Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.02.2003, Page 16

Víkurfréttir - 27.02.2003, Page 16
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Öryggismiðstöð Íslands ogÖryggismiðstöð Suður-nesja sameinuðu krafta sína undir nafni Öryggismið- stöðvar Íslands, Suðurnes á síðasta ári. Í útibúi fyrirtæk- isins á Suðurnesjum, sem er til staðar að Hafnargötu 54, Reykjanesbæ er boðið upp á alhliða öryggisráðgjöf, vörur og þjónustu, svo sem öryggis- kerfi, aðgangsstýringar, brunaviðvörunarkerfi, örygg- isgæslu, útkallsþjónustu, slökkvitæki, reykskynjara, sjúkragögn, barnaöryggisvör- ur o.fl. Undanfarna daga hafa íþróttafé- lög bæjarins verið að dreifa kynningarbæklingum fyrirtæk- isins í hús á Suðurnesjum þar sem verið er að kynna heima- gæslu með sítengdri brunavörn. Fólk hefur almennt verið mjög ánægt með það tilboð sem fyrir- tækið er að bjóða upp á og sér í lagi að með heimagæslunni fylgi sítengd brunavörn tengd Öryggismiðstöð Íslands allan sólarhringinn. „Það skipir ekki máli hvort öryggiskerfið sé á verði eða ekki, ef það kemur boð frá reykskynjaranum kemur boð til okkar og við bregðumst við samkvæmt fyrirfram ákveðnu ferli“, segir Árni Árna- son sölufulltrúi fyrirtækisins á Suðurnesjum. Einnig er boðið upp á vatnsnema. Tilboðið virkar í stuttu máli þannig að tæknimenn Öryggis- miðstöðvarinnar koma og setja búnaðinn upp, viðskiptavini að kostnaðarlausu en svo leigir viðskiptavinurinn búnaðinn en innifalið í mánaðarlegu gjaldi er öll útkallsþjónusta.. Búnaðurinn tryggir það að ef einhver óboð- inn kemur inn berast boð til þeirra og einnig um leið og eitt- hvað gerist, t.d ef það lekur vatn eða kviknar í þá fær Öryggis- miðstöðin boð þó svo íbúar séu jafnvel langt í burtu. „Við bjóð- um einnig upp á mannaða ör- yggisfærslu ef fólk er í burtu frá heimili sínu og geta fengið stað- festingu við lok hvers mánaðar eða samnings hvenær aðgætt var að viðkomandi húsi. Árni segir að of oft komi það fyrir að fólk átti sig ekki á því hve mik- ilvægt er að hafa öryggisbúnað á heimilum og fyrirtækjum fyrr en of seint. „Í flestum tilvikum er viðskiptavinurinn þó búinn að ræða við okkur áður. Við heim- sækjum viðskiptavininn, á heimili eða fyrirtæki og gerum öryggisúttekt ásamt heimilis- fólki um viðkomandi húsnæði. komum með ýmsar ábendingar, t.d. að fara vel yfir læsingar, að hurðir kviklæsist ekki og að gluggar lokist vel. Öryggismiðstöð Íslands er fyrsta öryggisfyrirtækið sem sér hag sínum borgið að vera til staðar á Suðurnesjum. Hér höf- um við öryggisverði á vakt allan sólarhringinn sem sinna útköll- um og veita viðskiptavinum okkur þá þjónustu að fara á staðinn í hvert sinn sem boð koma frá öryggis- eða brunavið- vörunarkerfi. „Oft er það þannig að fyrir- tækjaeigendur eru að fara sjálfir á staðinn þegar innbrot eiga sér stað eða að hringt er í fyrir- tækjaeigendur úr Reykjavík og þeir beðnir að fara sjálfir á stað- inn að aðgæta hvers vegna kerf- ið fór af stað. Við erum með ör- yggisvörð á vakt allan sólar- hringinn og ef það koma boð förum við alltaf á staðinn, at- hugum hvað veldur útkallinu. Öryggisverðirnir hafa allir farið á eldvarnar- og skyndihjálpar- námskeið svo