Morgunblaðið - 19.07.2017, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
ViðskiptaráðÍslandshefur upp-
fært reiknivél
sína um hvar best
sé að búa, en hún
var fyrst kynnt árið 2015 og
vakti athygli á ólíkri skatt-
heimtu á milli sveitarfélaga.
Umræða um skattheimtu
sveitarfélaga og hvers kyns
gjaldtöku þeirra er mikilvæg,
enda vill oft gleymast að stór
og stækkandi hluti af þeim
sköttum og gjöldum sem al-
menningur greiðir rennur til
sveitarfélaganna. Þó að ríkið
setji sveitarfélögunum skorð-
ur þegar kemur að útsvari,
bæði efri og neðri mörk, en
síðarnefndu mörkin styðjast
við vafasöm rök, þá hafa
sveitarfélögin töluvert svig-
rúm þegar kemur að því að
ákveða álögur á íbúana.
Eitt af því sem miklu hefur
ráðið um þróun skattheimtu
sveitarfélaganna er þróun
fasteignaverðs í landinu. Um
það segir í umfjöllun Við-
skiptaráðs sem fylgir reikni-
vélinni: „Húsnæðisverð á
höfuðborgarsvæðinu hefur
hækkað hratt undanfarin ár
að nafnvirði. Sé horft til þró-
unarinnar frá árinu 2011,
þegar húsnæðisverð byrjaði
að taka við sér eftir lækkanir
árin áður, nemur hækkunin
yfir 88%. Nafnverðshækk-
anir segja þó einungis hálfa
söguna. Að jafnaði er leiðrétt
fyrir verðlagsbreytingum hér
á landi til þess að skoða raun-
verðshækkanir. Sé leiðrétt
fyrir vísitölu neysluverðs sést
að raunhækkun íbúðaverðs á
höfuðborgarsvæðinu er 54%
á tímabilinu. Ef tekið er mið
af launahækkunum á tíma-
bilinu og leiðrétt fyrir aukn-
um kaupmætti sökum þessa
nemur hækkunin tæpum
17%.
Ef litið er á landið allt má
sjá svipaða þróun á fasteigna-
markaðnum yfir sama tíma-
bil. Á síðustu 6 árum, eða frá
ársbyrjun 2011 til mars 2017
hækkaði nafnverð fjölbýlis
um tæp 79% og nafnverð sér-
býlis um 43%.“
Þetta eru miklar hækkanir
og að hluta til er ástæðu
þeirra að leita í skorti á hús-
næði, aðallega í Reykjavík.
Sá skortur er heimtilbúinn
hjá meirihluta borgarinnar,
sem hefur fylgt afar þröng-
sýnni stefnu þegar kemur að
uppbyggingu borgarinnar í
stað þess að leyfa henni að
vaxa og blómstra eins og að-
stæður hafa boðið upp á.
Vegna vægis Reykjavíkur
smitast þessi skortstefna yfir
í nágrannasveitarfélögin og
jafnvel lengra,
enda eru dæmi um
að fólk hafi hrak-
ist frá höfuðborg-
arsvæðinu vegna
húsnæðisskorts
og tekið þann kost að kaupa
ódýrara húsnæði annars
staðar og aka á milli. Í enn
fjarlægari sveitarfélögum
hækkar húsnæðisverð einnig
og stafar það af almennum
uppgangi í atvinnulífi, ekki
síst ferðaþjónustu.
Í skrifum Viðskiptaráðs er
bent á að hækkandi fast-
eignaverð hafi ekki aðeins
haft áhrif á kaupendur á fast-
eignamarkaði, því að fast-
eignamat húsnæðis um allt
land hafi hækkað í takt við
markaðshækkanir. „Sam-
kvæmt tölum frá Þjóðskrá Ís-
lands er mismunur á meðal-
fasteignamati húsnæðis á
Íslandi árið 2015 og því mati
sem tekur gildi um næstu
áramót 34%. Fasteignamat
húsnæðis í Reykjavík hefur
hækkað um 42% og 37% í
Kópavogi svo dæmi séu tekin.
