Víkurfréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR I 7. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 I 21
fólk getur pantað bílinn. Þetta er
lúxusjeppi og verðið er gott, frá
5,4 og upp í 6,4 en sá bíll með
ýmsum aukabúnaði. Það er að
koma nýr Honda Accord um
miðjan mars og sá bíll hefur
hlotið mjög góða dóma þar sem
hann hefur verið prófaður í
Þýskalandi. Kjartan Steinars-
son, framkvæmdastjóri þjón-
ustuumboðs Heklu sagði nýlega
væri búið að opna varahluta-
verslun hjá Hekluumboðinu á
Suðurnesjum: „Það sem er það
helsta í gangi hér þessa dagana
að nýji jeppinn VW Touareg er
kominn til landsins og eru við-
tökur við honum mjög góð-
ar.Svo erum við að kynna nýtt
útlit á MMC Pajero. Árið fer vel
að stað í sölu. Helstu nýjungar
er rekstrarleiga til einstak-
linga.Við vorum að opna vara-
hlutaverslun hér á staðnum þar
sem er hægt að fá allt það helsta
í Heklubíla, og getur fólk komið
á staðinn og fengið þurrkublöð
og perur sett í á staðnum strax.
Þeir varahlutir sem ekki eru til á
staðnum koma samdægurs frá
Rvk. Það eru þrjár ferðir á dag
til okkar frá Heklu í Reykjavík.
Það sem er framundan í nýjum
bílum á árinu: það er að koma
nýr MMC Outlander sem á að
keppa við Hondu, Toyota Rav4,
Subaru Outback.Svo er að
koma nýr VW fjölnotabíll sem
verður kynntur á þessu ári. Við
erum búin að fá bíla til landsins
sem eru ætlaðir fyrir Ameríku-
markað og ætlum við að reyna
að selja þá til íbúa á Keflavíkur-
flugvelli.“
r bílasölu
Ísumar 11.-15. júlí stendurtil að fara í þriðju ferðinaá þessa stórglæsilegu forn-
bílasýningu. Þetta er stærsta
sýning sinnar tegundar á
Bretlandseyjum og er hún
haldin skammt fyrir utan
Dundee í Skotlandi.
Er þetta mekka fornbílaáhuga-
mannsins. Þarna eru saman
komnir glæsilegustu bílar
landsins frá árunum 1890 til
1960 í öllu sínu veldi og jafn-
framt mótorhjól frá árunum
1895 til 1960 og dráttavélar og
uppí stærstu gufuvélar. þarna
eru bílar úr mörgum kvik-
myndum t.d. 39 þrep og chitty
chitty bang bang fengum við
að skoða þann bíl í ferð sem
var farin 1999 og er núna farið
að sjást meira af amerískum
bílum. Á svæðinu er stórlæsi-
legur 16. aldar kastali sem er í
eigu frænda Englandsdrottn-
ingar, þar fæddist móðir
drottningar einnig.
Í Dundee er margt hægt að
skoða t.d rannsóknarskipið
Discovery sem fór á suðurpól-
inn með capt. Scott í kringum
aldamótin 1900. Það er mjög
stutt í allt golf frá þeim stað
sem við komum til með gista
á. Við höfum verið svo lánsöm
að það er kartöflubóndi sem er
jafnframt dómari á sýningum
hann hefur alltaf getað tekið á
móti okkur og við fengið að
skoða 120- 130 ára gamlar
dráttavélar sem hann á .
Þeir sem hafa áhuga að fræðast
meira um þessa ferð geta kom-
ið og skoðað með okkur
myndband úr þessum ferðum á
Kaffi Duus
Nk. laugardag frá kl. 15- 17.
Áhugasömum er bent á að
hafa samband við S.B.K (Kol-
brún ) Sími 420-6000 eða Þóri
Sími 869-8191.
Fornbílasýning í Skot-
landi sumarið 2003
7. tbl. 2003 - 32 pages 12.2.2003 18:17 Page 21