Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.01.2018, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 08.01.2018, Qupperneq 29
Brottrekstrarhrina í ensku úrvalsdeildinni Þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað hafa sjö knattspyrnustjórar í ensku úrvalsdeildinni verið látnir taka pokann sinn. Sá fyrsti, Frank de Boer, var rekinn eftir aðeins fjóra deildarleiki við stjórnvölinn hjá Crystal Palace og í fyrradag bættist Mark Hughes í hóp brottrekinna stjóra. Banabiti hans var tap Stoke fyrir D-deildarliði Coventry. Eftir mikla rekistefnu var Sam Allardyce ráðinn til Everton, rúmum mánuði eftir að Koeman var rekinn. Stóri Sam hefur stoppað í götin í varnarleik Everton sem er komið upp í 9. sæti deildarinnar. Slaven Bilic var rekinn frá West Ham 6. nóvember og daginn eftir var David Moyes ráðinn í hans stað. Bilic gerði fína hluti á sínu fyrsta tímabili hjá West Ham en var senni- lega heppinn að fá að halda starfinu jafn lengi og raun bar vitni eftir slakt gengi í fyrra Moyes hefur rétt West Ham-skút- una af þótt sigrarnir séu aðeins þrír í 12 leikjum undir hans stjórn. Hamr- arnir eru þó komnir upp úr fallsæti. Tony Pulis fékk sparkið hjá West Brom 20. nóvember eftir 10 leiki í röð án sigurs. Alan Pardew tók við starfi Pulis. West Brom bíður enn eftir fyrsta deildarsigrinum undir hans stjórn. Þrátt fyrir að West Brom hafi ekki unnið leik síðan 19. ágúst, í 2. umferð, er liðið bara fjórum stig- um frá öruggu sæti í ensku úrvals- deildinni. Fjórum dögum fyrir jól var Paul Clement látinn fara frá Swansea City, eftir innan við ár í starfi. Undir stjórn Clements björguðu Svanirnir sér frá falli á síðasta tímabili. Í sumar leituðu Gylfi Þór Sigurðsson og Fernando Llorente á önnur mið og þar fór sóknarleikur Swansea á einu bretti. Liðið hefur aðeins skorað 13 mörk í 22 deildarleikjum í vetur. Portúgalinn Carlos Carvalhal var rekinn frá B-deildarliði Sheffield Wednesday á aðfangadag en fjór- um dögum seinna var hann ráðinn stjóri Swansea. Carvalhal er fjórði stjóri Swansea á síðustu tveimur árum. Ekki er loku fyrir það skotið að áttundi stjórinn verði látinn taka pokann á næstunni. Mauricio Pel- legrino, stjóri Southampton, situr í heitu sæti. Lítil ánægja er með störf hans en stuðningsmenn Southamp- ton bauluðu á liðið í 0-1 sigri á Ful- ham á laugardaginn. Dýrlingarnir eru í 17. sæti ensku úrvalsdeildar- innar og í fallbaráttu eins og staðan er núna. ingvithor@frettabladid.is Deildin hefur verið í forgangi hjá okkur og það gæti verið blessun í dulargervi að við höfum dottið út. Mark Hughes Mark Hughes var fjórði langlífasti knattspyrnustjór- inn í ensku úrvalsdeildinni. Hann tók við Stoke sumarið 2013 og stýrði liðinu í alls 200 leikjum. Nýjast Domino’s-deild karla Í dag Domino’s deild karla 19.15 Njarðvík - Þór Þ. Ármúla 4-6, Reykjavík 511 2777 | sala@betribilakaup.is Gerðu betri kaup hjá okkur! Hringdu í 511 2777 2017 Kia Optima Phev 2017 Mitsubishi Outlander Arctic Phev 2017 Nissan Leaf Tekna+ Fullkominn fyrir íslenskar aðstæður - 4X4 Apple Carplay/Android Auto Eini tengitvinn bíllinn sem er með hraðhleðslu 360° myndavélakerfi Verð 4.430.000 kr. Er á staðnum Vertu velkominn í reynsluakstur! 