Mest hefur hækkunin verið á
Borgarfirði eystri og Vopna-
firði, eða 45%.
Fasteignagjöld heimila
skiptast í fasteignaskatta,
lóðaleigu, sorphirðugjöld,
vatnsveitugjöld og frárennsl-
isgjöld. Hjá langflestum
sveitarfélögum leggjast þessi
gjöld á sem föst prósenta af
fasteignamati. Þessar álagn-
ingarprósentur hafa að mestu
leyti staðið í stað að undan-
förnu og hafa fasteignagjöld
því fylgt hækkandi fast-
eignamati að miklu leyti.“
Sú þróun sem þarna er lýst
er auðvitað stórkostlega
ámælisverð. Sveitarfélögin
hafa látið undir höfuð leggj-
ast að lækka fasteignagjöldin
í takti við hækkun fasteigna-
matsins og þannig laumað inn
skattahækkunum á íbúana. Í
tilviki Reykjavíkur, sem hef-
ur beinlínis stuðlað að hækk-
andi fasteignaverði með and-
stöðu sinni við nýbyggingar í
útjaðri borgarinnar, er málið
enn alvarlegra en hjá þeim
sveitarfélögum sem ekki bera
ábyrgð á verðþróuninni.
Full ástæða er til að skatt-
heimta og gjaldtaka sveitar-
félaganna verði ofarlega á
blaði í umræðum vegna sveit-
arstjórnarkosninganna sem
fram fara á næsta ári. Íbú-
arnir eiga ekki að þurfa að
þola það að búa við hæsta
leyfilega útsvar, hækkandi
fasteignaskatta og fjölda ann-
arra gjalda án þess að rætt sé
hvort og þá hvers vegna allar
þessar álögur séu nauðsyn-
legar.
Sveitarfélögin
laumast æ dýpra
í vasa íbúanna}
Miklar álögur
Í
greinasafninu The Ghost of Birds velt-
ir Eliot Weinberger meðal annars fyr-
ir sér sköpunarsögunni, eða réttara
sagt sköpunarsögunum, því þær eru
tvær í Biblíunni, og margar fleiri til ef
rýnt er í biblíuhandrit jafngömul eða eldri en
þau viðurkenndu. Weinberger ræðir um mis-
munandi sögur af eplinu sem þau Eva og
Adam skiptu með sér, en var víst ekkert epli.
(Ég lærði sem barn að það hefði verið epli sem
skýrist væntanlega af því að menn fóru
löngum frjálslega með orðið epli og notuðu yfir
ávexti almennt, sennilega líka ávöxt skilnings-
trésins.)
Því er þetta nefnt hér að þegar ég las ritgerð
Weinbergers fannst mér augnablik sem þetta
ólánsepli hlyti af hafa verið einhver ógeðs-
blendingur, sennilega amerískur og þá Red
Delicious.
Fyrir rúmum hundrað árum voru ræktuð um 7.000
eplaafbrigði í Bandaríkjunum, en þeim fækkaði ört þegar
komið var fram á miðja öldina og eru sennilega um 2.500 í
dag, þar með talin þau hundrað afbrigði sem ræktuð eru í
stórum stíl: Gala, Fuji, Cripps Pink / Pink Lady, Braeb-
urn, Jazz, Jonagold, Junami, Kanzi, Kiku, McIntosh og
Honeycrisp, svo nefnd séu nokkur sem ég hef rekist á í
búðum hér á landi. Glöggir hafa eflaust tekið eftir því að
ég nefni ekki þau epli sem algengust eru hér á landi, það
afbrigði sem ég minnist úr æsku minni, „jólaeplið“ Red
Delicious, enda er það varla epli lengur þó vinsælt sé.
