Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.02.2003, Page 30

Víkurfréttir - 13.02.2003, Page 30
30 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! H jónin Eygló Þorsteinsdóttir og GeirNewman hafa verið athafnasöm á Suður-nesjum síðustu ár. Frá árinu 1985 hefur Geir verið umboðsmaður Sjóvá Almennra. Eygló hóf störf hjá fyrirtækinu árið 1990 og í dag eru þau umboðsmenn Happdrættis Háskól- ans og SÍBS. Fyrir stuttu gerðust þau umboðs- menn ferðaskrifstofunnar Heimsferða og er því margháttuð þjónusta í boði að húsnæði fyrir- tækisins að Hafnargötu 36. Hvað mættu margir í opnunina um síðustu helgi? Það var þó nokkuð af fólki sem kom á sunnudag- inn, bæði til að ná sér í sumarbæklinginn og líka til að bóka sína draumaferð. Hvernig líst ykkur á að vera farin að starfa í ferða- mannaiðnaðinum? Okkur líst ágætlega á að bæta þessu við og teljum að þetta fari vel saman við aðra þjónustu sem við bjóðum. Ferðalög erlendis eru orðin snar þáttur í lífsmunstri fjölda manns. Fjölskyldan vill eyða frí- inu saman og ekki spillir góða veðrið á suðrænum slóðum. Það er greinilegt að fólk skipuleggur sumarleyfið snemma og er oft búið að ákveðið sig þegar sumar- leyfisbæklingarnir koma út. Ferðalög eru bæði þroskandi og stuðla að andlegri og líkamlegri hvíld. Það er mikilvægt miðað við okkar daglega mynstur sem oft einkennist af hraða og streitu. Bjóðið þið upp á allar ferðir sem Heimsferðir eru með? Allar ferðir sem Heimsferðir bjóða uppá er hægt að fá afgreiddar hjá okkur. Verðið þið með einhverjar sérstakar ferðir á boðstólum? Þær ferðir sem mest er bókað í núna eru svokallaðar stjörnuferðir. Þar býðst 8000.- afsláttur á hverja bókun. Þetta tilboð gildir til 15.mars en gætu auð- veldlega selst upp fyrr miðað við eftirspurnina núna. Þeir staðir sem eru vinsælastir eins og er, eru Costa del sol og svo Ítalía. Einnig er mikið spurt um Mall- orca og Benidorm. Hvernig hafa viðbrögðin verið frá því þið opnuðuð? Við höfum fengið mjög góð viðbrögð, enda erum við að bjóða góðar ferðir og á besta verðinu. Við hvetjum fólk til koma og kynna sér málið. Eruð þið bjartsýn á framhaldið? Það hefur verið góð aukning í sölu ferða hjá Heims- ferðum sl.ár og ánægðir viðskiptamenn eru besta auglýsingin sem hægt er að fá. Heimsferðir neðar á Hafnargötuna Garðbraut 51, Garði. 122m2 einbýli með 3 svefnh. Skolp og miðst. lögn nýleg. Hagst. lán áhv. 9.700.000.- Birkiteigur 9, Keflavík. 120m2 einbýli á 2 hæðum með 4 svefnh. og 50m2 bíl- skúr. Heitur pottur. Eign í góðu ástandi. 13.900.000.- Hraunholt 2, Garði. 142m2 einbýli með 4 herb. og 50m2 bílskúr. Hagstæð lán áhvílandi. Eign í góðu ástandi. 14.000.000.- Hólagata 6, Sandgerði. Gott 140m2 einbýli með 4 svefnh. Tvöfaldur bílskúr 50m2 Eign í góðu ástandi. Uppl. um verð á skrifstofu. Mávabraut 2, Keflavík. Góð 3ja herb. íbúð á 2. hæð með 2 svefnh. Hagstæð lán áhvílandi. 7.500.000.- Heiðarhvammur 5, Keflavík. Vinsæl 77m2 3ja herb. íbúð á 3. hæð í fjölbýli. Hagstæð lán áhvílandi. 7.900.000.- Jörðin Arnarhóll,Sandgerði. Íbúðarh. með 4 svefnh. og bílskúr. Fínt fyrir hestamenn eða þá sem ekki vilja búa í bæjum. Útihús á jörðinni og 2,6 ha. ræktað land ásamt hluta í ósk. heiðarlandi. 16.000.000.- Kópubraut 11, Njarðvík. 140m2 einbýli með 5 svefnh. heitur pottur og verönd. Eign sem gefur mikla möguleika. 12.800.000.- Kirkjuteigur 7, Keflavík. 3ja herb. íbúð á n.h. með sameiginl. inng. ásamt bíl- skúr. Baðh. nýtekið í gegn og skipt um skolp og neyslu- vatnslagnir. 8.800.000.- Reykjanesvegur 56, Njarðvík. Góð 76m2 íbúð á neðri hæð í tvíbýli með sérinngangi. Mikið endurnýjuð íbúð. 6.500.000,- Faxabraut 2, Keflavík. Ný standsett góð 96m2 3ja herbergja íbúð á 1. hæð með sérinngangi. Laust strax. 9.600.000.- Heiðartún 2, Garði. Verslunarhús. á góðum stað í Garðinum. Stærð 119m2 Eign sem gefur ýmsa möguleika. 8.500.000,- Lyngholt 19, Keflavík. 110m2 4ra herb. íbúð á 2. hæð með sérinngangi á góðum stað í bænum. Ýmis skipti á íbúðum koma til greina. 10.300.000.- Smáratún 19, Keflavík. 114m2 neðri hæð í tvíbýli með 3 svefnh. Búið að endurnýja lagnir í íbúðinni. Hagstæð lán áhvílandi. 8.800.000.- 7. tbl. 2003 - hbb 2/12/03 18:14 Page 30

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.