Víkurfréttir - 27.02.2003, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Undanfarin tvö ár hafasvokölluð SOS námskeiðverið haldin í Reykjanes-
bæ og hafa þau notið tals-
verðra vinsælda. Gylfi Jón
Gylfason yfirsálfræðingur hjá
Skólaskrifstofu Reykjanesbæj-
ar hefur kennt námskeiðið og
hafa m.a. allir starfsmenn leik-
og grunnskóla Sandgerðis og
Voga setið námskeiðið.
Skömmu eftir að Gylfi Jón hóf
störf hjá Reykjanesbæ fór hann
að svipast um eftir hentugu
námsefni handa foreldrum barna
með hegðunarörðugleika.
Ágústína Ingvarsdóttir hafði þá
nýverið þýtt SOS námskeiðið
yfir á íslensku fyrir Félagsvís-
indastofnun Háskóla Íslands, en
það er samið af Dr. Lynn Clark
bandarískum sálfræðingi, sem
hefur mikla reynslu af starfi með
börnum með hegðunarörðug-
leika og foreldrum þeirra. „Ég
valdi þetta námskeið vegna þess
að efni námskeiðsins er sett fram
á einfaldan og auðskilinn hátt.
Innihaldið er í raun sáraeinfalt.
Námskeiðið kennir hvernig halda
á óæskilegri hegðun í skefjum og
samtímis auka líkur á því að
barnið verði jákvætt í viðmóti“.
Gylfi Jón segir aðsóknina hafa
verið miklu meiri en búist var
við. „Í upphafi var ætlunin að
halda eitt námskeið að vori og
eitt að hausti. Reyndin varð sú að
haldin voru 5 námskeið fyrir for-
eldra í stað þeirra tveggja sem
ráðgerð voru í upphafi“.
Í upphafi var einungis ætlunin að
bjóða námskeiðið foreldrum of-
virkra barna og barna með hegð-
unarörðugleika. Sum námskeiðin
sátu leikskólakennarar og kenn-
arar sem foreldrar. Þeir töldu efni
námskeiðanna nýtast sér vel í
starfi og samtímis spurðist á upp-
eldisstofnunum bæjarins að for-
eldrar fyrirferðarmikilla barna
hefðu náð mjög góðum árangri
með börn sín eftir að hafa setið
námskeiðið. Reynsla foreldra af
námskeiðinu var svo góð að
ákveðið var að halda námskeið
fyrir starfsfólk í leikskólum
Reykjanesbæjar. Í dag er þeirri
uppeldistækni sem kennd er á
námskeiðinu beitt á öllum leik-
skólum í Reykjanesbæ og hefur
helmingur starfmanna þar setið
námskeiðið.
Víkurfréttir höfðu samband við
nokkra aðila sem tekið hafa þátt í
þessum námskeiðum og spurðu
þá aðeins út í námskeiðin. Allir
voru þeir á eitt sáttir um að þessi
námskeið hefðu hjálpað mikið og
ættu eftir að efla starfsmennina
og nemendurna.
Guðjón Kristjánsson skólastjóri í
grunnskólanum í Sandgerði
sagði í samtali við Víkurfréttir að
námskeiðin hefðu verið tekin í
tveimur hópum og að allir starfs-
menn skólans hefðu setið þau,
samtals 52 starfsmenn. „Ég held
að ég tali fyrir munn okkar allra
þegar ég segi að námskeiðið hafi
verið fróðlegt, áhugavert og
skemmtilegt. Á grunni námsefn-
isins fóru fram miklar og gagn-
legar umræður um agamál og
hvernig taka skal á þeim. Sú
samræming sem fékkst í þeim
umræðum og grundvallast á
námsefninu hefur komið okkur
mjög til góða og birtist á eftirfar-
andi hátt: Samræmdari hug-
myndir starfsmanna um hvar þol-
mörk skuli vera, skýrari skilaboð
til nemenda, aukinn skilningur á
nauðsyn þess að allir taki þátt í
samskiptamótun og aukið sjálfs-
traust starfsmanna til að taka á
málum“.
