Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.03.2004, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 11.03.2004, Blaðsíða 10
Karlmaður slasaðist tals-vert þegar hann féll ofaní stigagang eða gryfju við Gömlu búðina á DUUS-torf- unni í Keflavík um helgina. Hann liggur nú á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja með fjöl- mörg brotin rifbein. Maðurinn var á ferð á samt þremur öðrum við DUUS-húsin skömmu fyrir kl. 03 aðfaranótt laugardags þegar hann gekk fram af steyptum palli og féll niður í gryfju við kjallaratröppur sem þarna eru. Kalla þurfti til sjúkra- bíl sem flutti manninn undir læknishendur. Eins og áður segir brotnuðu mörg rifbein, auk þess sem súrefnisskortur er til lungn- anna. Maðurinn sem slasaðist heitir Ársæll Sigþórsson og segist hann búast við að verða frá vinnu vegna slyssins í átta vikur. Hann segir jafnframt að verr hefði get- að farið en hann hafi náð að snúa sér í fallinu og koma þannig í veg fyrir að lenda á andlitinu í gryfj- unni. 10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Lesið var fyrir starfsfólk áTannlæknastofu Kristín-ar og Einars í lestrar- átaki Reykjanesbæjar í vik- unni, en það var starfsmaður Lyfju sem las upp úr smá- sagnasafni Svövu Jakobsdótt- ur,Tólf konur. Lesið hefur verið fyrir 22 fyrir- tæki í lestrarátaki Reykjanesbæj- ar, en fyrsti lestur hófst þriðju- daginn 14. október sl. Frá því átakið hófst hafa öll fyrirtæki tekið því opnum örmum að fá upplestur úr góðri bók á kaffi- stofuna í morgunkaffinu. Fjölbreytt bókaval hefur einkennt átakið og hafa sumir lesið upp úr þremur bókum í röð, stutta stund úr hverri. Lestrarátakið heldur áfram til 1. júní á þessu ári. Upplestur á tannlæknabiðstofu Braut fjöl- mörg rifbein við fall í gryfju FJÖLMÖRG RIFBEIN BROTIN Ársæll Sigþórsson á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. SLYSAGILDRAN Ársæll féll ofan í þessa grifju sem er gamall stigagangur. VF-MYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON VF-MYND: JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON Daglegar fréttir á Netinu • vf.is 11. tbl. 2004 umbrot 10.3.2004 15:09 Page 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.