Morgunblaðið - 19.07.2017, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017
✝ Gunnsteinnfæddist í
Reykjavík 4. des-
ember 1927. Hann
lést 12. júlí 2017.
Foreldrar hans
voru Magnús
Magnússon, f. á
Hvanneyri 22.
október 1876, d.
3. nóvember 1975,
og Kristín Guð-
mundsdóttir, f. í
Kálfstjarnarsókn 27. júlí 1888,
d. 1. október 1972. Systkini
Gunnsteins eru Einara, f. 21.
júlí 1910, d. 29. ágúst 1933;
Guðmundur Stefán, f. 28. nóv-
ember 1912, d. 23. maí 1914;
Skúli H., f. 29. nóvember 1914,
d. 1. nóvember 1976; Guð-
mundur Þórir, f. 27. júní 1918,
d. 21. febrúar 2000; Ingvar, f.
27. júní 1918, d. 20. febrúar
1920; Magnús Aðalsteinn, f. 9.
maí 1921, d. 23. apríl 2001;
Valtýr Eysteinn, f. 12. júlí
1924; Guðríður Bára, f. 7.
mars 1931, d. 3. mars 1999;
Einara, f. 16. júní 1934.
Emilsdóttir, f. 1963. Fyrir átti
Ágúst eitt barn. 4) Guðrún
Bjarnadóttir, f. 28. ágúst 1963,
á hún eitt barn.
Eftir að Gunnsteinn varð
ekkill og halla tók undan fæti
hjá honum kom bróðursonur
hans, Valur Magnús Valtýsson,
f. 1952, og fjölskylda honum
til aðstoðar við daglegt líf.
Maki Vals Magnúsar er Inga
Dóra Jónsdóttir, f. 1952, eiga
þau þrjú börn og sjö barna-
börn.
Gunnsteinn gekk í
Miðbæjarskóla og síðan Ingi-
marsskóla. Hann hóf ungur að
starfa hjá Pósti og síma sem
sendill hjá ritsímanum. Hann
hafði snemma áhuga á flugi
og sótti námskeið í
flugumferðarstjórn, árið 1955
gerðist hann flugumferð-
arstjóri og vann við það þar
til hann lét af störfum vegna
aldurs. Gunnsteinn var lengi
virkur í starfi Oddfellow.
Gunnsteinn ólst upp í Reykja-
vík og bjó lengst af í Sörla-
skjóli 32 en foreldrar hans
byggðu það hús og tók Gunn-
steinn síðan við því. Í byrjun
árs 2010 flutti Gunnsteinn í
Eirborgir í Grafarvogi.
Jarðarför Gunnsteins fer
fram frá Bústaðakirkju í dag,
19. júlí 2017, klukkan 13.
Gunnsteinn
giftist 1972 Hjör-
dísi Pétursdóttur,
f. 27. september
1922, d. 2. októ-
ber 2007. For-
eldrar hennar
voru Pétur Mar-
íus Guðlaugur
Guðmundsson, f.
3. október 1886,
d. 4. maí 1965, og
Guðrún Ágústa
Þórarinsdóttir, f. 20 ágúst
1894, d. 14 sept. 1961.
Börn Hjördísar af fyrra
hjónabandi og stjúpbörn
Gunnsteins eru: 1) Pétur
Bjarnason, f. 1946, d. 1997,
maki Sophee Luiese Bjarna-
son, f. 1943, d. 2002. Þau
eignuðust tvö börn og fyrir
átti Pétur einn son, barna-
börnin eru sex. 2) Ingibjörg
Bjarnadóttir, f. 1951, maki
Hannes Erlendsson, f. 1949.
Eiga þau tvö börn, fimm
barnabörn og eitt barna-
barnabarn. 3) Ágúst Bjarna-
son, f. 1956, maki Guðrún C.
Til minningar um Gunnstein
Magnússon hugðist ég ganga út
frá einhverju ljóða Tómasar
Guðmundssonar og hans reyk-
vísku stemninga, þar sem
Gunnsteinn var í mínum huga
fyrst og fremst Reykvíkingur.
Ekki dró úr að mér áskotnaðist
bók Tómasar, Fljótið helga, úr
safni Gunnsteins. En síðan
gripu aðrir kraftar inn í.
Ég kynnist Gunnsteini á ung-
lingsaldri er hann kemur inn í
líf okkar systkina þegar móðir
okkar og hann ganga í hjóna-
band. Hann gekk okkur systk-
inum í föðurstað og gerði það af
stakri prýði, þolinmæði og vel-
vild. Mér er minnisstætt eitt at-
vik sem átti sér stað um það
leyti sem Gunnsteinn og
mamma voru að kynnast. Á
þeim tíma bjó hann í Reykjavík
en við í Kópavogi. Kvöld eitt er
ég heima að horfa á þátt í
Kanasjónvarpinu, Perry Mason,
og Gunnsteinn líka, nema hvað
hann er í Reykjavík. Það var
ekkert hljóð í hans sjónvarpi og
hann hringir og biður mig að
hafa símann við sjónvarpið svo
hann geti heyrt í hljóðinu.
