Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.03.2004, Page 21

Víkurfréttir - 11.03.2004, Page 21
VÍKURFRÉTTIR I 11. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 11. MARS 2004 I 21 Vanvirðing eða virðingarleysi? Í ferð FERLIRs-657 var m.a. komið við í Grænuborg ofan viðYtri-Njarðvík, eina af merkilegri minjum á Suðurnesjum.Grænaborg er gömul fjárborg og flokkast undir fornleifar. Af einhverri óskiljanlegri ástæðu var búið að koma tveimur stærðar- innar vörðum eða minnismerkjum fast við borgina.Til þess hefur þurft að nota stórvirk vinnutæki og er svæðið sunnan borgarinnar úttraðkað. Ekki hefur verið hreyft við borginni sjálfri, en líklega er það bara af slysni. Draga má þá ályktunr að sá eða þeir, sem þetta gerðu, hafi ekki haft hugmynd um að þarna væri gamalt mannvirki. Ef svo hefur verið er hér um vanvirðingu að ræða. Feikinóg annað rými er þarna á heið- inni til að koma fyrir slíkum „nýmóðins“ sjónbrjótum. Stapagatan gamla liggur þarna ekki langt undan. Betra hefði verið að nota tæki- færið og grjótið til að varða þá leið og gera hana sýnilegri áhugasömu útivistarfólki. Einnig mætti hugsa sér að hafa slíkt (nokkuð neðan og) undir Grímshól svona til að minna á þjóðsöguna af manninum er hitti bóndann er bauð honum í ver hjá sér og gekk með honum í hólinn. Ekki er að sjá að steinarnir við Grænuborg þjóni neinum skiljanlegum tilgangi - en vegir listarinnar eru bæði skoðunarskiptalegir og órann- sakanlegir, hvort sem er með eða án tilgangs. Tekið skal fram að ekki er verið að leggja mat á „listaverkið“, einungis staðsetninguna, sem virðist alveg „út úr kú“. FERLIR Veldur hver á heldur! E inhver „Ferlir“ skrifar um að Grænuborg (áður Löngu-brekkuhóll) hafi verið sýnd vanvirðing með vörðum semeru á milli Grænuborgar og „Stapagötu“ (Stapavegar). Ef hann hefði farið út úr bílnum þá hefði hann séð að borgin er óskemmd í góðu ástandi. Það hefur greinilega komið í ljós að tilgangurinn með vörðum þessum er að gera umhverfið sýnilegra, vekja athygli á landinu og gömlum ör- nefnum. Ef forfeður okkar hefðu haft þau tæki til vörðugerðar sem við höfum í dag þá væru Álbrúnarvörður og Koefedsvarða sjáanlegar í dag. Traðkið eftir stórvirk tæki eru hlutir sem lagfærðir verða með hækk- andi sól. „Ferlir“ vill varða leiðina á Stapanum fyrir áhugasamt útivi- starfólk og nefnir Grímshól. Þær vörður sem nú eru komnar eru innan marka Reykjanesbæjar og eru ýmist til að staðsetja landamörk með gervihnattatækni og vekja athygli á sögnum og örnefnum. Það er nú ánægjulegt að sjá hvað núverandi sveitarstjórn leggur mik- inn metnað í umhverfismál, varnir gegn landbroti sjávar - snyrti- mennska og fegrun sem allsstaðar blasir við. Veldur hver á heldur. Áki Gräns Sjónbrjótar og skrípi við Grænuborg Undirritaður getur á engan hátt skilið hvernig „sjónbrjótarn-ir“ geta tengst umhverfismálum, vörnum gegn landbroti,snytimennsku og fegrun í Reykjanesbæ, eins og Áki Gräns vill halda fram í umfjöllun um „skrípin“ við Grænuborg. Undirrit- aður metur Áka mikils og veit að hann vill fornum stöðum vel. Hins vegar er rétt að benda á að ákveðið svæði í nánd við fornleifar er frið- að og ber að taka tillit til þess við framkvæmdir og uppsetningu mann- virkja sem þessara. Ábendingin á því fyllilega rétt á sér. Þá er og spurning hvort slíkar framkvæmdir eigi ekki að vera háðar samþykki hlutaðeigandi yfirvalda. Undirritaður vill taka það skýrt fram að hann hefur ekkert á móti „listaverkunum“, enda umræðuefni út af fyrir sig. Kveðja, Ómar Smári. ➤ S T E I N T R Ö L L I N Á V O G A S TA P A ••• Umræða af vef Víkurfrétta 11. tbl. 2004 umbrot 10.3.2004 16:28 Page 21

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.