Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.03.2004, Side 2

Víkurfréttir - 11.03.2004, Side 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! stuttar f r é t t i r Það var enginn smáþorskur sem skipverjar á Happasæli KEfengu í netin á dögunum - 29 kíló vó hann þegar búið var aðslægja hann. Hallgrímur Guðmundsson skipstjóri á Happasæl segir að þorskurinn hafi verið alveg steingeldur. „Mað- ur ímyndar sér að þetta hafi verið fiskur sem hafi verið búinn að þjóna sínu og hafi bara beðið eftir því að deyja. Þetta var eldgam- all jálkur,“ sagði Hallgrímur í samtali við Víkurfréttir. Að sögn Hallgríms fengu þeir fiskinn í Faxaflóa á fimmtudag í síðustu viku. „Það er alltaf fiskirí í flóanum - bara mismikið,“ segir Hallgrím- ur og bætir því við að fiskurinn sem þeir eru að fá núna sé betri en síð- ustu 2-3 ár. „Hérna einu sinni vorum við að fá Golla af þessari stærð og það í miklu magni. En mér sýnist fiskurinn vera bæði betri og stærri sem við erum að fá núna.“ Golþorskurinn fór til vinnslu í Happa ehf. og á myndinni handleikur Ívar Guðmundsson verkstjóri Happa ehf. gripinn. Nýr formaður í Heimi, FUS í Reykjanesbæ Jóhann Friðrik Frið-riksson var kjörinnformaður Heimis, fé- lags ungra sjálfstæðis- manna í Reykjanesbæ, á aðalfundi félagsins 5. mars. Jóhann er ekki öllu ókunnug- ur í starfi félagsins enda var hann formaður félagsins 2001 - 2002, einnig voru Árni Árnason, Andri Örn Víðisson, Guðmundur J. Árnason, Rúnar M. Sigur- vinsson, Hildur Björg Bær- ingsdóttir og Björgvin Árna- son kjörin í stjórn félagsins. Í varastjórn voru kjörnir Pétur Örn Helgason, Kristján Pétur Kristjánsson, Kristján Ástþór Baldursson, Haukur Skúlason og Sigurjón Geirsson Arnar- son. Fulltrúi HeilbrigðiseftirlitsSuðurnesja kynnti sam-skipti Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja við Olíuverzlun Ís- lands hf. vegna stöðvar fyrir- tækisins í Grindavík á síðasta fundi Heilbrigðisnefndar, sem haldinn var í síðustu viku. Heilbrigðisnefnd áminnir Olíu- verzlun Íslands hf. fyrir margvís- leg brot á reglugerð nr. 35/1994 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi. Á fundinum var heilbrigðisfulltrúa falið að koma áminningunni á framfæri við fyr- irtækið. S jómaður fór útbyrðis afnetabátnum Fylki KE102 og drukknaði þar sem báturinn var að leggja net um eina sjómílu norðaustur af Keilisnesi. Slysið átti sér stað kl. 11:50 á fimmtudagsmorgun. Sjómenn af nærstöddum báti aðstoðuðu við að ná manninum úr sjónum. Hann var fluttur til Keflavíkur. Lífgunartilraunir voru reyndar á leiðinni í land. Þær báru ekki ár- angur. Læknir fór um borð í bát- inn í Keflavíkurhöfn og úrskurð- aði manninn látinn. Maðurinn var 67 ára gamall og var búsettur í Hafnarfirði. Þrjár líkamsárás- ir um helgina Þrjár líkamsárásirvoru tilkynntar tillögreglunnar í Kefla- vík um helgina. Aðfarar- nótt laugardags var tilkynnt um líkamsárás fyrir utan kaffi DUUS þar sem spark- að var í mann í götunni og voru vitni að árásinni. Aðfaranótt sunnudagsins var maður skallaður fyrir utan Casino í Keflavík. Var maður- inn með áverka á vinstra auga og var hann fluttur til að- hlynningar á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Síðar um nóttina tilkynnti maður að hann hefði verið skallaður í andlitið fyrir utan Kaff i DUUS og var hann með áverka á nefi. Stal bensíni hjá Olís í Grindavík Á föstudag stal öku-maður blárrar fólks-bifreiðar bensíni fyr- ir um 2000 krónur úr bens- íntönkum Olís stöðvarinnar að Hafnargötu 7 í Grinda- vík. Fyllti ökumaðurinn bif- reiðina og ók á brott án þess að greiða fyrir. Lögreglan í Keflavík leitar nú bifreiðar- innar. FYLKIR KE 102 Í SMÁBÁTAHÖFNINNI Í GRÓF. Lögreglan tók á móti bátnum þegar hann kom í land eftir hádegið á fimmtudaginn. Íslenskur fáni var dreginn til hálfs. Sjómaður féll útbyrðis og drukknaði Fulltrúi HeilbrigðiseftirlitsSuðurnesja kynnti mats-skýrslu fyrir áformaða jarðhitanýtingu á Reykjanesi á síðasta fundi heilbrigðisnefnd- ar Suðurnesja, sem haldinn var á miðvikudag. Starfsleyfis- umsókn Hitaveitu Suðurnesja var lögð fyrir nefndina. Nefndin gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við áform Hita- veitu Suðurnesja um virkjun á Reykjanesi. Starfsleyfi nefndar- innar verður unnið í samræmi við efni skýrslunnar um mat á umhverfisáhrifum og úrskurðar Skipulagsstofnunar dags. 27. september 2002. Reykjanesvirkjun án athugasemdar Heilbrigðiseftirlit áminnir Olís í Grindavík fyrir margvísleg brot Golþorskur í netin FRÉTTASÍMINN 898 2222 Vaktaður allan sólarhringinn! VF-MYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON 11. tbl. 2004 umbrot 10.3.2004 15:59 Page 2

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.