30 Kwh rafhlaða 250 km á hleðslunni Verð 3.565.000 kr. Glæsilegur og mjög vel útbúinn Harman/Kardon hljóðkerfi Plug-In Hybrid Hraðastillir með aðlögun Verð 3.790.000 kr. facebook.com/betribilakaup KR - Stjarnan 85-70 Stigahæstir: Kristófer Acox 28/12 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 14, Darri Hilmarsson 12 - Collin Pryor 22/10 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 11, Hlynur Bæringsson 10. Höttur - ÍR 74-90 Stigahæstir: Kelvin Lewis 29, Mirko Stefán Vrijevic 17/14 fráköst - Matthías Orri Sigurðarson 19, Ryan Taylor 17/10 fráköst, Sveinbjörn Claessen 15, Danero Thomas 13. Tindastóll - Valur 103-67 Stigahæstir: Antonio Hester 25, Sigtryggur Arnar Björnsson 15, Brandon Garrett 14/8 fráköst, Helgi Margeirsson 12 - Gunnar Ingi Harðason 26, Oddur Birnir Pétursson 9. Keflavík - Þór Ak. 98-100 Stigahæstir: Dominique Elliott 29/11 frá- köst, Hörður Axel Vilhjálmsson 18/10 stoðs. - Ingvi Rafn Ingvarsson 20, Hilmar Smári Henningsson 18, Sindri Davíðsson 16. Haukar - Grindavík 90-78 Stigahæstir: Kári Jónsson 30, Breki Gylfa- son 16, Finnur Atli Magnússon 10/7 fráköst - Dagur Kár Jónsson 20/8 stoðs., Sigurður Þorsteinsson 16/14 fráköst. Efri Haukar 20 KR 20 ÍR 20 Tindastóll 18 Keflavík 14 Njarðvík 14 Neðri Grindavík 14 Stjarnan 12 Þór Þ. 8 Valur 8 Þór Ak. 6 Höttur 0 Domino’s-deild kvenna Snæfell - Keflavík 53-80 Stigahæstar: Kristen McCarthy 23/12 frá- köst, Rebekka Rán Karlsdóttir 9 - Brittanny Dinkins 27/7 fráköst/11 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 14. Valur - Breiðablik 85-52 Stigahæstar: Aalyah Whiteside 19, Ásta Júlía Grímsdóttir 16, Guðbjörg Sverrisdóttir 13/10 fráköst/9 stoðs. - Ivory Crawford 18/10 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 12. Njarðvík - Skallagrím. 61-76 Stigahæstar: Shalonda Winton 34/15 frá- köst - Carmen Tyson-Thomas 25/12 fráköst, Ziomora Esket Morrison 18/11 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/7 fráköst. Haukar - Stjarnan 82-76 Stigahæstar: Cherise Daniel 28/12 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 16, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 14 -Danielle Rodriguez 32/13 stoðs., Bríet Sif Hinriksdóttir 19. Efri Valur 24 Haukar 20 Keflavík 20 Stjarnan 16 Neðri Breiðablik 16 Skallagrímur 14 Snæfell 10 Njarðvík 0 West Brom Tony Pulis 20. nóvember 2017 Swansea Paul ClemenT 20. desember 2017 Stoke City mark HugHes 6. janúar 2018 KoMinn TiL BArCELonA Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho er genginn í raðir Barce- lona frá Liverpool. Greint var frá félagaskiptunum á laugardaginn og í dag verður Coutinho kynntur til leiks hjá Barcelona. Kaupverðið er 142 milljónir punda sem gerir Cout inho að næstdýrasta leik- manni allra tíma á eftir landa hans, neymar. Coutinho gekk í raðir Liverpool í árs- byrjun 2013 og lék yfir 200 leiki og skoraði 54 mörk fyrir liðið. Barce- lona reyndi að kaupa brasilíska landsliðs- mann- inn síðasta sumar en það tókst ekki fyrr en nú. S p o r t ∙ F r É t t A B L A ð i ðs P T T T a l am Á n u D a g u r 8 . j a n ú a r 2 0 1 8 0 8 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E A D -7 E 7 4 1 E A D -7 D 3 8 1 E A D -7 B F C 1 E A D -7 A C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 7 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.