Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.02.2003, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 27.02.2003, Qupperneq 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Hjálmar segir að það hafi verið gamall draumur að setjast með trommukjuða og berja húðir: „Ég hef spilað lengi á trommur í huganum, því þetta hefur verið draumur í 45 ár eða frá því ég var smá ormur,“ segir Hjálmar en sonur hans hvatti hann til kaupa á trommusetti: „Rétt fyrir jólin lét ég drauminn rætast fyrir hvatningu frá syni mínum sem er að leika sér í bílskúrsbandi. Trommuleikar- inn þar ákvað fyrir jólin að skipta um trommusett og ég ákvað að fjárfesta í hans gamla setti og þar með láta drauminn rætast.“ Annir þingmanna eru miklar og eftir annasaman dag er nauðsynlegt að tæma hugann og einbeita sér að áhugamáli: „Þetta er eins og að ganga ofan í tæra laug eftir strangan vinnudag og koma þaðan tandurhreinn af settinu. Ég fæ góða útrás með trommuleiknum.“ Hjálmar segir að það hafi ekki verið leikur einn að hefja trommuleikinn því samhæfa þurfi margar aðgerðir í einu: „Þetta hefur gengið skrykkjótt og reynist mun erfiðara en ég hélt. Ég fékk góðar gjafir og hvatningu frá börnum mínum, meðal annars bókina „The absolute beginners book for drum players“ og trommukjuða. Ég keypti mér síðan spólu fyrir algjöra byrjendur, en stóri vand- inn er að hafa stjórn á öllum útlimunum í ólíkum takti. Á tímabili var ég að brotna,“ segir Hjálmar og kímir. En Hjálmari var rétt hjálparhönd frá samflokks- manni og vini sem þekktur er fyrir að hafa sungið lagið Traustur vinur inn í hjörtu þjóðarinnar: „Síð- an gerðist það á skrifstofu minni þar sem ég var gráti næst yfir þessum vonbrigðum að kollegi minn, Magnús Stefánsson, þingmaður Vestlend- inga og Traustur vinur (söng lagið inn á plötu) kom á skrifstofuna til mín og tók mig í kennslu- stund. Magnús er þekktur trommuleikari og spilar með hljómsveitinni Upplyftingu. Magnús kenndi mér ákveðin trix inni á minni skrifstofu og ég sett- ist síðan við trommusettið þegar ég kom heim og undrið gerðist. Frá þessu andartaki hefur leiðin legið beint upp á við. Að vísu hef ég mætt smá niðurbroti því konan mín hefur tvisvar sinnum kíkt á „kallinn“ inni í skúr og fengið hláturskast í bæði skiptin,“ segir Hjálmar alvarlegur í bragði. Töluverður hávaði fylgir trommuleik „kallsins“: „Dóttir mín hefur forstofuherbergi sem liggur upp að bílskúrnum og fyrir kemur að hún neyðist að flýja úr herberginu sínu vegna látanna í föður sín- um,“ segir Hjálmar en bætir við að dóttirin sé stolt af pabba sínum. Sonur Hjálmars og vinur hans hafa gefið honum fyrirheit um að spila með honum ef hann standi sig vel: „Hlynur Valsson og Ingvar Hjálmarsson hafa sett upp þá gulrót fyrir mig að ef ég verði duglegur að æfa mig þá muni þeir birtast með gít- arana í bílskúrnum. Það er mikil hvatning fyrir mig, enda hlakka ég til að spila með þeim.“ Hjálmar segir að hann stefni hátt í spilamennsk- unni. Ég set markið hátt. Charlie Watts í Rolling Stones er farinn að eldast og ég sé að hann muni fljótlega hverfa af vettvangi hljómsveitarinnar. Ég og Rúnar Júlíusson höfum talað um það að við munum báðir reyna að fylla skörð hinna rosknu félaga þegar þeir hverfa úr hljómsveitinni. Júlíus, sonur Rúnars, er minn andlegi leiðtogi í þessu og það fer að koma að því að hann fari að leiðbeina mér frekar í trommuleiknum,“ segir Hjálmar og þegar blaðamaður gengur út úr bílskúrnum má heyra að „kallinn“ hefur náð ágætis tökum á trommuleiknum og meira að segja takturinn er í lagi. - segir Hjálmar Árnason þingmaður og trommari í viðtali við Víkurfréttir Trommusláttur heyrist nú með reglulegu millibili á Faxabrautinni í Keflavík, en al- þingismaðurinn Hjálmar Árnason