Guðjón segir að námsefnið sé að
vísu fyrst og fremst sniðið að ald-
urshópnum 2 til 12 ára og tekur
nokkuð mið af amerísku samfé-
lag. „Kjarni þess er alþjóðlegur
og með þeim miklu umræðum
sem fylgdu nýtist það vel við að-
stæður okkar og einnig í eldri
aldurshópum“.
Guðjón sagði að skólinn hefði nú
þegar notað reynsluna af nám-
skeiðinu til að móta og gefa út
samræmdar reglur fyrir 8. til 10.
bekk með nemendum þar um
umgengni og hegðun í setustofu.
Samkvæmt þeim er hver og einn
gerður ábyrgari fyrir eigin fram-
göngu í frímínútum og tekið er
strax á málum. Það hefur breytt
umgengni og hegðun stórlega til
batnaðar. Þá hefur verið kosinn
starfshópur til að endurskoða
skólareglur með svipuðum hætti.
Sá hópur er nú að taka til starfa.
Guðjón segir þó mestu breyting-
una vera eins og kemur fram að
framan í framgöngu starfsfólks;
auknu sjálfstrausti, skýrari skila-
boðum og yfirvegaðri úrlausn
vandamála sem upp koma í sam-
skiptum.
Á síðasta hausti tóku nánast allir
starfsmenn Stóru-Vogaskóla þátt
í SOS-námskeiði Félagsvísinda-
stofnunar HÍ. Snæbjörn Reynis-
son skólastjóri í Stóru-Vogaskóla
segir að allir starfsmenn skólans
hafi verið mjög áhugasamir um
þær aðferðir sem þarna voru tí-
undaðar og það væri ekki spurn-
ing að sú sameiginlega sýn sem
starfsmenn skólans hafa nú á
agamál og viðbrögð við agabrot-
um skilar sér í skólastarfinu.
„Við leggjum nú meira upp úr
umbunum en refsingum og það
virkar. Einveru-aðferðin hefur
ekki verið mikið notuð nema í
yngstu bekkjunum en ömmuað-
ferðin virkar vel á öllum aldurs-
stigum“, segir Snæbjörn. Í fram-
haldi af námskeiðinu og til að
halda þessari hugsun vakandi
hefur verið settur á fót
6 - 7 manna starfshópur um sam-
skipti og skólareglur í skólanum
og segir Snæbjörn að hann hittist
vikulega og hefur m.a. það hlut-
verk að endurskoða og endur-
móta skólareglur m.a. með tilliti
til SOS-hugsunarinnar. „Við í
Stóru-Vogaskóla mælum með
þessu námskeiði sem heppnaðist
mjög vel en það var ekki síst að
þakka þeim frábæra leiðbeinanda
sem Gylfi Jón Gylfason er“.
Heiða Björg Scheving aðstoðar-
leikskólastjóri á Sólborg í Sand-
gerði tekur í sama streng. „Okkur
fannst það bæði fræðandi og
skemmtilegt. Gylfi Jón gerði
námsefninu skil á líflegan hátt og
síðan myndaðist góð umræða um
málefnið“. SOS aðferðin byggist
á því að laða fram jákvæða hegð-
un hjá börnum með hrósi og já-
kvæðri styrkingu og stoppa nei-
kvæða hegðun.
„Þetta er eitthvað sem við vitum,
en höfum kannski ekki tamið
okkur að nota á markvissan og
samræmdan hátt. Við erum ekki
byrjaðar að vinna eftir aðferð-
inni, en það stendur til að setjast
niður í næstu viku og leggja lín-
urnar um það hvernig við ætlum
að nota SOS hér á Sólborg og
hefur verið rætt um að vera í
samráði við grunnskólann á
svæðinu, en þar hafa kennarar og
starfsfólk einnig farið á nám-
skeiðið. Ég held að þetta sé gott
tæki til þess að byggja upp já-
kvæðan aga, sem leiðir til þess
að starfið verði markvissara og
skemmtilegra hjá börnum og
starfsfólki á leikskólanum.