Þetta finnst mér lýsa honum
vel í mínum huga, lét lítið fyrir
sér fara en þó alltaf til staðar.
Árin urðu að áratugum og ef
horft er til baka þá má segja að
ferðalög hafi verið eitt af aðal-
áhugamálum þeirra hjóna. Þau
voru mjög félagslynd og stund-
uðu menningarlífið af miklum
móð. Þau þekktu fjölda fólks og
þrátt fyrir stóran vinahóp var
þeim umhugað um að rækta
vináttuna við hvern og einn. Að
mínu mati var hann skipulagð-
ur og nákvæmur í öllu sem
hann tók sér fyrir hendur.
Í nokkrum orðum vil ég
koma því að hvernig það orsak-
aðist að textastúfur eftir Þór-
berg rataði inn í greinina.
Þannig var að ég er að leita að
bók Tómasar og held mig vera
að grípa í þá bók en reyndist
vera „Bréf til Láru“. Báðar
hafa autt hvítt bak og eru svip-
aðar að stærð. Þetta var nokk-
uð skondið því lúmskt gaman
hef ég haft af þeirri bók. Með
„Bréf til Láru“ í höndunum
opna ég bókina af handahófi og
lendi á eftirfarandi texta: „En
hvað er þetta? Er ég ekki
draumur sem líkamann á göt-
unni er að dreyma? Ég síg nið-
ur í eðjuþykt myrkur. Ég get
ekki hreyft legg né lið. Ég sit
fastur í myrkrinu eins og týnt
vörðubrot á kafi í jökulleir. […]
Áður en ég veit af stend ég fyr-
ir utan líkhúsdyrnar. Kirkju-
garður og glórulaust náttmyrk-
ur alt í kringum mig.“ (bls.
92-94). Þessar línur læt ég
fylgja því að einhverju leyti
finnst mér þetta vera sú upp-
lifun sem ég get ímyndað mér
að líðan Gunnsteins hafi verið
síðustu daga hans á sjúkrabeði,
en líka til gamans þar sem
Gunnsteinn var opinn fyrir
andaheimum og lífi eftir dauða.
Að lokum nokkrar línur úr ljóði
Tómasar, „Bréf til látins
manns“:
…
En þó að við sjáum til ferða dauðans
hvern dag
og drottinn stuggi við okkur á marga
lundu,
er þetta hið eina ævinnar ferðalag,
sem aldrei er ráðið fyrr en á síðustu
stundu.
(Tómas Guðmundsson)
Með þessari stuttu grein
vildi ég minnast Gunnsteins og
hans góðvildar í minn garð frá
fyrstu tíð og út lífið, sem varir
áfram í mínum huga. Öllum
votta ég samúð mína nær og
fjær. Gunnstein kveð ég með
sorg í hjarta og gleði í huga.
Ágúst Bjarnason.
Það er komið að kveðjustund
hjá Gunna frænda. Margar
minningar koma upp í hugann
úr Skjólunum en Gunni bjó í
Sörlaskjóli mestan hluta ævinn-
ar. Sérstaklega eru mér minnis-
stæð matarboðin sem Gunni
bauð okkur oft í á fimmtudags-
kvöldum. Var þá grillaður kjúk-
lingur á teini í ofni og sat ég og
horfði á kjúklinginn snúast á
teininum alveg dáleidd enda ég
vissi ekki um neinn sem átti
svona flottan ofn. Beta systir
borðaði ekki kjúkling svo Gunni
var alltaf búinn að kaupa norm-
albrauð fyrir hana en hann
passaði vel upp á að allir yrðu
saddir. Gunni fór oft til útlanda
og átti mikið af útlensku nammi
sem við fengum eftir matinn.
Þá var beðið við skenkinn hans
en það þurfti aldrei að biðja um
nammið, hann var fljótur að
koma og bjóða upp á nammi
þegar sest var við skenkinn.
Uppáhaldsdúkkuna mína gaf
Gunni mér úr einni utanlands-
ferðinni en hún gat sungið og
passa ég enn vel upp á hana.
Gunni hafði gaman af að spila á
píanó og var nokkuð góður. Var
því oft sungið við undirleik
Gunna. Gunni var vinur vina
sinna og sýndi það sig best þeg-
ar pabbi fór á spítala en Gunni
var mjög duglegur að heim-
sækja hann sama hvernig viðr-
aði og stytti pabba oft stundir á
spítalanum.
