Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.02.2003, Qupperneq 17

Víkurfréttir - 27.02.2003, Qupperneq 17
VÍKURFRÉTTIR I 9. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 I 17 Ný deild fyrir þroskahamlaða opnar við Njarðvíkurskóla Ný sérdeild fyrirþroskahamlaða hefurverið starfrækt við Njarðvíkurskóla frá ára- mótum. Deildin er þó ætluð einstaklingum úr öllum grunnskólum Reykjanes- bæjar, en heyrir undir stjórn Njarðvíkurskóla. Í dag stunda fimm ungmenni úr Reykjanesbæ nám við deildina. Sérdeildin hefur fengið inni í nýju húsnæði gæsluvallar við Brekkustíg í Njarðvík og kallast Öspin. Gyða M. Arnmundsdóttir veitir deildinni forstöðu og er eini kennarinn en hefur sér til aðstoðar þrjá stuðningsfull- trúa. Deildin var með opið hús fyrir helgina þar sem starfsemin var kynnt. Fjöl- margir komu í heimsókn, skoðuðu aðstöðuna og það sem nemendur eru að vinna að, auk þess að njóta veitinga sem nemendur bökuðu. Myndlistarkonan Sigurbjörg Gunnarsdóttir, betur þekkt undir nafninu Bagga, verður með myndlistarsýningu í húsakynnum Hitaveitu Suðurnesja við Brekkustíg í Njarðvík, næstu vikurnar. Bagga hefur verið viðloðandi myndlistardeild Baðstofunnar í Keflavík allt frá 1991, auk þess hefur hún sótt ýmis önnur nám- skeið. Bagga hefur haldið fjórar einka- sýningar og einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum á undan- förnum árum. Myndirnar eru allar unnar með akryl á striga. Sýningin verður opin út mars mánuð á opnunartíma Hitaveitu Suðurnesja. Allir velkomnir. Myndlistar- sýning hjá Hitaveitu Suðurnesja Traustar fréttir www.vf.is www.vf.is með bollunum! 9. tbl. 2003 - 24 hbb 2/26/03 16:55 Page 17

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.