Ragnhildur Sigmundsdóttir, leik-
skólastjóri á Suðurvöllum í Vog-
um segir að allt starfsfólk leik-
skólans, að undanskildu starfs-
fólki eldhúss, hafi sótt SOS nám-
skeiðið. „Hér er almenn ánægja
með þetta námskeið. Við lærðum
þarna mjög skipulagðar aðferðir,
sem við getum sameinast um og
beitum öll eins“.
Ragnhildur segir að nú sé starfs-
fólkið á leikskólanum að byrja
markvisst að nota mikilvægasta
hluta námskeiðsins, en það er að
hrósa og umbuna börnunum fyr-
ir góða hegðun.
Í mars er á áætlun að halda for-
eldrafund en meðal efnis verður
að Gylfi Jón Gylfason sálfræð-
ingur mun skýra „SOS-ið“ og
svara spurningum. „Að þeirri
kynningu lokinni verða allar að-
ferðir SOS teknar upp hér í leik-
skólanum. Varðandi það að beita
markvissu hrósi fyrir æskilega
hegðun erum við strax farin að
sjá árangur, hegðun barnanna
hefur breyst til batnaðar í leik-
skólanum.
Aðspurður af hverju vinsældir
námskeiðsins stafi segir Gylfi
Jón að þeir sem starfi að uppeld-
ismálum séu sammála um að
tíðni hegðunarörðugleika hafi
aukist verulega í skólum og á
heimilum. Það er því kannski
mikilvægara en áður fyrir for-
eldra og uppeldisstéttir að kunna
skil á uppeldistækni sem eykur
líkur á því að barnið verði já-
kvætt í allri framgöngu og dregur
einnig úr neikvæðri hegðun.
Einnig má telja til að efni nám-
skeiðsins er bæði einfalt og og
auðskilið og auðvelt að laga það
að þörfum hvers og eins. Ekki
spillir fyrir að hver þátttakandi
fær í hendurnar bók með inni-
haldi námskeiðsins og farið er í
gegnum algengustu mistök í upp-
eldi og hvernig vel er gert á
myndbandi.
Forvarnargildi námskeiðsins
Í mörgum tilvikum er hægt að
kenna foreldrum og uppeldis-
stéttum þá uppeldistækni sem
kemur í veg fyrir að börn nái að
þróa með sér alvarlega hegð-
unarörðugleika og neikvætt við-
horf til náms.
Reykjanesbær og Sandgerði hafa
nú þegar ákveðið að bjóða upp á
SOS námskeiðið sem almenna
forvörn fyrir foreldra allra
tveggja ára barna í bæjarfélögun-
um. Ekki liggur fyrir endanleg
ákvörðun í Vogum, en að sögn
Jóhönnu Reynisdóttur sveitar-
stjóra er stefnt að því að nýta sér
námskeiðið þar með svipuðum
hætti og gert er í hinum sveitarfé-
lögunum.
Reykjanesbær, Sandgerði og
Vogar eru sennilega fyrstu bæjar-
félögin á Íslandi þar sem um er
að ræða samræmdar aðgerðir í
uppeldi þar sem starfsfólk á því
sem næst öllum uppeldisstofnun-
um bæjanna beitir sömu hug-
myndafræði og foreldrar barn-
anna. Það auðveldar samstarf
milli foreldra og fagfólks. Fyrir
skólana, börnin og fjölskyldur
þeirra er æskilegast að leysa
vandamálin með samræmdum
viðbrögðum áður en þau ná að
verða stór og illviðráðanleg. Það
er besta forvörnin.
SOS-námskeiðin í Reykjanesbæ, Sandgerði og Vogum:
FORVÖRN GEGN ALVARLEGUM HEGÐUNARVANDA
„Í mörgum tilvikum er
hægt að kenna foreldr-
um og uppeldisstéttum
þá uppeldistækni sem
kemur í veg fyrir að börn
nái að þróa með sér al-
varlega hegðunarörðug-
leika og neikvætt viðhorf
til náms“.
9. tbl. 2003 - 24 hbb 2/26/03 16:43 Page 10