Morgunblaðið - 19.07.2017, Page 27
Næstu árin fékkst Erró við ýmiss
konar listform, svo sem gjörn-
ingalist og tilraunakennda kvik-
myndagerð auk málaralistar. Hann
varð brátt einn af forvígismönnum
popplistarinnar og evrópska
frásagnarmálverksins (narrative
figuration). Erró hefur búið í París í
rúma hálfa öld en dvelur yfirleitt
hluta úr vetri í Taílandi og á sumrin
í húsi sínu á eynni Formentera fyrir
austan Spán.
Árið 1989 gaf Erró Reykjavíkur-
borg stórt safn verka sinna, um
2.000 talsins. Í því safni er meðal
annars að finna málverk, vatnslita-
myndir, grafíkverk, skúlptúra,
klippimyndir og önnur listaverk
sem spanna allan feril listamanns-
ins allt frá æskuárum. Auk lista-
verkanna gaf Erró borginni um-
fangsmikið safn einkabréfa og
annarra gagna sem snerta listferil
hans. Þessar ríkulegu heimildir
hafa mikið gildi fyrir allar rann-
sóknir sem snerta listamanninn
Erró og samtíma hans.
Safnið hefur vaxið jafnt og þétt
síðustu árin því að Erró hefur hald-
ið áfram að bæta við gjöfina og
keypt hafa verið verk í safnið – sem
hefur nú að geyma um 4.000 lista-
verk. Sýningar á safni Errós eiga
sér fastan sess í Hafnarhúsinu, en
með þeim er leitast við að gefa sem
besta mynd af fjölbreyttum
áherslum í verkum listamannsins.
Listaverk Errós er að finna víða
á landinu, eins og utan á tveimur
fjölbýlishúsum í Breiðholti, í Flug-
stöðinni og í húsi Alvogen. Erró er
enn á fullu að vinna og er með stór-
ar sýningar í vinnslu og er hvergi
nærri hættur.
Fjölskylda
Eiginkona Errós er Vilai Permi-
chit, f. 1954 í Taílandi.
Dóttir Errós með fyrrverandi
eiginkonu sinni, Myriam Bat-Josep,
er Tura, f. 15.3. 1960, læknir í París,
gift Leon Milo tónskáldi. Dóttir
þeirra er Eloise.
Hálfsystkini Errós, sammæðra:
Lárus Siggeirsson, 25.6. 1936, bóndi
á Kirkjubæ á Kirkjubæjarklaustri;
Kristinn Siggeirsson, f. 6.3. 1939, d.
19.2. 2017, bóndi á Hörgslandi;
Gyða Sigríður Siggeirsdóttir, 27.6.
1941, húsmóðir í Reykjavík. Hálf-
systkini Errós, samfeðra: Einar, f.
11.8. 1932, leirkerasmiður í Reykja-
vík; Yngvi, f. 19.12. 1938, fyrrver-
andi umsjónarmaður fasteigna
Hafnarfjarðarbæjar, búsettur í
Hafnarfirði; Auður, f. 19.6. 1943,
starfsmaður við umönnun aldraðra,
búsett í Reykjavík; Ari Trausti,
3.12. 1948, þingmaður og jarðeðl-
isfræðingur, og Egill, f. 27.1. 1952,
arkitekt í Reykjavík.
Foreldrar Errós voru Guð-
mundur Einarsson frá Miðdal, f.
5.8. 1895, d. 23.5. 1963, myndhöggv-
ari og málari í Reykjavík, og Soffía
Kristinsdóttir, f. 16.6. 1902, d. 1.2.
1969, húsmóðir á Kirkjubæjar-
klaustri.
Úr frændgarði Errós
Erró
Sigríður
Stefánsdóttir
húsfr. á Arnarbæli
Bjarni Ögmundsson
b. á Arnarbæli í Grímsnesi, af Víkingslækjarætt, bróðursonur Guðrúnar,
móður Salvarar, langömmu Björns Th. Björnssonar listfræðings
Sigríður Bjarnadóttir
húsfr. í Miðengi
Kristinn Guð-
mundsson
b. í Miðengi í
Grímsnesi
Soffía
Kristinsdóttir
húsfr. á Kirkju-
bæjarklaustri
Kristrún
Jónsdóttir
húsfr. í Miðengi
Guðmundur
Jónsson
b. í Miðengi
Benedikt
Lárusson
húsa-
smíðam.
