Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.02.2003, Qupperneq 20

Víkurfréttir - 13.02.2003, Qupperneq 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Jóhann Rúnar Kristjánssonekur um á Lexus IS300 ár-gerð 2002 en það eru aðeins til tvö slík eintök á landinu. Bíllinn er með 6 cyl. línuvél, 3.0 lítra og skilar 213 hestöflum. Hann er með skriðvörn, spól- vörn, gasfyllta dempara og tvö- falda gaffalfjöðrun að framan og aftan. „Þetta gerir bílinn rásfastan og skemmtilegan í akstri og virkar hann mjög vel, bíllinn er afturhjóladrifinn og eins gott að hafa góða vörn“, segir Jóhann í samtali við VF- bíla. Lexusinn er bæði hægt að hafa sjálfskiptan og hálfbeinskiptan. „Þegar hann er hálfbeinskiptur skiptir maður upp og niður um gíra í stýrinu svona líkt og bún- aður í Formúlu 1“. Einnig er topplúga í bílnum, sjálfvirk loft- kæling(air condition), leður inn- rétting, rafmagn í öllu o.fl. Jóhann Rúnar hefur aðeins breytt bílnum en hann setti undir hann tvöfalt sérsmíðað Remus púst- kerfi. „Pústið er vel opið og auð- veldar það vinnslu vélarinnar og gefur smá aukningu á hestöflum. Einnig setti ég undir bílinn org- inal Lexus spoiler kit allan hring- inn“. Í bílnum er öflugt hljóm- kerfi frá Lexus með 8 hátölurum og tekur sex geisladiska. Jóhann sem er lamaður frá brjósti og niður eftir umferðarslys fyrir nokkrum árum þarf samá auka- búnað í bílinn til að geta keyrt. Í bílnum hefur verið komið fyrir stöng sem kemur upp með sjálf- skiptingunni og í henni er bæði bremsa og bensín. „Ef ég toga hana að mér er ég að gefa bílnum bensín og ef ég ýti henni frá mér er ég að bremsa. Þessi búnaður tengist bara beint undir mæla- borðið þannig að það getur hver sem er keyrt bílinn á eðlilegan hátt“. Jóhann segist mjög ánægður með bílinn enda ekki annað hægt. „Þessi bíll er bara hreint út sagt geðveikur og alveg frábært að keyra hann, mikil orka og svo frábærir aksturseiginleikar“, segir Jóhann og bætir því við að það sér verst að hann geti ekkert gef- ið honum hér á klakanum. „Mig langar mikið að taka smá reis um Evrópu næsta sumar og hver veit nema það verði að veruleika“. Jóhann Rúnar Kristjánsson er lamaður eftir umferðarslys: Breytti sjálfur pústkerfinu á glæsilegum Lexus VFBÍLAR BR EYT I NGAR • FRÉTT I R Að allra mati var síðastaár einstaklega lélegt hjábílasölum um allt land. Þó aðeins séu liðnir einn og hálfur mánuður af nýja árinu þá virðist sem bílasala sé að komast verulega í gang að nýju. Í samtali við VF bíla mátti heyra á bílasölum á Suð- urnesjum að þeir eru bjart- sýnir á framhaldið. Mikael Þór Halldórsson starfs- maður GS-Sport sagði að nóg væri að gerast hjá þeim og að í mars ætti m.a. að frumsýna nýja Nissan Micra: „Það hefur verið ágætt að gera og þetta er betra en í fyrra. Við erum að fá nýja bíla inn til okkar t.d. Subaru Forrester og Nissan X-trail en fólk hefur verið hrifið af þessum bílum. Nú er tilboð á Isuzu Trooper með aukahlutapakka, en bíllinn er með díselvél og sjálfskiptur. Við erum einnig með spunkunýja Nissan Primera og það sem er nýtt í henni að hún er með bakkmyndavél þan- nig að þegar þú bakkar þá get- urðu horft á sérstakan skjá sem sýnir svæðið bakvið bílinn.“ Smári Helgason á Bílasölu Keflavíkur sagðist vera bjart- sýnn á nýhafið ár: „Síðasta ár var lélegt, en það eru mikil bata- merki á þessu ári. Við erum að kynna nýjan Renault Mégane, sem er mjög breyttur og djarfur í útliti. Bíllinn er með nýtt útlit og fæst bæði 3 og 5 dyra. Það verður frumsýning á næstu vik- um þar sem hægt verður að reynsluaka bifreiðina. Við erum einnig með Hyundai Terracan jeppa með 3 lítra vélinni og það er skemmtilegur bíll og svo sannarlega fullvaxinn jeppi sem hefur fengið góða dóma.“ Erlingur Hannesson á bílasöl- unni Bílavík sagði að greinilegur kippur væri að koma í bílasölu: „Mér líst mjög vel á byrjunina á þessu ári og greinilegt að mark- aðurinn er kominn í ákveðna þörf fyrir endurnýjun. Nýjungin hjá Volvo er XC-90 jeppinn en hann hefur verið að fá frábæra dóma í erlendum bílablöðum og meðal annars var hann valinn jeppi ársins í Bandaríkjunum Birtir yfir b Veistu um brallara í bílskúr að gera upp gamlan bíl. Láttu okkur vita á pc@vf.is V.W Multivan árg. ‘88 Turbo diesel ferðabíll, allur ný yfirfarinn, ekinn 109 þús. Mjög fallegur bíll. Sjón er sögu ríkari. Uppl. í síma 421-1986. Pontiac Trans Am árg. ‘83 350 chevy vél, rafmagn í rúðum, T-toppur. 2,5’’ púst út í 3,5’’ stúta. Uppl. í síma 865-3734 Sigurður. Draumabíllinn! PT Cruiser Limited árg. ‘02 (skráður 01.11.02). Ekinn 1010 km. Beinskiptur, leðursæti, útvarp/geislaspilari, rafdrifnar rúður, samlitir stuðarar, filmur í rúðum og toppbogar. Uppl. í síma 893-2430 Skúli. 7. tbl. 2003 - 32 pages 12.2.2003 18:34 Page 20

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.