Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.03.2004, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 11.03.2004, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Loðnuskipin Vilhelm Þor-steinsson og Huginnlönduðu rúmum 3000 tonnum af loðnu í Helguvík á dögunum. Loðnan fór til vinnslu í hrognavinnslu Salt- vers í Helguvík, en þar er unn- ið allan sólarhringinn á 12 tíma vöktum. „Þetta er fyrsti vorboðinn - svona á undan farfuglunum,“ segir Ein- ar Bjarnason verkstjóri í hrogna- vinnslu Saltvers í Helguvík. Að sögn Einars er unnið á 12 tíma vöktum í vinnslunni og hann seg- ir að starfið sé skemmtilegt. „Ég kann mjög vel við þetta. Það er gott að vinna á vöktum eins og hér og stundum getur verið gott að vinna á nóttunni,“ segir Einar og hlær en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu sl. 7 ár. Einar segir að það sé vertíðar- stemmning yfir starfinu. „Ætli það megi ekki segja að þetta séu leifarnar af vertíðarstemmning- unni sem var oft hér í Keflavík. Það er orðið lítið eftir af henni, en það er stemmning yfir vinnsl- unni hér og hlutirnir vinnast hratt.“ Fyrsti loðnufarmurinn kom á land í Helguvík fyrir rúmri viku að sögn Einars og hann telur að það sé eitthvað eftir af hrognafyllingu loðnunnar. „Við vonum að við getum unnið hrogn út marsmánuð, en það verður bara að koma í ljós.“ Í hrognavinnslunni eru fjórir starfsmenn á hverri vakt og skipt- ast þær klukkan 12 á hádegi og 12 á miðnætti. Hrognin eru fryst hjá Saltveri í Reykjanesbæ. Einar Már Atlason er á lyftaran- um í hrognavinnslunni og honum þykir gaman í vinnunni. „Ég starfa hjá Nesprýði og er láns- maður meðan á hrognatökunni stendur,“ segir Einar og honum finnst það góð tilbreyting að fara úr sínu hefðbundna starfi. „Þetta er góð tilbreyting frá því sem maður gerir dagsdaglega og þetta gefur manni góðan pening.“ Einar segir að stemmningin sé góð hjá strákunum í vinnslunni. „Við erum þarna flestir í láni frá Nesprýði og við þekkjumst vel. Við erum líka að vinna með góð- um körlum þarna og fáum nóg að borða - það er alltaf fullur skúr af mat. Ég myndi ekki segja nei ef mér yrði boðið þetta starf aftur,“ sagði Einar og rauk af stað á lyftaranum og náði í annað kar. Aðalfundur Iðnsveinafé-lags Suðurnesja haldinn4.mars 2004 lýsir yfir áhyggjum af stöðu atvinnu- mála á Suðurnesjum. Nú um allnokkurt skeið hafa verið blikur á lofti hvað varðar veru Varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli. Verulegar uppsagnir starfsfólks hafa átt sér stað auk samdráttar í verklegum fram- kvæmdum, samdráttar sem sér ekki fyrir endann á. Nauð- synlegt er, í ljósi mikillar óvissu í atvinnumálum, að yfirvöld á Suðurnesjum grípi þegar til að- gerða í atvinnumálum þannig að lágmarka megi það áfall sem samdráttur á atvinnu- svæðinu óhjákvæmilega skap- ar. Suðurnesin mega ekki við frekari áföllum í atvinnumál- um. Aðalfundur Iðnsveinafélags Suð- urnesja hvetur yfirvöld bæjar- mála á Suðurnesjum til að snúa nú bökum saman og setja af stað markvisst starf til eflingar at- vinnu á Suðurnesjum. ➤ I Ð N S V E I N A F É L A G S U Ð U R N E S J A ➤ H R O G N I N K O M I N T I L H E L G U V Í K U R Áhyggjur af stöðu atvinnumála Loðnuhrogn fyrsti vorboðinn EINAR BJARNASON VERKSTJÓRI Í HROGNAVINNSLUNNI Hrognin fyrsti vorboðinn - svona á undan farfuglunum. LÁNSMAÐUR FRÁ NESPRÝÐI! Góð tilbreyting sem gefur einnig góðan pening. LOÐNUFLOTI Í HELGUVÍKURHÖFN Vilhelm Þorsteinsson og Huginn lönduðu samtals 3000 tonnum í Helguvík í byrjun vikunnar. VF -M YN D: JÓ H AN N ES K R. K RI ST JÁ N SS O N 11. tbl. 2004 umbrot 10.3.2004 15:04 Page 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.