Víkurfréttir - 27.02.2003, Blaðsíða 11
*
VÍKURFRÉTTIR I 9. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 I 11
17
UNGT FÓLK Á SUÐURNESJUM Í AÐALHLUTVERKI
V
F
*
*
*
*
Viltu eignast ljósmynd úr Víkurfréttum?
Allar ljósmyndir sem birtast í Víkurfréttum eða á www.vf.is og eru teknar af ljósmyndurum Víkurfrétta fást
nú keyptar á skrifstofu blaðsins. Þetta á við um allar myndir frá síðustu áramótum. Myndirnar fást
afhentar á geisladiskum, í tölvupósti eða á pappír í stærðinni 13x18 sm.
Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu Víkurfrétta, Grundarvegi 23, Njarðvík eða á www.vf.is
Myndapantanir eru ekki teknar í gegnum síma.
Ljósmyndasafn Víkurfrétta • Grundarvegi 23 • (Sparisjóðurinn - 2. hæð) • Njarðvík
Ekki er hægt að fá keyptar eldri myndir.
Þú getur fengið keyptar myndir sem birtast í blaðinu!
Nafn: Latoya Victoria Prince
Aldur: 14 ára
Skóli: Njarðvíkurskóli
Frá hvaða landi ertu?
Ég er frá Venesúela,
en ég bjó lengi í New York.
Hvaða mál er talað í Venesúela?
Spænska
Talarðu tungumálið?
Ég tala spænsku
Hvenær komstu til Íslands?
Fyrir 4 árum.
Hvernig líkar þér á Íslandi?
Mér finnst það frábært. Það er samt dálítið kalt, en mér finnst
best að það séu engar byssur í skólunum.
Hefurðu heimsótt Venesúlea upp á síðkastið?
Ég hef ekkert komið til Venesúela frá því ég flutti til New York, en
ég var í London í sumar hjá pabba mínum.
Áttu marga íslenska vini?
Já, ég á mikið af góðum vinum.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Mér finnst skemmtilegast að fara á ball og vera
með vinum mínum.
Hver er uppáhaldshljómsveitin þín?
Á Íslandi er uppáhaldshljómsveitin mín Rottweilerhundar
og síðan er það Ashanti.
Stundarðu íþróttir?
Ég æfi sem klappstýra og síðan æfi ég körfubolta með Njarðvík.
Hvað ertu með í vösunum núna?
Ég er bara með símann minn, pening og húslyklana.
Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir þessi orð?
Diskur: Að borða.
Britney Spears: Ég fíla hana ekki.
Körfubolti: Mér finnst gaman í körfubolta.
Þorskur: Sjórinn.
Hvaða hlutar getur þú ekki verið án?
Gemsinn minn.
VF 17 leitaði til starfsfólks Apóteks Keflavíkur og var spurt hvaða vöruflokkar
væru vinsælastir hjá unglingum. Stelpurnar í apótekinu sögðu að það væri mikið
af vörum sem væru vinsælar í fjölmörgum vöruflokkum, m.a. þessum hér að ofan:
Unglingur
í yfirheyrslu
Diesel, herraraksp
íri
Verð: 2.555 kr.
Tommy Girl, ilmva
tn
Verð: 4.130 kr.
Eucerin, sturtusáp
a
Verð: 702 kr.
Íþróttaplástur (tap
e)
Verð: 594 kr.
Deep Heat, hitakr
em
Verð: 403 kr.
Durex, smokkar
Verð: 702 kr.
Smokkarnir
vinsælir hjá ungu fó
lki
9. tbl. 2003 - 24 hbb 2/26/03 16:45 Page 11