu Hagar styrkt markaðsráð-
andi stöðu sína á dagvörumarkaði,“
segir Páll Gunnar.
Skoðuðu Costco sérstaklega
Í ákvörðun Samkeppniseftirlits-
ins segir að í samrunaskrá félag-
anna hafi nokkuð verið gert úr inn-
komu Costco og áhrifum
fyrirtækisins á alla þá markaði sem
til skoðunar voru vegna samrun-
ans. Þar var meðal annars rakið að
Hagar og Lyfja hefðu talið ljóst að
Costo kæmi til með að hafa mikil
áhrif á alla markaði sem til skoð-
unar voru og að samruninn mundi
gera þeim betur kleift að veita
Costco samkeppni. Það var aftur á
móti mat Samkeppniseftirlitsins að
ekki væri tilefni til þess að ætla að
innkoma Costco myndi draga veru-
lega úr markaðsstyrk Lyfju og
Haga á þeim mörkuðum sem til
skoðunar voru, líkt og fyrirtækin
héldu fram.
„Áhrif Costco á þessa markaði
voru skoðuð ítarlega að því marki
sem það er hægt. Að kröfu sam-
runaaðila tókum við áhrif Costco
síðan til enn frekari skoðunar í lok
rannsóknarinnar þegar verslunin
hafði verið opin í nokkrar vikur.
Niðurstaðan af því var sú að á
hreinlætis- og snyrtivörumarkaði
og heilsuvörumarkaði eru áhrif
Costco lítil og ekki fyrirsjáanlegt
að þau verði mikil á næstunni,“
segir Páll Gunnar.
Markaðurinn kom á óvart
Í tilkynningu Samkeppniseftir-
litsins segir að á mörkuðum í smá-
sölu á hreinlætis- og snyrtivörum,
markaði fyrir vítamín, bætiefni og
steinefni og markaði fyrir mat- og
drykkjarvörur í flokki heilsuvöru
sé veltan samtals 20 milljarðar
króna á ári og að þar séu Hagar og
Lyfja nánir keppinautar.
„Það kom nú kannski á óvart að
hreinlætis- og snyrtivörumarkaður
er allstór hluti af veltu Lyfju. Það
er heilmikið vöruúrval af bæði al-
mennum og fínni hreinlætis- og
snyrtivörum í verslunum þeirra og
í stærri apótekum er lagt upp úr
þjónustunni á svipaðan hátt og
gert er í Hagkaupsverslunum.“
Hagar kynna sér niðurstöður
Finnur Árnason, forstjóri Haga,
sagði ákvörðun Samkeppniseftir-
litsins vera viðamikla og að Hagar
væru enn að fara yfir hana. Engin
ákvörðun hefði því verið tekin um
hvort málinu yrði áfrýjað en Hagar
hafa fjórar vikur til að ákveða
hvort ákvörðunin verði kærð til
áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Hlutabréf Haga lækkuðu um
tæp 4% á fyrsta hálftímanum eftir
opnun Kauphallarinnar í gær en í
lok dags nam heildarlækkunin yfir
daginn 1,52% og velta með hluta-
bréf félagsins rúmum 211 milljón-
um króna.
Samruni við Lyfju skapar
samkeppnisvandamál
Morgunblaðið/Ómar
Eftirlit Hreinlætis- og snyrtivörumarkaður hefur lítið verið skoðaður áður.
Samruninn ógiltur
» Kaup Haga á Lyfju voru til-
kynnt þann 17. nóvember á síð-
asta ári en þá var gert ráð fyrir
að gengið yrði frá viðskiptum
fyrir 1. júlí síðastliðinn.
» Heildarverðmæti Lyfju við
gerð kaupsamnings var 6,7
milljarðar króna.
» Kaupsamningurinn var und-
irritaður með fyrirvara um nið-
urstöður áreiðanleikakönnunar
og samþykki Samkeppniseftir-
litsins.
Samkeppniseftirlitið telur stöðu Haga markaðsráðandi óháð innkomu Costco
Páll Gunnar
Pálsson
Gengi bandaríkjadals gaf verulega
eftir í gær og hefur það ekki verið
lægra í tíu mánuði. Lækkunina má
einkum rekja til aukinna efasemda
fjárfesta um að ríkisstjórn Donalds
Trump takist að ná í gegn aðgerðum
til þess að örva hagkerfið, í ljósi þess
að henni mistókst að koma í gegnum
Bandaríkjaþing breytingum á heil-
brigðiskerfinu.
Í kjölfar kosningasigurs Trumps í
nóvember fór gengi dollarans, sem
og hlutabréfaverð, hækkandi. Fjár-
festar hafa vænst þess að í stjórnar-
tíð hans muni skattar verða lækkaðir
og útgjöld aukin, sem muni kynda
undir verðbólgu og drífa áfram efna-
hagsvöxt vestanhafs.
Breytingar Trumps á heilbrigðis-
kerfinu skapa grundvöll þess að unnt
verði að beina fjármunum til annarra
verkefna. Skýr andstaða við þau
áform, samhliða öðru andstreymi
sem Trump hefur þurft að glíma við
frá embættistöku, hefur hins vegar
aukið efasemdir fjárfesta um að
hann hafi burði til þess að koma stór-
tækum áætlunum sínum í verk.
Við þetta bætist að hagtölur í
Bandaríkjunum hafa ekki verið sér-
lega hagstæðar að undanförnu. Ný-
legar tölur um verðbólgu og smá-
söluverslun hafa orðið til þess að
sérfræðingar á skuldabréfamarkaði
telja að verulega hafi dregið úr líkum
á frekari vaxtahækkunum banda-
ríska seðlabankans á næstunni.
Evran fór í 1,15 dali í gær í fyrsta
sinn síðan í maí í fyrra. Evrópski
seðlabankinn mun halda vaxta-
ákvörðunarfund á fimmtudaginn
kemur en ekki er búist við því að
vextir verði hækkaðir í bráð.
AFP
Capitol Andstaðan við heilbrigðis-
frumvarpið er áfall fyrir Trump.
Dollarinn ekki
lægri í 10 mánuði
Efasemdir um
að Trump nái fram
skattalækkunum