Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.03.2004, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 11.03.2004, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR I 11. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 11. MARS 2004 I 19 „Bláa Lónið Húðlækningastöð – Fullfrágengið hús“. Þessu verki skal að fullu lokið eigi síðar en 2. apríl 2005. Útboðsgögn (geisladiskur eingöngu) verða seld á skrifstofu Verk- fræðistofu Suðurnesja að Víkurbraut 13, Keflavík, á 5.000 kr. – frá og með þriðjudeginum 9. mars 2004. Tilboð verða opnuð í fundarsal Bláa Lónsins – heilsulindar 30. mars 2004, kl. 15.00. Bláa Lónið – Húðlækningastöð Fullfrágengið hús Verkið felst í að byggja rúmlega 2000 m2 meðferðarstöð fyrir húð- sjúklinga á lóð félagsins í Svartsengi, Grindavík. Um er að ræða uppsteypu, að reisa forsteyptar einingar og setja upp þak ásamt fullnaðarfrágangi á húsi að utan og innan. Einnig skal ganga frá aðkomuvegi, bílastæði, lóð og baðlóni. Mót 4.150 m2 Steypa 1.150 m3 Uppsetning forsteyptra eininga 2.970 m2 Malbik 4.080 m2 Lagnakjallari 500 m2 Gólfflötur 1. hæðar 2.200 m2 Baðlón 900 m2 Helstu magntölur og stærðir eru eftirfarandi: Fyrir hönd Hraunsetursins ehf. óskar Verkfræðistofa Suðurnesja ehf. eftir tilboðum í verkið: VERKSVIÐ: HÖNNUN ÚTLITS, BURÐARVIRKIS OG LAGNAKERFA. EFTIRLIT MEÐ FRAMKVÆMDUM. Um fátt er meira rættþessa dagana á meðalíbúa Reykjanesbæjar en þá stefnubreyt- ingu sem virðist hafa átt sér stað hjá Heilbrigðis- stofnun Suður- nesja í málefn- um D álmunn- ar. Fyrir meira en þremur áratugum samein- uðust bæjarbúar um þá stefnu að byggð yrði sérstök viðbygg- ing við sjúkrahúsið sem sér- staklega væri ætluð sjúkum, öldruðum íbúum sem þyrftu mikla umönnun og þjónustu vegna veikinda og elli. Margir einstaklingar, félagasamtök og klúbbar lögðu hönd á plóg með skipulögðum fjáröflunum og sérstök samtök velunnarra og dyggustu stuðningsmanna hugmyndarinnar, D-álmu sam- tökin, voru stofnuð. Allir höfðu sama, skýra markmiðið; að vinna að því með öllum til- tækum ráðum að D-álman yrði að veruleika. Bygging langlegudeildarinnar hefur tekið langan tíma. Margir heilbrigðis- og fjármálaráðherrar hafa setið á byggingatímanum og margir þingmenn og sveitar- stjórnarmenn komið við sögu. Miklum þrýstingi hefur verið beitt á mörgum vígstöðvum og nú er byggingin risin en innrétt- ingu hennar ekki að fullu lokið. Þegar menn fóru að sjá fyrir end- ann á byggingu hússins mátti finna fyrir miklum létti á meðal þeirra sem höfðu barist fyrir þessu brýna og mikilvæga hags- munamáli bæjarbúa í áratugi. En þá gerðist hið óvænta. Yfir- menn stofnunarinnar mótuðu nýja stefnu og hafa frá því í haust verið að kynna hana fyrir hagsmunaðilum þ.m.t. sveitar- stjórnarmönnum. Þessar nýju hugmyndir ganga m.a. út á það að nýta D-álmuna undir aðra starfsemi sjúkrahússins t.d. skurðstofuna. Óljósar fréttir og sögusagnir og nokkrar reynslu- sögur bæjarbúa hafa gengið manna á millum. Þessi stefnu- breyting hefur farið mjög fyrir brjóstið á bæjarbúum síðustu daga, vikur og mánuði og má skynja bæði undrun og reiði á meðal þeirra. Bæjarbúar skilja ekki hvað hefur breyst. Því tel ég nauðsynlegt að stjórnendur Heil- brigðisstofunnar Suðurnesja haldi opna kynningarfundi um þessa nýju stefnu, skýri út fyrir bæjarbúum hvað þeir ætla sér með D-álmuna og hversvegna. Einnig tel ég nauðsynlegt að stjórnendur stofnunarinnar heyri sjónarmið íbúanna og reyni þannig að átta sig hvernig hjartað í bæjarfélaginu slær í þessum málaflokki. Það eru jú íbúarnir, skattgreiðendur, sem eru við- skiptavinirnir og neytendur þjón- ustunnar og ef Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja er ætlað að upp- fylla óskir þeirra og þarfir ættu slíkir kynningarfundir að geta orðið gagnlegir fyrir báða aðila. Með vinsemd og virðingu Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi í Bæjarstjórn Reykjanesbæjar Ú tlínur litanna, fyrsta myndlistarsýning Stefans Swales opn-aði í 88-húsinu við Hafnargötu í Keflavík á laugardag. Út-línur litanna er fyrsta myndlistarsýningin sem sett er upp í húsinu. Íris Jónsdóttir sem situr í menningarmálanefnd Reykja- nesbæjar flutti ávarp við opnun sýningarinnar. Í listsköpun sinni notar Stefán tölvutæknina í stað pensla, en allar myndirnar eru unnar á stafrænan hátt. Stefan Swales fluttist frá Sví- þjóð fyrir tæpum átta árum og hefur búið í Keflavík síðan, en hann er lærður prentsmiður. Sýningin er opin alla daga kl. 13-23 til 27. mars. Hvað verður um D-álmuna? ➤ K J A R TA N M Á R K J A R TA N S S O N : Listsýningin Útlínur litanna opin í 88 Húsinu Miklu meira efni að lesa á vef Víkurfrétta vf.is VF -M YN D: H IL M AR B RA GI B ÁR ÐA RS O N 11. tbl. 2004 umbrot 10.3.2004 15:41 Page 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.