Morgunblaðið - 19.07.2017, Síða 30

Morgunblaðið - 19.07.2017, Síða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2017 Slúðurmiðlarnir The Sun og Mail Online hafa verið harðlega gagn- rýndir fyrir um- fjöllun sína um leikkonuna Jodie Whittaker sem verður næsti doktorinn í vin- sælu sjónvarps- þáttaröðinni Doctor Who. Whitt- aker er fyrst kvenna til að fara með hlutverk doktorsins en fyrrnefndir miðlar birtu myndir af leikkonunni þar sem hún er nakin eða ber að of- an í gömlum hlutverkum sínum. ERA, jafnréttissamtök leikkvenna, segjast hæstánægð með ráðningu Whittaker en þau hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með umfjöll- unina. Einhverjir telja þetta sýna hve jafnréttisbaráttan er í raun skammt á veg komin. Nýi doktor- inn nakinn Jodie Whittaker Disney hefur til- kynnt hverjir muni fara með aðalhlutverkin í væntanlegri leik- inni endurgerð á teiknimyndinni Aladdín frá 1992, skv. frétt á Huff- ington Post. Til- tölulega óþekkt- ur leikari, Mena Massoud, fer með hlutverk Aladdíns en með hlutverk Jasmín prinsessu fer Naomi Scott, sem birtist fyrst á hvíta tjaldinu í hasarmyndinni Power Rangers. Öllu frægari leikari fetar í fótspor Robin Williams (og Ladda) sem andinn, kvikmyndastjarnan Will Smith. Kvikmyndinni leikstýrir Guy Ritchie og er áætlað að hún komi út árið 2018. Disney hefur á síðustu árum staðið í ströngu í framleiðslu leikinna endurgerða á sígildum teiknimyndum og gaf nú síðast út endurgerð á Fríðu og dýr- inu með Emmu Watson í aðal- hlutverki. Auk Aladdíns er vænt- anleg endurgerð á Múlan. Will Smith leikur anda Will Smith Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is „Þetta eru tvær gerðir af hljóm- sveitum, ein þar sem tónlistin er sungin og í hinni ósungin,“ segir Tómas R. Einarsson, bassaleikari og tónskáld, um tvenna fyrirhugaða tónleika sem haldnir verða sem hluti af tónleikaröð Norræna hússins sem nú stendur yfir. „Í báðum tilvikunum er kongaleikarinn Kristófer Ro- driguez Svöluson með okkur Ómari Guðjónssyni. Það verður latínsveifla í báðum tilvikum en í seinna tilvikinu þegar Sigríður Thorlacius verður með okkur spilum við fyrst og fremst lög af plötunni Bongó sem kom út á síðasta ári.“ Að sumu leyti ekki mjög þjóðlegur eða norrænn Tómas segir sér hafa verið boðið að taka þátt í tónleikaröð Norræna hússins og að fyrst hafi verið ákveðið að hafa söngtónleikana en svo hafi verið ákveðið að leyfa þeim Ómari og Kristófer einnig að koma fram sem tríó í júlí og spila ósungna, latneska djasstónlist. „Söngurinn verður í for- grunni þarna í ágúst þegar Sigríður kemur. Þetta verður kvartettútgáfa af lögum sem tíu manna sveit tók upp fyrir Bongóplötuna. Það er bara gleðiefni að hafa fengið þetta boð því það er gott að spila í Norræna hús- inu. Þar er góður hljómur og góður andi í húsinu. Maður hefur komið þarna af og til síðustu 35 árin svo maður er staðnum kunnugur. Þetta er heimaslóð. Allt þetta tré í salnum gefur sig vel fyrir tónlistina.