Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.03.2004, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 11.03.2004, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ A Ð A L F U N D U R S P A R I S J Ó Ð S I N S Í K E F L A V Í K V E R Ð U R Á M O R G U N Aðalfundur Sparisjóðsinsí Keflavík verður ámorgun. Stofnunin kyn- nti afkomutölur nýlega og þar kom fram að um er að ræða besta afkomuár í sögu Spari- sjóðsins í Keflavík. Við tókum Geirmund Kristinsson, spari- sjóðsstjóra tali fyrir fundinn á morgun. Nú liggur fyrir besta afkoma í sögu sparisjóðsins. Hverju þakkar þú þann árangur? Á síðasta ári var innleystur mikill gengishagnaður þegar tekin var ákvörðun um að selja öll hluta- bréf okkar í Kaupþingi við sam- einingu Kaupþings og Búnaðar- banka. Gengishagnaður þessi hafði safnast upp á allmörgum árum eða nánar tiltekið frá 1986 þegar sparisjóðirnir keyptu Kaupþing. Þetta skýrir að mestu frábæra afkomu síðasta árs þó ekki megi gleyma því að mark- aðsstaða SPKEF er afar góð á Suðurnesjum. Sparisjóðurinn er nær 100 ára og hefur hann á þeim tíma byggt upp langvarandi samband við viðskiptavini sína á starfssvæðinu sem við metum mikils. Starfsfólk sparisjóðsins hefur mikla reynslu og einstaka þjónustulund sem hefur skilað sér í því að í Íslensku ánægjuvog- inni hafa viðskiptavinir spari- sjóðanna verið hvað ánægðastir ef þjónusta fjármálafyrirtækja er mæld. Það segir sitt um hve mik- ið býr í okkar starfsfólki að með- alstarfsaldur er mældur í áratug- um og er leitun að annarri eins tryggð hjá íslenskum fyrirtækj- um. Hafa verið einhverjar breytingar í rekstrinum eða eru einhverjar væntanlegar? Síðasta ár urðu breytingar helst á eignarhaldi á dótturfyrirtækjum eins og ég gat um hér á undan. Framundan stendur fyrir dyrum að fara gagngert í gegnum allar okkar rekstrareiningar með hag- ræðingu í huga og einnig munum við þróa þá þjónustu sem í boði er og einbeita okkar að því að styrkja samband okkar við nú- verandi viðskiptavini. Hvað með samstarf sparisjóð- anna. Nú hefur það verið tals- vert, en munu þessar hræringar eitthvað hafa að segja hvað það varðar? Það er nokkuð ljóst að upp úr þessu ölduróti kemur upp ný staða sem verður að taka afstöðu til. SPRON hefur það enn á stefnuskrá að leita leiða til að breyta eignaformi sínu og hafa því skapað sér nokkra sérstöðu meðal sparisjóða. Það kemur þá í hlut annarra sparisjóða að taka ákvörðun um hvort efla eigi sam- starfið eða leita sameiningar- leiða. Hitt er ljóst að stjórnvöld og löggjafinn hafa lýst því yfir fullur áhugi er á að sparisjóðir starfi áfram með einum eða öðr- um hætti. Hvað með frekari sameiningu? Það er undir þeim sparisjóðum sem starfandi eru víðsvegar um landið hvort áhugi er fyrir að sameinast og þá þarf að taka tillit 24 ólíkra sjónarmiða. En frá okk- ar bæjardyrum séð er fullur vilji til að starfa með þeim sem vilja veg sparisjóða sem mestan og ef það fæst með sameiningu við aðra sparisjóða þá ætlum við ekki að útiloka þá leið. Hver er framtíðarsýn Spari- sjóðsins í Keflavik? Framtíðarsýn SPKEF mun áfram vera sú að bjóða Suðurnesja- mönnun alhliða fjármálaþjónustu sem hentar hverjum og einum. Þátttaka okkar í íþrótta- menn- ingar og líknarstarfi á svæðinu mun einnig skipa stóran sess í okkar aðgerðum. Undanfarin ár höfum við lagt í stefnumótunar- vinnu sem fylgt verður eftir á næstu misserum. T.a.m. stendur yfir endurskoðun á útibúaneti okkar og er verið að kanna möguleika á því að bjóða þeim viðskiptavinum okkar sem brott- fluttir eru af Suðurnesjum að- gang að okkur með útvíkkaðri starfsemi. En starfssvæði SPKEF verður áfram svæðið sunnan Hafnarfjarðar“, sagði Geirmund- ur. Útvíkkun Sparisjóðsins fyrirhuguð -segir Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri. Annar listi þriggjamanna verður boðinnfram á Aðalfundi Sparisjóðsins í Keflavík á morgun gegn sitjandi stjórn. Samkvæmt heimildum Vík- urfrétta hafa aðilar sem hafa yfir að ráða nokkrum hluta stofnfjár Sparisjóðsins í Keflavík ákveðið að bjóða fram listann og fóru jafn- framt fram á hlutfallskosn- ingu á fundinum. Benedikt Sigurðsson, fráfar- andi formaður stjórnar hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en Þorsteinn Erlingsson hefur tekið hans sæti en hann var fulltrúi Reykjanesbæjar í stjórninni. Auk Þorsteins eru í framboði hjá sitjandi stjórn Karl Njálsson úr Garði og Eð- varð Júlíussson úr Grindavík. Hinn listinn er skipaður Ey- steini Jónssyni, Reyni Ólafs- syni og Sigurði Garðarssyni. LISTI GEGN SITJANDI STJÓRN BOÐINN FRAM 11. tbl. 2004 umbrot 10.3.2004 15:06 Page 6

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.