á Kirkju-
bæjar-
klaustri
AriTrausti
Guðmundsson
þingmaður
Einar Guðmunds-
son leirkera-
smiður og rak
Listvinahúsið
Guðmundur
Einarsson
leirkerasmið-
ur og rekur
Listvinahúsið
Egill Guðmundsson arkitekt
Lárus
Sig-
geirs-
son b. á
Kirkju-
bæjar-
klaustri
HuginnÞórArason
myndlistarmaður
Skúli H. Norð-
dahl arkitekt
Haraldur Skúla-
son Norðdahl
tollvörður í Rvík
Vigdís Finnbogadóttir
Sigríður Eiríksdóttir
hjúkrunarkona í Rvík
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Norðdahl húsfr. á Úlfarsfelli
GunnarMagn-
ússon skipstj. á
Seltjarnarnesi
Magnús
Gunnarsson
fyrrv.framkv.
stj.SÍF
Eiríkur Guðmunds-
son trésmiður í Rvík
Tryggvi Einarsson b. í Miðdal
Einar Valgeir
Tryggvason arkitekt
Inga Valfríður Einars-
dóttir húsfr. í Rvík
Bergur Guðna-
son lögfr. í Rvík
Sveinn Einarsson veiðistjóriEinar Sveinsson arkitekt
Þuríður Sigurðar-
dóttir söngkona
Soffía Lárusdóttir
forstöðumaður Grein-
ingar- og ráðgjafar-
stöðvar ríkisins
Haukur Einarsson prentari
Ólöf Rún
Bene-
diktsdóttir
myndlist-
armaður
og skáld
Rúnar Hauksson arkitekt
Sigríður Hjördís Einars-
dóttir húsfr. í Rvík
Guðni Bergs-
son form.KSÍ
Sigríður Tómasdóttir
húsfr. á Bárekseyri
Jón Guð-
mundsson
form. á Báreks-
eyri á Álftanesi
Valgerður Jónsdóttir
húsfr. í Miðdal
Einar Guðmundsson
b. í Miðdal
Guðmundur Einars-
son frá Miðdal
listmálari og mynd-
höggvari í Rvík
Vigdís
Eiríksdóttir
húsfr. í Miðdal
Margrét Einars-
dóttir húsfr. á Álfs-
stöðum á Skeiðum
Guðmundur Einarsson
hreppstj. í Miðdal
Hafliði
Jónsson b. á
Haugi í Flóa
Kristín
Hafliða-
dóttir
saumak.
í Rvík
Ólafur K. Magnússon ljós-
myndari Morgunblaðsins
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017
90 ára
Anna Jónasdóttir
Hrefna Arngrímsdóttir
Inga Ísaksdóttir
85 ára
Erla Kristjánsdóttir
Þorvaldur K. Hafberg
80 ára
Elisabeth B. Nielsdóttir
Elísabet Ólafsdóttir
Hörður A. Guðmundsson
Ragnhildur Hafliðadóttir
75 ára
Arnfinna Björnsdóttir
Elsa Óskarsdóttir
Jóhanna S. Jóhannesdóttir
Jón M. Magnússon
Marsilína Hermannsdóttir
Valur H. Einarsson
Þórey Sveinbergsdóttir
70 ára
Eyþór Ólafsson
Gísli Sævar Valtýsson
Guðrún A. Sigurgeirsdóttir
Halldóra Ragnarsdóttir
Ingibjörg Kristjánsdóttir
Skúli B. Árnason
60 ára
Anna Linda Skúladóttir
Birgir Freyr Lúðvígsson
Brigitte Witting Einarsson
Matthías Sævar Lýðsson
Sigríður Þórdís Ástvaldsd.
Þuríður Sveinbj. Arnórsd.
50 ára
Ástríður Þórðardóttir
Bjarni Arnarson
Dariusz Wilhelm Zablocki
Dröfn Jónsdóttir
Evalds Laugalis
Grzegorz Z. Wróblewski
Guðríður Ingvarsdóttir
Guðrún Margrét Hannesd.
Gunnhildur Gísladóttir
Hrund Magnúsdóttir
Kári Sævar Elíasson
Sigrún Heimdal Sveinsd.
Svitlana Eiríksson
Tung Thanh Nguyen
Þorsteinn Bjarnason
Þórhildur Þórdís Ingadóttir
40 ára
Anna Ólafía Hafsteinsdóttir
Ármann Kojic
Birgir Már Hannesson
Bjarni Gunnar Kristinsson
Davíð Búi Halldórsson
Erla Kristín Bjarnadóttir
Erla Sóley Bjarnadóttir
Ester Rósa Halldórsdóttir
Guðmundur Freyr
Sveinsson
Ingibjörg Svavarsdóttir
Jónína Ósk Lárusdóttir
Jón Páll Birgisson
Kristján Sturlaugsson
Málfríður Guðmundsdóttir
Michal Krzysztof Migulski
Páll Bragason
Ragnheiður Sigurðardóttir
Sebastian Wojcik
Vala Hermannsdóttir
30 ára
Agnes-Katharina Kreiling
Aron Trausti Steingrímsson
Ármann Örn
Sigursteinsson
Birgitta Rán Ásgeirsdóttir
Damian Samolyk
Edda Andrésdóttir
Hjalti Stefán Árnason
Igor Vitovic
Jorge Pascual Hernandez
Katrín Lilja Jónsdóttir
Maximo Manso Ndong
Pavel Chen
Til hamingju með daginn
40 ára Guðmundur er frá
Akureyri en býr í Kópavogi.
