Fréttablaðið - 08.01.2018, Page 1

Fréttablaðið - 08.01.2018, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —6 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 8 . j a n ú a r 2 0 1 8 FrÍtt Ókeypis kynningartími fyrir ungt fólk Ókeypis kynningartími • 9. janúar skráning á dale.is Copyright © 2018 Dale Carnegie & Associates, Inc. All rights reserved. GEN_Ad_121817_iceland Fréttablaðið í dag skoðun Pawel Bartoszek um aðförina að einkabílnum. 9 sport Guðjón Valur Sigurðsson bætti heimsmet í gær. 10 lÍFið Hver er eiginlega munur­ inn á að vera vegan, grænmetis­ æta, raw­vegan, pescetarian, flexitarian og svo framvegis? 20 plús 2 sérblöð l Fólk l  Fasteignir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 björgun Þyrlur og flugvélar Land­ helgisgæslunnar fóru í 257 útköll á nýliðnu ári. Útköllin hafa aldrei verið fleiri. Ef miðað er við árið 2011 nemur aukningin 66 prósentum. Þetta kemur fram í svari Landhelgis­ gæslunnar við fyrirspurn Frétta­ blaðsins en um er að ræða bráða­ birgðatölur. Útköllin í fyrra voru litlu færri, eða 251 talsins. „Sérstaka athygli vekur fjölgun forgangsútkalla […] Árið 2016 voru þau 87 en í fyrra voru þau rúmlega eitt hundrað,“ segir í svarinu. Alls voru 173 sjúkir eða slasaðir fluttir með loftförum gæslunnar á árinu en 43 prósent þeirra var fólk af erlendu þjóðerni. Erlendum sjúklingum hafi fjölgað á milli ára en Íslendingum fækkað. Fram kemur að flugferðir gæsl­ unnar hafi á nýliðnu ári verið 628 en í þeirri tölu eru æfinga­ og gæsluflug meðtalin, auk leitar og björgunarút­ kalla. Það jafngildir 12 útköllum á viku. Flugstundir á þyrlum voru 880 en 671 á flugvélinni TF­SIF. Í svari gæslunnar segir að tvær þyrluáhafnir hafi verið til taks rúmlega helming ársins en það sé forsenda þess að hægt sé að sinna leitar­ og björgunarútköllum lengra en tuttugu sjómílur frá landi. „Rétt er þó að undirstrika að oftast tekst að manna tvær áhafnir þegar mikið liggur við. Það er þó alls ekki sjálf­ gefið, kostar sitt og þýðir að þyrlu­ sveitin tekst meiri skyldur á herðar en starfið býður.“ Útköllin tengdust að sögn marg­ víslegum verkefnum en nefnt er að þyrlusveitin hafi tekið virkan þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í upp­ hafi ársins. Þyrlurnar hafi gegnt mik­ ilvægu hlutverki í almannavörnum vegna flóða á Suðausturlandi í haust. Loks hafi öll loftför gæslunnar, þyrl­ urnar þrjár og flugvélin, verið kölluð út vegna rútuslyssins á Suðurlandi milli jóla og nýárs. „Það er einsdæmi og sýnir glöggt þörfina á því að bæði þyrlur og flugvél séu ávallt fullmann­ aðar og til taks.“ Útköllin reyndust fleiri á árinu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Gert var ráð fyrir að fjórðungur flugtímans 2017 yrði vegna leitar­ og björg­ unarverkefna en ekki þriðjungur, Met slegið í fjölda útkalla hjá gæslunni Annir vegna leitar- og björgunarverkefna loftfara Landhelgisgæslunnar komu á nýliðnu ári niður á fjölda æfinga. Slæm fjárhagsstaða stofnunarinnar varð til þess að verkefni fyrir Landamæra- og strand- gæslustofnun Evrópu, Frontex, urðu fyrirferðarmikil. Ár Fjöldi útkalla 2011 155 2012 175 2013 195 2014 195 2015 218 2016 251 2017 257 ✿ Heildarfjöldi útkalla ✿ Þjóðerni slasaðra eins og raun bar vitni. „Þetta hafði í för með sér að þyrlurnar sinntu löggæslu­ og eftirlitsverkefnum og æfingum minna en áformað var.“ Flugvélin TF­SIF sinnti landa­ mæraeftirliti fyrir Landamæra­ og strandgæslustofnun Evrópu, Fron­ tex, á Miðjarðarhafi í fjóra mánuði á nýliðnu ári. Fjórir af hverjum fimm flugtímum flugvélarinnar voru vegna þessara verkefna, að því er fram kemur í svari Landhelgisgæsl­ unnar. Þar segir að erfið fjárhags­ staða stofnunarinnar hafi ráðið því að Frontex­verkefnin hafi orðið svo fyrirferðarmikil. „Tölurnar sýna að flugvélin nýttist þess vegna ekki sem skyldi við eftirlit og önnur verkefni á Íslandi því aðeins 14 prósent flug­ tíma TF­SIF á síðasta ári flokkuðust undir gæsluflug og fimm prósent þjálfun.“ – bg n Íslendingar 98 n Útlendingar 75 Enginn slasaðist þegar rúta rann í hálku og hafnaði utan vegar á Þingvallaleið í gær. Sjö erlendir ferðamenn auk bílstjóra voru innanborðs. Aðeins örfáar vikur eru síðan ung kínversk kona lést og rúmlega tuttugu slösuðust í rútuslysi skammt frá Klaustri og skapaðist mikil umræða um öryggi á vegum í kjölfarið. Fréttablaðið/SteFÁn skattar Yfirskattanefnd hefur stað­ fest niðurstöðu skattrannsóknar­ stjóra um að skattframtalning athafnamannsins Karls Wer­ nerssonar vegna aflandsfélags síns Dialog Global Invest­ ment Ltd. hafi ekki verið í samræmi við lög. Þannig hafi Karl staðið skil á efnislega röngum framtölum fyrir tekjuárin 2005­2008; rúmlega 1,1 milljarður króna hafa ranglega verið talinn fram sem arður og rúm­ lega 327 milljóna króna vaxtatekna af láni Karls til félags í eigin eigu ekki verið getið. Skattstofnin lækkaði þó um 739 milljónir þar sem ekki þótti sannað að hagnaður af hlutabréfasölu hafi runnið til hans. Karl hefur farið fram á endur­ upptöku vegna tilkomu nýrra gagna.  – jóe / sjá síðu 4 Karl braut skattalög Ef miðað er við árið 2011 nemur aukning útkalla 66 prósentum 0 8 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E A D -6 F A 4 1 E A D -6 E 6 8 1 E A D -6 D 2 C 1 E A D -6 B F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 7 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.