“ Tónleikar Tómasar og félaga skera sig nokkuð úr hinum atriðum tónleikaraðarinnar um það að vera undir mestum áhrifum frá tónlistar- hefð landa annarra en Norður- landanna. „Það er að vísu satt, að sumu leyti er ég ekki mjög þjóðlegur eða norrænn maður,“ segir Tómas, „en þá hef ég þá afsökun að ég er í fyrsta lagi Íslendingur og í öðru lagi Dalamaður og hef nú búið víða á Norðurlöndum þannig að allt er þetta nú til innan í höfðinu og skrokknum. Svo helltist það yfir mig á miðjum aldri að mér fannst vanta einhverja kryddtegund í mína tónlist og ég hafði sem ungur maður ferðast um alla Rómönsku Ameríku og dval- ið á Spáni þannig að sú tenging bjó líka í mér. Ég vil meina að það sé þá bara viðbót við Íslendingseðlið, Dala- mennskuna og norrænu áhrifin, þessi spænska. Við getum sagt að ég sé ekki eins strangnorrænn og hinir tónleikarnir. Ég held bara að það sé hluti af heildinni.“ Djassinn „kominn í skrokkinn“ Aðspurður hvenær áhugi hans á latneskri djasstónlist vaknaði fyrst segir Tómas hann lengi hafa verið til staðar. „Áhuginn var alltaf fyrir hendi í mismiklum mæli. Þegar ég, hálfþrítugur, hellti mér út í djass- músík var það lengi vel ekki síst bandarísk djassmúsík, eins og eðli- legt er. Þaðan er hún nú sprottin. Svo var nú alltaf líka norræn djass- tónlist í uppáhaldi. En áður en að því kom hafði ég rúmlega tvítugur dval- ist á Spáni og farið í margra mánaða ferðalag um Rómönsku Ameríku þannig að sá dráttur var nú kominn í skrokkinn áður. Svo tók það sig bara aftur upp um miðjan aldur. Ég er bú- inn að spila latíntónlist í tæpa tvo áratugi og hef gefið út töluvert af lat- íntónlist; sjö, átta, níu plötur held ég nú örugglega. Ég er orðinn svolítið gróinn þar líka.“ Fyrri tónleikar Tómasar verða í kvöld kl. 20 í Norræna húsinu og hin- ir seinni á sama tíma og stað 16. ágúst. „Við Ómar, Kristófer og Sig- ríður munum í ágúst leggja okkur öll fram til að skemmta okkur og skemmta fólki,“ segir Tómas glett- inn. Morgunblaðið/Einar Falur Latínsveifla Tómas R. Einarsson, bassaleikari og tónskáld, kemur fram á tvennum tónleikum í Norræna húsinu. „Mér fannst vanta einhverja kryddtegund í mína tónlist“  Tómas R. Einarsson heldur tvenna tónleika í Norræna húsinu Frumsýning fyrsta þáttar sjöundu seríu HBO-þáttaraðarinnar Game of Thrones fór loks fram á sunnudags- kvöld eftir langa bið. Ljóst er að aðdáendur höfðu beðið óþreyjufullir eftir framhaldi þáttanna, en þátt- urinn, „Dragonstone“, sló áhorfs- met. Þetta kemur fram á vef CNN. Samkvæmt áhorfstölum HBO horfði 16,1 milljón manna á sjón- varpsþáttinn samanlagt á sjónvarps- stöðinni sjálfri, í endursýningum og í smáforritunum HBO Go og HBO Now. Þar af horfði 10,1 milljón manna á frumsýninguna sjálfa og segir HBO það vera hæstu tölu áhorfenda sem horft hafa samtímis á stöðina. Áhorfendatölurnar hækkuðu um helming síðan í fyrra, og þar gæti spilað inn í langur biðtími eftir nýrri seríu en auk þess mega þeir sem ekki horfa á þættina um leið og þeir koma út eiga von á „spoilerum“ úr öllum áttum. Þátturinn sló ekki einungis áhorfsmet heldur hlaut hann líka góðar umsagnir. Komin heim Það var tilfinningaþrungin stund þegar Daenerys Targaryen kom til hafnar í Dragonstone eftir ferðalagið mikla yfir hafið. Game of Thrones slær áhorfendamet HBO Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.