hefur orðið sér úti um trommusett sem hann ber reglulega til að fá útrás eftir amstur dagsins í þinginu. Á síðustu mánuðum hefur Hjálmar æft sig í trommuleik og verður að eigin sögn betri með hverjum degi. trommur í huganum“ „Hef lengi spilað á Fé til atvinnuuppbyggingar fyrir konur á Suðurnesjum Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar 18. febrúar sl. var samþykkt neðangreind ályktun til stjórnvalda: „Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja fram aukið fé til vegaframkvæmda á næstu 18 mánuðum. Það er þó ljóst að sá fjöldi starfa sem við það skapast er einkum hefðbundin karlastörf. Jafnframt eru lagðar 700 milljónir kr. til Byggðastofnunar til atvinnu- uppbyggingar. Það er mikilvægt að þær nýtist vel til uppbyggingar á þeim svæðum þar sem atvinnuleysi er mest. Bæjarstjórn Reykjanes- bæjar hvetur því stjórn SSS, Atvinnu- og hafnarráð og aðra þá sem að atvinnuuppbyggingu koma til að stuðla að því að Suðurnesin verði ekki afskipt við úthlutun þessa fjár.“ Greinargerð: Skv. tölum um atvinnuleysi á landinu 17. febr. 2003 eru 6244 atvinnu- lausir, 3372 karlar og 2872 konur. Séu hins vegar aðeins teknar tölur yfir atvinnuleysi á landsbyggðinni, þ.e. utan höfuðborgarsvæðisins eru 2295 skráðir atvinnulausir, 1159 karlar og 1136 konur. Af þessum fjöl- da eru 472 búsettir á Suðurnesjum eða um 21%. Það er því mikilvægt að þeir aðilar sem að atvinnuuppbyggingu geta komið á þessu svæði leggi sig eftir því að tryggja Suðurnesjunum a.m.k. sinn hlut af þessari fjárveitingu sérstaklega með kvennastörf í huga því hlutfallslega er at- vinnuleysi kvenna mest hér á Suðurnesjum. Fagna umræðu um verulega lækkun flugvallaskatta á Keflavíkurflugvelli Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar nú í vikunni var samþykkt neð- angreind ályktun til stjórnvalda: „Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fagnar umræðu um verulega lækkun á flugvallarskatti í millilandaflugi til samræmis við innanlandsflugið og skorar á stjórnvöld að hrinda hug- myndinni í framkvæmd sem allra fyrst.“ Greinargerð: Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fagnar þessari hugmynd enda til þess fall- in að bæta rekstrarskilyrði ferðaþjónustunnar á Íslandi. Ekki getur tal- ist eðlilegt að farþegaskattur í millilandaflugi standi undir uppbygg- ingu innanlandsflugvalla eins og gert er í dag. Þá hefur Eftirlitsstofnun EFTA gert athugasemdir við mismunandi flugvallaskatt hér á landi en innheimtar eru 1.250 krónur við flug til útlanda en 165 krónur innan- lands. Að mati stofnunarinnar brýtur þessi munur gegn ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið um að engin höft skuli vera á frelsi borgara EES-ríkja til að veita þjónustu í öðru ríki en sínu eigin. Mikilvægt er að auka markaðssetningu Keflavíkurflugvallar og auka þannig komur erlendra flugfélaga og með því tryggja fjölgun erlendra ferðamanna og tekjur samfélagsins. Á síðustu árum hafa afgreiðslu- gjöld þjónustuaðila á Keflavíkurflugvelli lækkað til muna og því mik- ilvægt að stjórnvöld taki á sínum hluta en lækkun flugvallarskatts skiptir markaðssetningu flugvallarins miklu máli enda mjög stór hluti af þeim gjöldum og sköttum sem flugrekendur þurfa að greiða. Ú R B Æ J A R S T J Ó R N Ályktanir í bæjarstjórn Reykjanesbæjar Suðurgata 32, Sandgerði. 86m2 eh. með 2 svefnh. og 36m2 bílskúr. Hagstæð lán áhvílandi. 7.500.000.- Til sölu Suðurgata 28, Sandgerði. Einbýli á 2 hæðum 161m2 4 svefnherbergi. Mikið endur- nýjað að innan og utan. Hag- stæð lán áhvílandi. 11.200.000.- Fyrir mistök víxluðust myndir á þessum eignum í síðustu viku, beðist er velvirðingar á því. 9. tbl. 2003 - 24 hbb 2/26/03 16:42 Page 8

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.