Sagan af Red Delicious , sem ber með sér
einkenni þjóðsögu, segir að undir lok nítjándu
aldar hafi bóndi í Idaho rekist á sjálfsáð epli
og klippt það. Árið eftir kom það upp aftur og
enn var klippt. Þegar það birtist í þriðja sinn
leyfði hann því að vaxa og áratug síðar launaði
það lífgjöfina með ávexti sem varð að Red
Delicious.
Á fimmta áratugnum var Red Delicious
orðið vinsælasta epli Bandaríkjanna, aðallega
fyrir það að fyrirtækið sem keypti rækt-
unarréttinn að því lagði mikið fé í auglýsingar
og kynningu. Og ekki bara það, heldur hófust
menn handa um „endurbæta“ eplið.
Næstu áratugina urðu Red Delicious-epli
sífellt rauðari og stinnari, enda var fólk vanið
á það að því rauðara sem eplið væri því betra
væri það. Eftir því sem hýðið roðnaði þykkn-
aði það líka, sem var líka ætlunin, því epli með þykkt og
þétt hýði mátti geyma lengur, jafnvel mánuðum saman,
meira að segja heilt ár, án þess að það glataði lit og áferð
(skítt með bragðið). Kaupmenn, eða réttara sagt versl-
unarrisar, tóku þessu nýja epli vel því að þoldi hnjask og
hnoð betur en epli með þynnra hýði.
Af þessari þvælulegu eplasögu (fyrirgefðu, kæri les-
andi) má læra sitthvað og ekki bara það hve illt er að
treysta á kapítalismann. Helsti lærdómurinn er nefnilega
það hvernig fer þegar útlit er í öndvegi, hvernig Red Deli-
cious var ræktað til að verða meira aðlaðandi með hverju
árinu þar til það var orðið óætt. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Epli aldanna
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Afkoma sveitarfélaga varóvenju góð á árinu 2016og mun betri en fjárhags-áætlanir gerðu ráð fyrir.
Niðurstöður liggja fyrir um árs-
reikninga 63 af 74 sveitarfélögum
landsins fyrir árið 2016. Í þessum
sveitarfélögum búa vel yfir 99%
landsmanna.
Afgangur af rekstri A-hluta
nam 8,5 ma.kr., 3% af tekjum, á
árinu 2016, en 2015 nam rekstrar-
halli 15,5 milljörðum króna. Um-
skipti nema tæpum 24 milljörðum
króna.
Þetta kemur fram í fréttabréfi
hag- og upplýsingasviðs Sambands
íslenskra sveitarfélaga. Þar kemur
einnig fram að tekjur A-hlutans
hækkuðu í fyrra um 11,7% og gjöld
um 2,5%. Undir A-hluta starfsemi
sveitarfélaga falla verkefni sem að
mestu eru fjármögnuð af skatt-
tekjum. Laun og launatengd gjöld
sveitarfélaganna hækkuðu um 6,4%
á milli ára.
Raunlækkun skulda um 4,7%
Fram kemur í fréttabréfinu að
langtímaskuldir sveitarfélaga lækk-
uðu milli 2015 og 2016 um 4,8 millj-
arða króna, eða sem nemur 2,9%.
Fyrst og fremst sé um að ræða
verðtryggðar skuldir og er bent á
að hafa megi í huga að vísitala
neysluverðs hafi hækkað um 1,9%
frá janúar 2016 til jafnlengdar 2017.
Raunlækkun skulda sé því um
4,7%. Heildarskuldir, bæði til langs
og skamms tíma, hafi lækkað um
1,4%. Hafi þær numið 86,5% af
tekjum 2015 en 76,1% 2016 og svari
lækkunin til rösklega 10% af
tekjum. Skuldbindingar hins vegar
hafi aukist töluvert eða um 14,3%,
en lífeyrisskuldbindingar séu þar
langfyrirferðarmestar. „Heild-
arskuldir og skuldbindingar námu
299,4 ma.kr. í árslok 2016 sam-
anborið við 292,3 ma.kr. í árslok
2015 og nemur hækkunin 2,5%,“
segir í frétt Sambands íslenskra
sveitarfélaga um ársreikninga
sveitarfélaga 2016.
