Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.03.2004, Síða 20

Víkurfréttir - 11.03.2004, Síða 20
20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Það hefur svo sannarlegaverið nóg að gera hjáSuðurnesjamanninum Margeiri Hafsteinssyni nem- anda í Verzlunarskóla Íslands síðustu mánuði. Hann er for- maður nemendamótsnefndar Nemendafélagsins í Versló sem sér um uppsetningu árlegs söngleiks nemenda sem frum- sýndur er á Nemendamóti skólans, en sýningar skólans hafa ávallt þótt glæsilegar. Söngleikurinn sem settur er upp í ár heitir Sólstingur og fjallar um útskriftarferð nem- enda Verzlunarskólans til Benidorm. Margeir er á lokaári í skólanum en hann er fæddur í Keflavík og uppalinn í Njarðvík. Margeir stundaði nám við Njarðvíkur- skóla öll grunnskólaárin, en und- anfarin tvö ár hefur hann búið í Reykjavík til að losna við keyrslu á Reykjanesbrautinni. Hvernig hefur verið að vinna sem formaður nemendamóts- nefndar? Þetta er búinn að vera frábær tími. Maður hefur kynnst fjöld- anum öllum af frábæru fólki sem gaman hefur verið að vinna með. Nefndin samanstendur af 6 krökkum, ásamt mér, og hefur samstarfið verið bæði fróðlegt og spennandi. Þetta er nú samt búið að vera langt og strangt ferli sem loksins er farið að sjá fyrir end- ann á. Maður hefur öðlast gríðar- lega reynslu sem á án efa eftir að nýtast mann í framtíðinni. Í gegnum tíðina hafa nemenda- mót Verslunarskólans verið glæsileg - er alltaf keppst við að gera betur en árið áður? Það hefur nú alltaf kraumað und- ir að toppa fyrri ár. Ég held samt að nemendamótið sé komið í svolítið fastari skorður og fólk keppist aðallega við að bæta það sem fara hefði mátt betur árið áður. Fyrst og fremst að tryggja það að þeir sem að þessu standa hafi gaman af og á endanum all- ir hafa skemmt sér vel. Hvernig er þessi sýning upp- byggð? Eins og undanfarin ár er söng- leikurinn frumsaminn, þ.e. sögu- þráðurinn og svo fléttast inn í hann lög héðan og þaðan sem þýdd eru á íslensku. Líkt og í fyrra þá sýnum við í Loftkastal- anum. Sýningin í ár fjallar um út- skriftarferð Verzlinga á Benidorm. Þorsteinn Guðmunds- son, úr fóstbræðraþáttunum, skrifaði handritið. Þar fylgjumst við með fjórum krökkum sem eru aðalpersónur sýningarinnar, tveimur fararstjórum ásamt fjöl- da annarra karakt- era sem allir ættu að kann- ast við sem farið hafa í út- skriftarferð. Tónlistarþemað í ár er popp-tón- list í allri þeirri merkingu. Við völdum ca. 15 vinsæl popp-lög í samráði við Jón Ólafsson, tónlist- arstjóra. Þar má meðal annars nefna lög með listamönnum á borð við U2, Madonnu og Robbie Williams. Hefur þetta verið mikil vinna? Þetta er búið að vera gríðarlega annasamur tími. Við hófumst handa við skipulagningu og hug- myndavinnu strax síðasta vor þegar kosið hafði verið í nefnd- ina. Þetta tekur því í raun alveg heilt ár, frá því við fyrst byrjum og þangað til við sýnum síðustu sýninguna í lok mars, þegar næsta nefnd tekur við. Hvað taka margir þátt í sýning- unni? Í ár eru u.