Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.03.2004, Síða 24

Víkurfréttir - 11.03.2004, Síða 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! sportið Umsjón: Þorgils Jónsson • sími 868 7712sport@vf.is Fjölmenni á afmæli GS Þriðji kaninn hjá Grindavík Körfuknattleikslið Grindavíkur hefur fengið Bandaríkja-manninn Anthony Jones til liðs við sig fyrir lokaátökinum Íslandsmeistaratitilinn. Jones er 1,93 metrar á hæð og 27 ára gamall. Hann leikur sem bakvörður og hefur leikið undanfarin tvö ár í Svíþjóð, en var látinn fara frá félagi sínu í lok febrúar vegna agabrota. Jones var talinn vera í hópi bestu leikmanna sænska boltans og margir telja jafnvel að hann hafi verið besti varnarmaðurinn í úr- valsdeildinni þar í landi. Í herbúðum Grindavíkur eru fyrir tveir Bandaríkjamenn, Darrel Lewis sem lék einnig með liðinu í fyrra og Jackie Rogers. Gunnar Einarsson meiddur Gunnar Einarsson, fyrirliði Keflavíkur í körfuknattleik,meiddist á fingri á æfingu með liðinu og verður líklegafrá keppni í 8-10 daga. Sauma þurfti 6 spor í fingurinn þar sem sinar höfðu rifnað og mikið blætt úr fingrinum, en hann slapp þó óbrotinn. Óheppnin virðist elta Gunnar á röndum þessa dagana. Hann meiddist á hné fyrir nokkru, en var farinn að æfa á nýjan leik þegar hann meiddist aftur. Því er ólíklegt að hann verði með á móti Tindastóli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vikunni, en hann ætti að vera kominn í stand fyrir undanúrslitin, þ.e. ef félagar hans ná að leggja Stólana að velli Logi kominn í gang N jarðvíkingurinn Logi Gunnarsson virðist loks vera aðkomast í sitt rétta form með liði sínu Giessen ‘49ers íþýsku deildinni. Hann skoraði 14 stig í tapleik gegn stórliði Bayer Leverkusen um síðustu helgi, en hann spilaði einungis í 20 mínútur. Logi nýtti færin sín vel í leiknum og setti m.a. þrjú af fimm 3ja stiga skotum, en þetta var fyrsti alvöru leikur kappans frá því að hann meiddist á öxl snemma á tíma- bilinu. Borðtenniskappinn Jó-hann Rúnar Kristjáns-son úr íþróttafélaginu Nes í Reykjanesbæ mun verða meðal keppenda á Ólympíu- móti fatlaðra sem fara fram í Aþenu í september. Jóhann hefur verið í fremstu röð borðtenniskappa í heiminum í sínum flokki undanfarin misseri og hefur lengi stefnt að því að tryggja sér sæti á leikunum. 16 keppendur verða í hans flokki í Aþenu sem segir meira en mörg orð um það hversu merkilegur árangurinn er. Í samtali við Víkurfréttir sagðist Jóhann í skýjunum yfir að óviss- an sé loks að baki og hann geti farið að einbeita sér að verkefn- inu að fullum krafti. „Þjálfarinn vakti mig með þessum fréttum og ég vissi varla hvorum megin ég átti að fara framúr rúminu eft- ir það! Þetta er náttúrulega æðsti draumur allra íþróttamanna og ég er staðráðinn í því að gera góða hluti og tel mig geta komist langt því keppendur í mínum flokki eru mjög jafnir og allir geta unn- ið alla.“ Á næstunni verður mikið að gera hjá Jóhanni og er næst á dagskrá að fara út í að afla sér styrktarað- ila. „Nú fer boltinn að rúlla fyrir alvöru og það er þétt dagskrá framundan þar sem ég fer á þrjú mót erlendis fram að leikunum og æfingabúðir.