Það verða ekki fleiri stundir
með Gunna í þessu lífi en ég á
oft eftir að hugsa til baka til
allra góðu stundanna okkar
Gunna rétt eins og þegar við
Anna Lilja frænka mín fengum
að gista í fyrsta skipti í tjaldi.
Gunni tjaldaði úti í garði í
Skjólunum og var mikil spenna
að fá að gista um kvöldið. Kom
Gunni svo með stóra Mackin-
tosh-dollu handa okkur út í
tjald og leið mér eins og þetta
væru jólin.
Elsku frændi, takk fyrir allar
góðu stundirnar.
Þín frænka,
Ingveldur (Inga Bára).
Gunnsteinn föðurbróðir minn
er dáinn eða Gunni frændi eins
og ég kallaði hann yfirleitt. Ég,
Gunnsteinn og Ninna frænka,
systir Gunnsteins, bjuggum í
Sörlaskjóli hjá ömmu og afa.
Þau voru bæði í kringum flugið,
hann flugumferðarstjóri og hún
flugfreyja, þannig að snemma
fór maður að fylgjast með flug-
inu. Ég man eftir Gunnsteini að
koma heim í uniforminu úr
flugturninum og Ninna úr flug-
inu, það var alltaf mjög kært
með þeim systkinum.
Gunnsteinn hafði mjög gam-
an af því að spila á píanóið og
var oft spilað hressilega á það
og alltaf eftir nótum. Á þessum
árum var oft mikil gleði á gaml-
árskvöld, eftir að fólk hafði
safnast saman á brennu var op-
ið hús í Sörlaskjólinu, fólk fór á
milli húsa og óskaði hvað öðru
gleðilegs árs og þá gat oft orðið
mikið fjör.
Þegar ég er 12 ára fara
amma og afi á elliheimili, Ninna
sest að í Ameríku, ég flyt í
burtu og Gunnsteinn býr áfram
í Sörlaskjólinu. Hann kynntist
síðan Hjördísi og þau bjuggu
þar alla sína tíð.
Eftir að ég flutti hittumst við
í ýmsum fjölskyldusamkvæm-
um, oftast hjá pabba og Ritu á
Nesveginum. Þegar Gunnsteinn
var orðinn ekkjumaður og vildi
flytja úr Skjólunum aðstoðaði
ég hann við að fá íbúð í Fróð-
engi. Þar valdi hann sér íbúð
með miklu útsýni yfir bæinn.
Það má segja að eftir að hann
flutti þangað hafi kynnin end-
urnýjast. Ég tók að mér að
hjálpa honum með það sem
þurfti og aðstoða við daglegt líf.
Hann kom oft til okkar í mat
um helgar ásamt Frímanni
mági sínum og tengdamóður
minni. Þá var fengið sérrítár
fyrir matinn og ekki skemmdi
fyrir að setja Elly eða Ragga
Bjarna í spilarann. Þetta voru
mjög skemmtilegar og góðar
stundir með þeim og nutu þau
félagsskapar hvort annars og
við einnig.
Þau hafa nú öll kvatt á síð-
ustu sex mánuðum.
Á þessum stundum kynntist
Gunnsteinn börnunum okkar,
tengdabörnum og nú síðast
barnabörnum.
Auk þessa kom hann oft einn
í mat til okkar ásamt börnum
okkar og fjölskyldum. Hann
naut þess að sitja og fylgjast
með litlu börnunum sem kom
mjög þétt í heiminn á síðustu
sjö árum og var því oft mikið
fjör hjá okkur en það truflaði
hann ekki og naut hann þeirra
stunda, sat þögull, brosti og
hafði gaman af leik þeirra.
Hann var nefnilega mikill húm-
oristi en fór fínt með það.
Gunnsteinn var prúður mað-
ur, hæglátur, hafði gaman af
því að fara á mannamót og vera
innan um fólk en hafði sig ekki
mikið í frammi. Hann var fróð-
ur og fylgdist vel með málefn-
um líðandi stundar, það var
ekki erfitt fyrir hann að rifja
upp gamla tíma og segja okkur
sögur af mönnum og málefnum
úr Vesturbænum. Hann naut
nærveru okkar og var alltaf
mjög þakklátur fyrir það sem
við gerðum fyrir hann.
Blessuð sé minning hans.
Valur Magnús Valtýsson
og fjölskylda.
Gunnsteinn
Magnússon
Elsku pabbi, á
síðustu metrunum
sat ég þér við hlið og
skrifaði þetta til þín:
„Tilfinningaþrungi,
líkt og lóð á bringu.
Þrengir hinn eilífa sporbaug,
lífs hvers sem þjáist.
Björgvin Jóhann
Jóhannsson
✝ Björgvin J. Jóhannsson
fæddist 2. janúar
1949. Hann lést 26.
júní 2017.
Útför Björgvins
fór fram 7. júlí
2017.
Fljúgandi og svífur,
friðurinn kemur.
