Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.02.2003, Side 11

Víkurfréttir - 13.02.2003, Side 11
VÍKURFRÉTTIR I 7. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 I 11 VF BÍLAR Alvöru sportbíll Nýr Land Cruiser 90 BÍLABLAÐ • 12 SÍÐUR Í • Í Bílar VF fengu að taka í þetta tryllitæki á dögunum....ó, boj, ó, boj! Þetta er svakaleg bifreið. Krafturinn er svo ótrúlega mikill að það er með ólíkind- um. Sex gírnarnir flytja mann á ofurhraða á mettíma. Stæla- gæjalegt útlitið fleytir manni í hæstu hæðir þegar maður ekur rólega um göturnar. Ef ein- hverjum er illa við athygli þá skal sá hinn sami ekki fara inn í þennan bíl, standi það honum til boða! Auðvitað er þetta ekki fjöl- skyldubíll. Þetta er töffarabíll og pláss fyrir sæta skvísu eða kon- una frammí, - og kannski rétt rúmlega hundinn afturí. Bíllinn er í eigu Keflvíkings sem hefur alltaf verið með bíladellu. Þessi bíll eða réttara sagt „þota“ á jörðu niðri er draumur í dós. Þið sem hafið ekki prófað svona bíl; látið ykkur dreyma. Það er það næsta við að taka’íann en þó auðvitað langt frá því. Svona er hann: Vél: 6 cyl, 3,4 lítra vél (í skottinu...), 221Kw (300 hestöfl), 350 Nm tog við 4600 snúninga. Drifbúnaður: 6 gíra, afturhjóladrif, með Porsche stöðugleika kerfi (spól- vörn og skrikvörn) sem er það fullkomnasta sem völ er á og gerir Porscheinn kvenmanns „proof“. Hröðun: 0-100 5,2 sek (100-0 tekur hins vegar aðeins rétt rúmar 2 sek.) 0-160 11.5 sek Hámarkshraði 280 km/klst Helstu aukahlutir: Spoilera kit og vindskeið 18 tommu BBS felgur og Pirelli P-zero Dekk Handsaumuð leðurinnrétting og ekki gleyma sérsmíðuðu ventlatöppunum með Porsche logoinu! Porsche 911 Carrera Tæknilega fullkomnasti fjöldaframleiddi sportbíll í heimi! 7. tbl. 2003 - 32 pages 12.2.2003 17:50 Page 11

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.