Hann er sérfr. á kjarasviði
hjá Starfsmannaf. Rvíkur-
borgar.
Maki: Guðrún Birna Kjart-
ansdóttir, f. 1978, náms-
og starfsráðgjafi.
Börn: Kjartan Sveinn, f.
2002, Bjarki Freyr, f. 2006,
og Anna Katrín, f. 2011.
Foreldrar: Sveinn Jón-
asson, f. 1948, og Guðný
Anna Theodórsdóttir, f.
1947.
Guðmundur
Freyr Sveinsson
30 ára Birgitta er frá
Akranesi en býr í Borgar-
nesi. Hún er tæknifræð-
ingur hjá Vegagerðinni.
Maki: Bjarni Tryggvason,
f. 1981, vélvirki í Norðuráli.
Börn: Tryggvi Snær, f.
2012, og Bjarki Fannar, f.
2014.
Foreldrar: Ásgeir Guð-
rúnarson, f. 1963, smíðar
vindmyllur í Danmörku,
og Kristín Frímannsdóttir,
f. 1969, kennari í Borgar-
nesi.
Birgitta Rán
Ásgeirsdóttir
30 ára Ármann er frá
Neskaupstað en er með-
ferðarfulltrúi á Akureyri.
Maki: Guðbjörg Ýr Víð-
isdóttir, f. 1994, hjúkr-
unarfræðinemi.
Börn: Gabríel Leví, f.
2016.
Foreldrar: Sigursteinn
Sigurðsson, f. 1963, leigu-
sali í Breiðholti, og Alda
Björg Ármannsdóttir, f.
1962, næturvörður á
meðferðarheimilinu á
Laugalandi í Eyjafirði.
Ármann Örn
Sigursteinsson
Sigurdís Haraldsdóttir hefur variðdoktorsritgerð sína í læknavís-indum við Háskóla Íslands. Um-
sjónarkennari var Jón Gunnlaugur
Jónasson, prófessor við Læknadeild,
og leiðbeinandi var Richard M. Gold-
berg, prófessor við West-Virginia Uni-
versity. Ritgerðin ber heitið: Algengi
Lynch-heilkennis og nýgengi og orsak-
ir mispörunar í sjúklingum með ristil-
og endaþarmskrabbamein á Íslandi
(The prevalence of Lynch syndrome
and the incidence and etiology of mis-
match repair deficiency in colorectal
cancer patients in Iceland).
Lynch-heilkenni er arfgengt heil-
kenni sem eykur tíðni krabbameina.
Einstaklingur með heilkennið fæðist
með stökkbreytingu í mispörunar-
viðgerðargeni (MMR gen – MLH1,
MSH2, MSH6 eða PMS2). Tíðni Lynch-
heilkennis á Íslandi er óþekkt.
Markmið rannsóknar var að kanna
tíðni Lynch-heilkennis á Íslandi og
ástæður MMR-óvirkjunar í ristil- og
endaþarmskrabbameinum hjá öllum
sjúklingum greindum árin 2000-2009.
Notast var við gagnagrunn Íslenskrar
erfðagreiningar til að skoða allar
breytingar í
MMR-genum
sem fundist
hafa hjá ís-
lensku þjóð-
inni og tengsl
þeirra við
aukna tíðni
krabba-
meina.
Æxlisvefur
frá 1.182 sjúklingum var litaður og
MMR-óvirkjun fannst í 132 tilfellum
(11,2%); Lynch-heilkenni fannst í 27
tilfellum (2,3%). Þrjár landnemastökk-
breytingar í MSH6 og PMS2 fundust
hjá íslensku þjóðinni með samanlagða
arfberatíðni 0.442%. Landnemastökk-
breytingarnar þrjár juku áhættuhlut-
fall á krabbameini í legbol, ristli og
endaþarmi, heila og eggjastokkum. Al-
gengi Lynch-heilkennis hjá íslensku
þjóðinni er 0,442% eða 1 af 226 sem
er hæsta algengi sem hefur verið lýst.
Áætla má að yfir 1.000 einstaklingar
beri Lynch-heilkenni á Íslandi. Með því
að bjóða arfberum skimun gæti verið
unnt að koma í veg fyrir krabbamein
og bjarga mannslífum.
Sigurdís Haraldsdóttir
Sigurdís Haraldsdóttir lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut Menntaskólans
við Hamrahlíð árið 1998 og kandídatsprófi í læknisfræði frá HÍ árið 2004. Hún
hlaut meistaragráðu í heilbrigðisvísindum frá HÍ árið 2008. Sigurdís stundaði
sérnám í lyflæknisfræði við Boston University 2008-2011, sérnám í krabba-
meinslækningum við Ohio State University 2011-2015 og hefur gegnt stöðu lekt-
ors og krabbameinslæknis við Stanford University í Bandaríkjunum frá árinu
2015. Maki Sigurdísar er Roza Sarvarova hjúkrunarfræðingur.
Doktor
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646
Opið virka daga frá 10-18
ÚTSALA
HAFIN