Léttir og lýsir
hið heldjúpa tár.
Rætur hins elskaða
hverfa á brott
í þokufyllta veröld.
Varðveitt spor er aldrei
gleymast.
Eyðimörk farin,
votlendi á ný.
Gleymmérei, gleymmérei.“
Elska þig. Þinn ávallt sonur,
Björgvin Þór.
Við amma Sigga
höfðum oft rætt
um dauðann. Í
gegnum tíðina hefur kvíði plag-
að mig af og til og ég byrjaði
snemma að hafa áhyggjur af því
að amma myndi deyja frá mér.
Þegar ég flutti til Bandaríkj-
anna fyrir 16 árum fann ég hjá
mér sterka þörf fyrir að tala við
ömmu um „hvað ef hún myndi
deyja á meðan ég væri úti?“
Amma var alveg til í að tala um
þessi mál við ömmubarnið með
aðskilnaðarkvíðann. Hún sagði
mér að ef hún færi þá gerðist
það bara og ekkert væri við því
að gera, við værum sáttar hvor
við aðra, en bætti hins vegar við
að hún væri viss um að verða ní-
ræð. Eiginlega var það bara lof-
orð, hún ætlaði að ná 90 árum
og því þyrfti ég í raun ekkert að
Sigríður Breiðfjörð
Pálsdóttir
✝ SigríðurBreiðfjörð
Pálsdóttir fæddist
14. ágúst 1925.
Hún lést 11. júlí
2017.
Sigríður var
jarðsungin 17. júlí
2017.
hafa áhyggjur af
fráhvarfi hennar
nærri strax.
Loforðið stóð
amma að sjálfsögðu
við og gott betur en
það. Mér finnst
þessi samskipti lýsa
henni nokkuð vel.
Hún var ákveðin,
sérvitur, góðviljuð
og traust. Reyndar
höfðum við amma
líka rætt um skrif minningar-
greina eftir hennar dag. Við töl-
uðum um svo margt. Amma lét
mig lofa að ég skyldi alls, alls
ekki skrifa mikla lofræðu og því
síður tala beint til hennar í
minningarorðum. Helst átti ég
reyndar ekki að skrifa neitt, hún
amma var ekki mikið fyrir að
berast á og tók hrósum almennt
með stóískri ró.
Þessi skrif eru samt ekki í
óþökk ömmu; ég sagði henni að
ég myndi jú eflaust vilja minn-
ast hennar og fyrir því fékk ég
samþykki.
Að fá að alast upp með ömmu
og afa á efri hæðinni voru
ákveðin forréttindi. Afi kenndi
mér að lesa og amma kenndi
mér að synda. Reyndar man ég
að hafa þurft sem krakki að
stússa oftar í garðinum en mér
þótti gott, enda hafði amma ein-
stakt dálæti á garðrækt og gerði
sitt besta til að smita fjölskyld-
una, með misgóðum árangri.
Amma var mér stoð og stytta
þegar ég var yngri og við urðum
líka prýðilegar vinkonur þegar
við eltumst báðar tvær. Oftar en
einu sinni fékk ég að búa hjá
ömmu þegar þannig stóð á hjá
mér enda var amma gestrisin
með eindæmum og hefur margt
fólk notið góðs af því í gegnum
tíðina.
Þegar kemur að því hvernig
takast skal á við efri ár ætla ég
að taka mér ömmu til fyrir-
myndar. Þegar Sigga Páls hætti
að vinna sökum aldurs settist
hún ekki flötum beinum með
hendur í kjöltu. Hún byrjaði
meðal annars í kór, sótti ýmis
námskeið og gerðist sjálfboðaliði
hjá Rauða krossinum, hún var
nær aldrei heima! Aðgerðarleysi
eldir mann, vildi amma meina,
og ég hugsa að hún hafi haft al-
veg rétt fyrir sér varðandi það
eins og svo margt annað.
Amma var til staðar fyrir mig
frá upphafi og ég er afskaplega
þakklát fyrir að hafa getað fylgt
henni til enda. Hún var einstök
kona og hennar verður lengi
minnst.
Ólöf Hugrún
Valdimarsdóttir.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar
Ástkær eiginmaður minn,
CARL MÖLLER
tónlistarmaður,
Fróðengi 9,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum v/Hringbraut 9. júlí.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 21. júlí
klukkan 15.
Ólöf Kristín Magnúsdóttir
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
HALLDÓR TRYGGVI ÓLAFSSON
frá Bakka í Bjarnafirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur
miðvikudaginn 12. júlí.
Útför fer fram frá Hólmavíkurkirkju föstudaginn
21. júlí klukkan 14.
Fanney Björnsdóttir
Ólafur Björn Halldórsson Elsa Björk Sigurðardóttir
Dagný Svava Júlíusdóttir
barnabörn og barnabarnabörn