þ.b. 120 manns sem koma að sýningunni á einhvern hátt. Það eru fjölmargir þættir sem þarf að huga að við uppsetn- ingu á svona verki og hlutverkin eru mörg. Leik-, söng- og dans- arar, búning- ar, förðun, sviðsmenn, PR-fólk, annáll, vid- eo-nefnd, ljósmyndarar, grafísk hönn- un, vefsíðugerð eru hluti af þeim fjölmörgu hlutverkum sem ann- aðhvort er prufað eða valið í á einn eða annan hátt. Hvað er búið að sýna margar sýningar? Við erum búin að sýna um það bil 15 sýningar í dag. Við áætlum að sýna ca. 5 sýningar í viðbót og klára núna í mars. Er þetta ekki dýrt? Það er ekki hægt að neita því að þetta kostar sitt. Við höfum feng- ið til liðs við okkur frábæra styrktaraðila sem hafa sýnt frá- bæran samstarfsvilja. Þar á með- al má nefna Icelandair, Ölgerð- ina, Popp-Tíví, FM-957 og marga fleiri sem stutt hafa við uppsetninguna. Þetta hefur nú yf- irleitt alltaf komið vel út hjá okk- ur og við erum svo sannarlega bjartsýn á það núna. Hvert hefur þitt hlutverk verið í uppsetningunni? Mitt hlutverk hefur aðallega snú- ið að samskiptum við Loftkastal- ann og fagfólkið okkar. Annars er maður búinn að koma við flest alla þættina í uppsetningunni. Það mætti þó kannski helst nefna búningagerð og förðun sem þá hluti sem ég reyni að láta aðra sjá algerlega um. Eru það bara nemendur sem taka þátt í sýningunni? Við fengum til liðs við okkur frá- bæran hóp sem einstakt hefur verið að vinna með í alla staði. Eins og kom fram áðan þá skrif- aði Þorsteinn Guðmundsson handriðið fyrir okkur. Jóhann G. Jóhannsson leikstýrir verkinu af sinni alkunnu snilld. Jón Ólafs- son er tónlistarstjóri. Helena Jónsdóttir er danshöfundur í ár ásamt dyggri aðstoð frá Ásdísi Ragnarsdóttur. Sigurður Kaiser sér um frábæra sviðs- og ljósa- hönnun og Ívar Ragnarsson sér um að hljóðið skili sér örugglega til áhorfenda. Er hægt að sinna skóla og stjór- na svona sýningu á sama tíma? Það er gríðarleg kúnst að tvinna þessa tvo þætti saman svo út komi góður heildarárangur. Ég neita því ekki, og ég held að eng- inn geri það sem tekið hefur þátt í jafn öflugu félagslífi og er í Versló, að þetta komi niður á náminu á einhvern hátt. Maður setur bara allt á fullt í skólanum þegar mesta álagið er gengið yfir og vonar það besta. Hvenær klárarðu skólann? Ég klára stúdentsprófin núna í vor. Hvað tekur þá við? Þetta er góð spurning. Fyrst tekur við útskriftarferð til Krítar sem maður er búinn að vera að bíða eftir lengi. Annars eru önnur framtíðarplön óráðin. Margt kemur til greina en ekkert ákveð- ið ennþá. ➤ S U Ð U R N E S J A M A Ð U R S É R U M N E M E N D A M Ó T V E R S L U N A R S K Ó L A Í S L A N D S Kúnst að tvinna saman félagslíf og skóla - segir Margeir Hafsteinsson, formaður nemendamótsnefndar Nemendafélags Verzló Ég átti leið út í Grinda-víkurhraun milliSnorrastaðatjarna og Seltjarnar fimmtudaginn 4. mars. Þetta svæði sem ég fór um var notað sem náma fyrir þó nokkrum árum síðan og er allt að gróa upp, reyndar hálf asnalegt að sjá stórt slétt svæði í hrauninu en mosinn er allur að koma til. Það sem við mér blasti var ótrúlegt rusl og drasl. Ryðgaðar olíu- tunnur, fúasprek, gamlir fiski- hjallar, o.fl o.fl. Mér finnst að þetta svæði sé þess eðlis að það verði að hreinsa það, stutt í útivistar- svæðið við Snorrastaðatjarnir og Háabjalla og fleiri ágætis svæði sem hægt er að dunda sér við dagpart eða lengur. Þetta er ekki sú umgengni sem við viljum skilja eftir handa af- komendum okkar. Það hefur víða verið mikið átak í hreinsun umhverfisins og er það vel, en þessi blettur hefur verið skilinn eftir og úr því þarf að bæta. Helgi V V Biering SLÆM UMGENGNI Í NÁGRENNI HÁABJALLA VF -M YN D: PÁ LL B ER GM AN N 11. tbl. 2004 umbrot 10.3.2004 15:14 Page 20

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.