eitthvað sé nefnt. Oft hugsa einstaklingar og fyrir- tæki um hugsanlegan kostnað af völdum innbrota. En hver er til- finningin að koma heim í hús sem einhver hefur farið óboðinn um. Hjá fyrirtækjum er líka vanmetinn sá kostnaður sem fer í f inna týnd gögn sem voru geymd í horfinni tölvu. Því miður heyrum við enn af ólæst- um íbúðarhúsum á Suðurnesj- um þrátt fyrir að innbrot séu daglegt brauð. Því miður hringir fólk oft of seint í okkur og vill strax fá öryggiskerfi vegna inn- brots nóttina áður. Árni segir að Öryggismiðstöðin hafi orðið vör við töluverðan innbrotafaraldur í Reykjanesbæ og oftast sé það þannig að þeir sem brjótast inn fara í fyrirtæki sem ekki hafa öryggiskerf i. „Staðreyndin er sú að mjög margir sem eru að brjótast inn fara bara í næsta fyrirtæki við hliðina ef þeir sjá að fyrirtækið er vaktað. Ef það er miði um að það fyrirtækið sé vaktað fara þeir bara í næsta fyrirtæki sem ekki er vaktað og brjótast inn þar“, segir Árni. Öryggisþjónusta fyrir heimili og fyrirtæki VIÐSKIPTI OG ATVINNULÍF // ÖRYGGISMIÐSTÖÐ ÍSLANDS Í REYKJANESBÆ -Fyrirmyndir barna eru þeir/þær sem börn sjá í umhverfi sínu. Börn líkja eftir þeirri hegðun sem þau sjá hjá öðr- um. Sem foreldri ert þú mjög áhrifarík fyrirmynd. Barnið hermir eftir þér, það sem þú gerir þegar það sér þig í samskiptum við aðra og hvernig þú kemur fram við það sjálft. Barnið fylgist sérstaklega með þér þegar þú ert illa upplagður eða pirraður. Ef að þú beitir ofbeldi, notar of þungar refsingar, öskrar eða hótar þegar þú ert að aga barnð er líklegt að barnið muni einnig prufa þessar aðferðir í samskiptum við þig og aðra. -Á sama hátt gildir að ef þú er réttlát/ur og sann- gjarn/gjörn mun barnið einnig athuga hvort að þær þær aðferði virki vel í samskiptum við aðra. Auðvitað eru margir aðrir þættir sem hafa áhrif á hegðun barna, en þú sem foreldri getur haft mikil áhrif á barnið með fram- komu þinni. Þær væntingar sem þú hefur til barnsins hafa einnig mikil áhrif. Með því að tala jákvætt um skóla barnsins og gildi þess að mennta sig, eykurðu til dæmis líkurnar á því að barnið tileinki sér jákvætt viðhorf til náms, sem aftur eykur líkurnar á því að barnið ljúki námi sem veitir því möguleika á góðu starfi þegar það er orðið fullorðið. -Enginn er fullkominn, það er eðlilegt að gera stundum mistök í uppeldinu. Allir uppalendur eru stundum pirrað- ir og segja eða gera eitthvað vanhugsað sem þeir sjá eftir. Það er hins vegar mikilvægt að læra af mistökum sínum og bæta fyrir þau ef það er hægt. Að biðjast afsökunar á því að hafa hreytt einhverju í barnið sem það átti ekki skilið er dæmi um það að vera góð fyrirmynd. Með því ertu að kenna barni þínu að það er eðlilegt að biðjast af- sökunar þegar maður hefur gert á hlut annarra. -Auk foreldra á barnið sér margar aðrar fyrirmyndir: Dæmi um það eru til dæmis íþróttamenn og aðrir sem skara fram úr á einhverjum sviðum í þjóðfélaginu. Með því að gera kröfu um góða námsástundun, auk kröfu um góðan árangur í íþróttinni geta þjálfarar og forsvarsmenn íþróttafélaga haft mikil áhrif til góðs á viðhorf barna til náms. Íþróttafélög ættu þess vegna að hampa sérstaklega afreksmönnum sem skara