Ekki hægt annað
Halldór Halldórsson, oddviti
sjálfstæðismanna í borgarstjórn
Reykjavíkur, er formaður Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga.
Hann segir það ánægjulegt hversu
afkoma sveitarfélaga batnaði á milli
áranna 2015 og 2016.
„Ég orðaði það þannig, þegar
meirihlutinn í borgarstjórn var að
hreykja sér af góðri afkomu, að það
hefði ekki verið annað hægt en að
skila góðu búi í fyrra, þannig hefði
árferðið einfaldlega verið,“ sagði
Halldór í samtali við Morgunblaðið
í gær.
Halldór segir að helsta skýr-
ingin á bættri afkomu sveitarfélaga
í landinu í fyrra séu mjög auknar
útsvarstekjur, en þær jukust yfir
11% á milli ára og það eigi við um
öll sveitarfélögin.
Greiða niður skuldir
„Svo fékk mjög stór hluti
sveitarfélaganna einnig töluvert
auknar tekjur af fasteignaskött-
um,“ sagði Halldór.
„Það verður einnig að viður-
kennast, að mörg sveitarfélög hafa
verið mjög dugleg á kjörtímabilinu
að greiða niður skuldir. Ég vil sér-
staklega nefna Hafnarfjarðarbæ í
þeim efnum. Í mörgum tilvikum
hafa aðhaldsaðgerðir sveitarfélag-
anna skilað sér, þótt það eigi ekki
við um stærsta sveitarfélagið,
Reykjavíkurborg,“ sagði Halldór.
Hann bendir jafnframt á að
þegar tekjuhliðin í heild hjá sveit-
arfélögunum á árunum 2015 og
2015 er borin saman við
gjaldahliðina sé niður-
staðan góð. Tekjur hafi
aukist um 11,7% á milli
áranna en gjöldin ein-
ungis um 2,5%.
Óvenju góð afkoma
sveitarfélaga í fyrra
Rekstrarreikningur A-hluta sveitarfélaga
2015 og 2016, í milljörðum króna
2015 2016 Breyting
Skatttekjur án jöfnunarsjóðs 181 201 11,4%
Framlag jöfnunarsjóðs 33 37 12,3%
Þjónustutekjur og aðrar tekjur 42 47 12,7%
Tekjur 255 285 11,7%
Laun og launatengd gjöld 137 145 6,4%
Breyting lífeyrisskuldbindinga 20 14 -30,8%
Annar rekstrarkostnaður 96 99 3,7%
Afskriftir 11,2 11,7 5,0%
Gjöld 264 270 2,5%
Rekstrarniðurstaða -15,5 8,5
Fram kemur í fréttabréfinu um
ársreikninga sveitarfélaganna
að allt frá hruni hafi það verið
forgangsmál í fjármálastjórnun
sveitarfélaga að lækka skuldir,
m.a. með því að hægja á fram-
kvæmdum, enda þótt upp-
söfnuð fjárfestingarþörf sé
víða mikil. Fjárfestingar A-hluta
sveitarfélaga hafi aukist um
10% frá árinu 2015 og þær hafi
numið um 7% af tekjum bæði
árin 2015 og 2016.
Þá kemur fram að útsvars-
tekjur hækkuðu mest á Suður-
nesjum eða um 16,2% frá 2015
til 2016, en minnst á Austur-
landi um 7,4%. Tekjur sveitar-
félaga annarra en Reykjavíkur á
höfuðborgarsvæðinu
hækkuðu hins vegar
mest og langminnst
á Austurlandi.
Veltufé frá rekstri
var mest á Suður-
nesjum, 16,7%, en
minnst á Norður-
landi vestra,
8,9%.
Áherslan á
skuldalækkun
FJÁRMÁLASTJÓRNUN
SVEITARFÉLAGANNA
Halldór
Halldórsson