“ Þá má geta þess að Jóhann og fleiri borðtenniskappar af Suður- nesjum voru meðal keppenda á Malmö Open mótinu fyrir nokkru, en þar komu saman sterkustu spilarar Norðurlanda. Árangurinn var frábær þar sem Jóhann gerði sér lítið fyrir og vann í sínum flokki og Arnar Helgi Lárusson varð í fimmta sæti. Þá stóð Guðmundur Ingi- bersson sig með mikilli prýði, en hann lék í öðrum sterkari flokki. N ína Ósk Kristinsdóttirvar útnefnd íþróttamað-ur Sandgerðis árið 2003 á hátíðlegri samkomu sem fór fram í Samkomuhúsinu í Sandgerði föstudaginn 5. mars s.l. Nína Ósk skipti úr RKV yfir í Val fyrir upphaf tímabilsins 2003 og lék í fyrsta sinn í efstu deild. Hún kom við sögu í öllum 14 deildarleikjum Vals í fyrra og skoraði í þeim 5 mörk. Nína varð bikarmeistari með Val og vakti landsathygli með því að skora 2 af 3 mörkum liðsins í úrslita- leiknum. Á árinu 2003 lék hún 3 leiki með U19 ára landsliði Ís- lands og skoraði í þeim eitt mark. Nína er við það að komast í hóp þeirra bestu í heimi knattspyrn- unnar og er sannarlega glæsileg- ur fulltrúi Sandgerðis á hvaða velli sem er. Aðrir íþróttamenn sem fengu viðurkenningar fyrir góðan ár- angur í sínum greinum voru körfuboltamaðurinn Arnór Jens- son, knattspyrnumaðurinn Guð- mundur G. Gunnarsson og kylfingurinn Pétur Þór Jaidee. Þá fékk taekwondokappinn Helgi Rafn Guðmundsson sérstök hvatningarverðlaun Íþróttaráðs Sandgerðisbæjar. Helgi Rafn náði frábærum árangri á árinu 2003. Hann byrjaði árið á því að vera kjörinn Taekwondomaður Reykjanesbæjar. Stuttu seinna fékk Helgi bronsverðlaun í undir 68 kg. flokki unglinga á Norður- landamótinu í Svíþjóð. Hann varð Íslandsmeistari í unglinga- flokki árið 2003 og var í efstu sætum í öllum öðrum mótum sem hann tók þátt í á árinu. NÍNA ÓSK ÍÞRÓTTA- MAÐUR SANDGERÐIS Jóhann fer á Ólympíumótið Fyrrverandi fótboltakappar og snjallir kylfingar. Þeir eiga 40 ára Íslandsmeistaraafmæli með knattspyrnuliði ÍBK á þessu ári og fagna hér 40 ára golfafmæli. Þessa menn þekkja auðvitað fle- stir f.v.: Sigurður Albertsson, Högni Gunnlaugsson og Jón Ólafur Jónsson. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa allir skorað mörk með Keflavík og fengið „fugla og pör“ hjá GS. Ungdómurinn hjálpaði til í 40 ára afmæli GS. Hér að neðan er Jón Þór Gylfason (Kristinssonar, framkvæm- dastjóra GS) að skera í afmælistertu- na frá Sigurjónsbakaríi. Honum til hjálpar voru Vala Rún Björnsdóttir, Ólöf Sigurbergsdóttir og Sonja Reynisdóttir. Stofnfélagar GS sem eru á lífi. F.h.: Þorbjörn Kjærbo, Örn Erlingsson, Kristján Einarsson, Ingvar Guðmundsson, Sævar Sörensson, Sigurður Jónsson, Guðfinna Sigurþórsdóttir, Helgi Sigvaldason, Hólmgeir Guðmundsson, Hörður Guðmundsson, Kristján Pétursson, Þorgeir Þorsteinsson og lengst til vinstri er Gunnar Þórarinsson, form. GS. 11. tbl. 2004 umbrot 10.3.2004 15:17 Page 24

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.