Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2004, Qupperneq 2

Víkurfréttir - 07.04.2004, Qupperneq 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ Fleiri fréttir á vf.is stuttar f r é t t i r ➤ Ú T I V I S TA R S V Æ Ð I Ð A Ð H Á A B J A L L A Um 80 sprengjur hafafundist á Háabjalla-svæðinu síðustu 12 mán- uði. Rúmlega 600 sprengjur hafa fundist á svæðinu frá því farið var að leita skipulega á svæðinu sem er um 15 ferkíló- metrar að stærð. Sett voru upp viðvörunarskilti á svæðinu í fyrradag. Starfsmenn Sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar hafa farið reglulega um svæðið kringum Háabjalla í leit að sprengjum en Sigurður Ásgrímsson hjá sprengjudeildinni segir að það sé gert af vilja frekar en getu. „Það er ekki gert ráð fyrir því í okkar fjárheimildum að við séum að leita að sprengjum eins og við gerum hér.“ Aðspurður um hvort hægt væri að slá á hve margar sprengjur væru á svæðinu sagði Sigurður ómögulegt að segja til um það. Ekki er vitað hve mörgum sprengjum hafi verið dreift yfir svæðið á sínum tíma. Sigurður segir að hægt væri að reikna út hve margar sprengjur væru ósprungnar ef vitað væri hve mörgum sprengjum hefði verið dreift um svæðið. Miðað við að rúmlega 600 sprengjur hafi fund- ist á svæðinu sé þó hægt að draga þá ályktun að tugir þúsunda sprengja hafi verið sprengd á svæðinu á sínum tíma og að hluti af þeim haf i ekki sprungið. Sprengjurnar sem starfsmenn Sprengjudeildarinnar hafa fundið á svæðinu eru yfirleitt sprengdar á staðnum. Sprengjusveitin sem hefur leitað svæðið hefur meðal annars tekið þátt í leit að eitur- vopnum í Írak í samstarfi við danska herdeild. Ótal tegundir sprengja er að finna á svæðinu og segir Sigurð- ur að það sé vitað mál að sprengiefni verði hættulegra með aldrinum. „Það er ómögulegt að segja af hverju þessar sprengjur hafi ekki sprungið. Það getur hafa verið galli í þeim eða að þær hafi lent á mosa og ekki sprungið við það.“ Búið er að setja upp skilti með- fram Grindavíkurveginum og við veginn að Háabjalla og eru skilt- in sett upp í þeim tilgangi að vara fólk við að taka upp hluti sem það kann að finna á svæðinu. „Það er ekki verið að fæla fólkið frá svæðinu, heldur er einungis verið að biðja fólk um að hafa varann á sér þegar það fer um svæðið og láta vita ef það finnur hlut sem gæti verið sprengja. Það er mjög mikilvægt að fólk hreyfi ekki við torkennilegum hlutum sem það finnur á svæðinu, heldur tilkynni það til lögreglu eða Landhelgisgæslunnar,“ sagði Sigurður í samtali við Víkurfrétt- ir. Áttatíu sprengjur hafa fundist við Háabjalla síðustu 12 mánuði - heimskunn sprengjuleitarsveit frá Írak leitar á svæðinu Starfsmenn Sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar með eitt skiltanna sem sett voru upp að Háabjalla. F.v. Jónas Þorvaldsson, Sigurður Ásgrímsson og Adrian King. VF -M YN D: JÓ H AN N ES K R. K RI ST JÁ N SS O N Ljósker á vinnu- vélum brotin Unnin voru skemmd-arverk á vinnuvélumÍslenskra Aðalverk- taka sem voru við Holts- götu í Njarðvík, en lögregl- unni í Keflavík var tilkynnt um skemmdarverkin í gær- morgun. Hundur lenti í refagildru Á laugardag tilkynntimaður að hundursinn hefði lent í dýra- gildru þegar hann var á göngu með hundinn í Sand- vík fyrir rúmri viku síðan. Hundurinn lenti með fótinn í gildrunni og skrámaðist en meiddist ekki alvarlega. Kom maðurinn með dýra- gildruna á lögreglustöðina í Keflavík, en gildrur sem þessar eru ólöglegar og sennilega hefur hún verið ætluð til refaveiða. S jávarútvegsfyrirtæki áSuðurnesjum unnu úrfiskafla að mestum verð- mætum í fyrra eða fyrir 10,8 milljarða króna. Á Norður- landi eystra var aflaverðmæti 10,5 milljarðar króna og á höf- uðborgarsvæðinu var verð- mæti aflans 10,2 milljarðar. Íslensk skip fiskuðu fyrir 67,1 milljarð króna á öllum miðum á síðasta ári að því er kemur fram í tölum Hagstofunnar sem komu út í vikunni. Aflaverðmæti ís- lenskra skipa árið 2002 var 10 milljörðum meira en það var í fyrra. ➤ S J Á V A R Ú T V E G U R Aflaverðmæti mest á Suðurnesjum Gleðilega páska! 15. tbl. 2004 umbrot 6.4.2004 12:53 Page 2

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.