Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.02.2003, Side 4

Víkurfréttir - 27.02.2003, Side 4
BÆJARSTJÓRN Sandgerðis fær stórt hrós fyrir þá vinnu sem þeir hafa lagt í varðandi það að ná kvóta til Sandgerðis. Þeir eru að gera það eina sem sveitarfélög geta gert, kaupa kvóta og tryggja að hann sé unninn í sveitarfé- laginu. Kallinn vonar að þeim takist að ná til sín sem mestum kvóta og að hann haldist í sveitarfélaginu. Bankastofnanir landsins ættu að geta lánað sveitar- félögum fjármagn til kvóta- kaupa, alveg eins og þessar sömu stofnanir lána „kvótakóngunum“ allt það fé sem þeir þarfnast og vilja. KALLINN hlakkar mikið til að mæta sem áhorf- andi á gamaldags pólitískan kappræðufund þar sem frambjóðendur kynna stefnu síns flokks, bauna á hvern annan og svara síðan spurningum úr sal. Þannig fundir heyra orðið sögunni til, en á slíkum fundum var oft mikið barist. Kallinn setti fram óskir þess efnis í síðasta pistli að fá svör frá Suðurnesja- frambjóðendum um það hvort þeir þyrðu að mætast á slíkum fundi. Svör eru að berast og mun Kallinn greina frá því hverjir þora í næsta pistli. TIL AÐ KOMA málunum á hreyfingu skellir Kall- inn fram þeirri hugmynd að slíkur fundur verði haldinn mánudagskvöldið 7. apríl nk. Það hljóta að vera fyrirtæki, einstaklingar eða félagasamtök þarna úti sem sjá hag sinn í því að halda slíkan fund. OG ENN AÐ fundinum: Kallinn lýsir eftir ábend- ingum að fundarstjóra sem mun stýra þessum fundi. Ljóst er að það þarf kraftmikinn og röggsaman ein- stakling til að stýra slíkum fundi. Sendið ábending- ar til kallsins á kallinn@vf.is. Framboðsfundur þar sem efstu Suðurnesjaframbjóðendur hvers stjórn- málaflokks kynna sín mál verður haldinn - sjáum til þess! SÆDÝRASAFN Á SUÐURNES. Af hverju í ósköpunum er ekki reist Sædýrasafn hér á Suður- nesjum eins og var í Hafnarfirði á sínum tíma. Kall- inum barst þessi spurning frá lesanda. Það var mikil upplifun fyrir mörg börnin að fara í Sædýrasafnið og sjá dýrin sem fyrir augu bar, ljón, apa, ísbjörn og önnur dýr. Suðurnesjamenn hafa alla burði til að koma slíku safni upp á svæðinu og væri tilvalið að koma því upp nálægt Bláa Lóninu eða hreinlega fyrir innan Innri-Njarðvík. Þetta er mál sem þarf að ræða og Kallinn vill endilega fá póst frá áhugasöm- um um þessa frábæru hugmynd. KALLINN ER alltaf að fá bréf og þakkar hann fyrir þau, enda oft um stórskemmtileg málefni að ræða. En eitt bréf var það sem hann hnaut við í síð- ustu viku og vakti Kallinn verulega til umhugsunar. Sendandi bréfsins lýsir yfir furðu sinni á háum launum sveitarstjóra í litlum sveitarfélögum þar sem hann fullyrðir að sveitarstjórar minni sveitarfé- laganna séu með laun sem slagi hátt í milljón á mánuði, ásamt fríðindum. Kallinum finnst þetta náttúrulega óforsvaranlegt. Er rétt að sveitarstjórar í þessum minni sveitarfélögum séu með laun af þessu tagi? Hvað gætu sveitarfélögin gert fyrir 12 milljónir króna á ári? Hvað finnst íbúunum um þetta? Væri þá ekki skárra ef þessi sveitarfélög væru lykill í bókhaldskerfi Reykjanesbæjar og bær- inn gæti nýtt allar milljónirnar sem annars fara í yf- irstjórn sveitarfélaganna í verkefni í viðkomandi sveitarfélögum? KALLINN kannaði aðeins málið og samkvæmt fundargerð Gerðahrepps frá 15. janúar á þessu ári er áætlað að 32 milljónir fari í yfirstjórn hreppsins á árinu. Hvað væri hægt að gera fyrir þessar 32 millj- ónir í hreppnum? Og Kallinum svimar þegar hann hugsar um kostnað vegna yfirstjórnar Grindavíkur, Voga og Sandgerðis. Samanlagður kostnaður vegna yfirstjórnar þessara sveitarfélaga fer án efa vel yfir 100 milljónir. Það þarf ekki glöggan einstakling til að átta sig á því að slík sameining myndi margborga sig. KALLINN hefur áður lýst því yfir að heiti sveitar- félaganna gæti haldið sér, því þau yrðu nokkurskon- ar úthverfi Reykjanesbæjar. Fyrir utan það hve styrkur sveitarfélagsins myndi aukast á landsvísu. Kallinn hvetur íbúa þessara sveitarfélaga til að hugsa um þessi mál. Og Kallinn treystir Árna Sig- fússyni bæjarstjóra vel til þess að vinna fyrir öll Suðurnesin. SAMEINUÐ STÖNDUM vér - sundruð föllum vér. Kveðja, kallinn@vf.is 4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! VÍKUR FRÉTTIR Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 260 Njarðvík Sími 421 0000 (15 línur) Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hbb@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, franz@vf.is Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir, sími 421 0008 kristin@vf.is, Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0009 jofridur@vf.is Blaðamenn: Jóhannes Kr. Kristjánsson sími 421 0004 johannes@vf.is Sævar Sævarsson, sími 421 0003 saevar@vf.is Hönnunarstjóri: Kolbrún Pétursdóttir, kolla@vf.is Hönnun/umbrot: Kolbrún Pétursdóttir, kolla@vf.is, Stefan Swales, stefan@vf.is Skrifstofa: Stefanía Jónsdóttir, Aldís Jónsdóttir Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dreifing: Íslandspóstur Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Aðrir fjölmiðlar Víkurfrétta ehf. eru: VF - Vikulega í Firðinum Tímarit Víkurfrétta, The White Falcon, Kapalsjónvarp Víkurfrétta. MUNDI Nú er Kallinn alveg búinn að vera. Eru apar og ljón allt í einu orðin sædýr? Kveðja, mundi@vf.is Netfangið m undi@ vf.is á sér enga stoð í raunveruleikanum . Kallinn á kassanum V il koma til þín ábendingu um þau viðbótarlán sem fólk fær hjá bæjarfélaginutil íbúðarkaupa. Hvernig má það vera að bærinn fær úthlutað 300 millj. íbyrjun árs en ætlar ekki að úthluta nema 25 millj. á mánuði út árið. Þannig þarf fullt af fólki að bíða í marga mánuði eftir þessum peningum og þetta stöðvar auk þess þá keðjuverkun sem svo oft er í fasteignaviðskiptum. Ætlar bærinn að ávaxta þessar milljónir út árið en láta íbúðakaupendur/seljendur sitja í súpunni því ekki er hægt að ganga frá kaupsamningi eins og um var samið. Komdu sæll, Kallinn á kassanum. Ég hef séð á skrifum þínum í Víkurfréttum að þú hefur þungar áhyggjur afheilsugæslumálunum hér á svæðinu. Þú ert ekki einn um það enda full ástæðatil að hafa áhyggjur. Ástandið er, vægt til orða tekið, afleitt. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort við Suðurnesjamenn getum ekki þrýst á það að eitthvað verði gert, við skulum ekki gleyma því að nú verður gengið til kosninga í vor og við hljótum að geta nýtt okkur það, t.d. með undirskriftalistum og svo frv. Það er alveg ljóst að þetta ástand getur ekki varað öllu lengur, tveir læknar anna ekki fleiri þús- und manns til lengdar. Ekki er langt síðan mikil samstaða Suðurnesjamanna varð til þess að samgöngumálaráð- herra varð að láta undan þrýstingi og hefja framkvæmdir fyrr en ella við breikkun Reykjanesbrautarinnar. Þetta sýnir okkur hvers við erum megnug þegar við Suðurnesja- menn stöndum saman. Við skulum hafa í huga að með þögninni erum við að samþykkja óbreytt ástand. Látum heyra í okkur á kosningaári. Mig langar til að skora á þig, Kallinn á kassanun, og félaga þína á Víkurfréttum til að gerast kyndilberar í þessu máli. ÚR BRÉFUM SEM KALLINUM HAFA BORIST Gerum tilboð í fréttabréf og afmælisblöð fyrir félagasamtök og fyrirtæki. Ekkert verk er of smátt eða of stórt fyrir okkur. Sjáum um efnisöflun, ljósmyndun, hönnun og prentun. Nánari upplýsingar veita Páll Ketilsson eða sölufólk Víkurfrétta. Síminn er 421 0000 eða tölvupóstur: pket@vf.is Félagasamtök og fyrirtæki athugið! Lögreglan kannar starfsemi tölvusetra Um helgina fór lögregl-an í Keflavík inn á tvotölvuspilasali í Reykjanesbæ, svokallað „tölvu-lan“, en ábendingar hafa borist til lögreglu um þessa starfsemi og að þarna væru börn og unglingar inni langt fram eftir kvöldum. Á föstudagskvöldið voru tveir 13 ára piltar á öðrum staðn- um þegar lögreglan kom þar að kl. 23:00. Samkvæmt 20. gr. lögreglu- samþykktar fyrir Reykjanes- bæ, þá er svona starfsemi leyf- isskyld, en sækja þarf um leyfi til lögreglustjóra sem gefur út leyfi, en það er háð umsögn bæjarstjórnar. Í leyfi skal m.a. kveðið á um aðgang ung- menna. Mun lögreglan stöðva þessa stafsemi þar til tilskilin leyfi liggja fyrir, segir orðrétt á vef lögreglunnar. 9. tbl. 2003 - 24 hbb 2/26/03 16:37 Page 4

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.