fram úr í námi. Ef íþróttafélag- ið sem barnið þitt er félagi í, gerir ekki kröfu um góða námsástundun samhliða íþróttaiðkun, ættirðu að kom óskum þínum um það á framfæri við þjálfara barnsins. - Ekki eru allar fyrirmyndir jafn æskilegar. Í fjölmiðlum sem hafa börn og unglingar að markhópi, eru til dæmis sýnd myndbönd þar sem talað er um ofbeldi og fíkni- efnaneyslu sem eðlilegasta hlut í heimi. Sum myndbönd eru einnig full af kvenfyrirlitningu og eru alls ekki við hæfi barna og unglinga, þótt þau séu framleidd með þau í huga. Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Sem góð fyrirmynd og foreldri, er því mikilvægt að fylgjast með því hvað barnið þitt er að horfa á, meta hvað er æskilegt barnaefni og útskýra fyrir barninu þínu afhverju þú telur sumt í sjónvarpinu ekki við hæfi barna. Ef þér finnst erfitt að gera þetta geturðu kannski sótt þér stuðning með því að ræða við foreldri þeirra sem eru vinir barna þinna. Allir foreldrar hafa hag af því að börnin okkar eigi sér góðar fyrirmyndir. Ef þú hefur samráð við aðra foreldra um þetta er gott að ræða í leiðinni um útivistartíma. Vitað er að mjög mikið af því sem við viljum ekki að börn og unglingar geri, fer fram án eftirlits foreldra eftir að lögboðnum útivistartíma er lokið. Með þessu ertu barni þínu einnig góð fyrir- mynd. Þú ert að senda barni þínu skýr skilaboð um að það sé þér mikilvægt að það sé farið eftir þeim reglum sem gilda í samfélaginu og þannig eykurðu enn og aftur líkurnar á því að barnið þitt njóti velgengni í lífinu. Gangi þér vel að vera barni þínu góð fyrirmynd. Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur á Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar. Á barnið þitt sér góðar fyrirmyndir? Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0000 Hvalsneskirkja Föstud. 28. feb. Helgistund í Miðhúsum kl. 12. Boðið er upp á léttan hádegisverð gegn vægu gjaldi. Allir velkomnir. Laugard. 1. mars. Safnaðarheimilið í Sandgerði. Kirkjuskólinn kl. 11. Börn úr tón- listarskólanum í Sandgerði koma fram. Að sjálfsögðu er öll stórfjöl- skyldan velkominn. Sunnud. 2. mars. Safnaðarheimilið í Sandgerði. Æskulýðsdagurinn. Gospelguðsþjónusta kl. 20:30. Kórar Hvalsnes- og Útskálakirkna syngja. Undirleik annast hljóm- sveit skipuð Sverri Ásmundssyni, Þorvaldi Halldórssyni og Steinari Guðmundssyni organista. Alfa- námsskeið eru á miðvikudags- kvöldum frá kl. 19-22 í Efra- Sandgerði húsi Lionsmanna. Sóknarprestur. Útskálakirkja Laugard. 1. mars. Safnaðarheimilið Sæborg. Kirkjuskólinn kl. 14. Börn úr tón- listarskólanum í Garði koma fram. Að sjálfsögðu er öll stórfjölskyldan velkominn. Sunnud. 2. mars. Æskulýðsdagur- inn. Sameiginleg gospelguðsþjón- usta Útskála- og Hvalsneskirkna í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 20:30. Kórar kirknanna syngja. Undirleik annast hljómsveit skipuð Sverri Ásmundssyni, Þorvaldi Halldórssyni og Steinari Guðmundssyni organista. Garðvangur Helgistund kl. 15:30. Allir velkom- nir. Sóknarprestur. Fleiri tilkynningar frá kirkjum Suðurnesja í smáauglýsinga- opnunni. 9. tbl. 2003 - 24 hbb 2/26/03 16:50 Page 16

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.