Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2004, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 07.04.2004, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! hunda f r é t t i r VÍKURFRÉTTIR//atvinnulífið • viðskipti K -9 Hundaskóli hefurtekið til starfa íReykjanesbæ. Eig- andi hundaskólans er Atli Þorsteinsson. Atli hefur ný- lokið námi frá hundaskóla í Columbus í Ohio í Banda- ríkjunum og hefur hlotið gráðu sem atvinnuhunda- þjálfari. Að sögn Atla verður boðið upp á alla almenna hunda- þjálfun í skólanum. „Ég verð einnig með hvolpaþjálfun og bíð upp á þá þjónustu að velja góða hvolpa fyrir þá sem vilja eignast hvolp og taka hann síðan til þjálfunar,“ segir Atli, en þjálfunin getur tekið frá 3 dögum til þriggja vikna. Í námi sínu í Bandaríkjunum lærði Atli alla almenna hundaþjálfun, s.s. að þjálfa hunda fyrir fatlaða einstak- linga, þjálfun lögreglu- og fíkniefnaleitarhunda, þjálfun hunda sem fást við sporaleit og þjálfun veiðihunda. Atli segir að einnig verði boðið uppá hundaböð og naglaum- hirðu. Hundaskóli í Reykjanesbæ Á tta einstaklingar af at-vinnuleysisskrá á Suður-nesjum verða ráðnir í starfsþjálfun hjá Flugþjónust- unni á Keflavíkurflugvelli ehf. (IGS) og hefur fyrirtækið gert samkomulag við Svæðisvinnu- miðlun Suðurnesja um verk- efnið. Einstaklingarnir verða í 70% starfi hjá fyrirtækinu og auk atvinnuleysisbóta greiðir IGS þeim ákveðna upphæð á mánuði. Einstaklingarnir sem ráðnir eru verða þjálfaðir af starfsmönnum IGS til að aðstoða fatlaða, börn og gamalmenni sem þurfa á sér- stakri aðstoð að halda. Starfsfólk IGS hefur sinnt þessum verk- þætti innan flugstöðvarinnar. Með samstarfsverkefninu á með- al annars að kanna hvort betra sé að sérstakir starfsmenn sinni þessum störfum með það að markmiði að bæta þjónustu IGS við þennan hóp farþega. Gert er ráð fyrir að verkefnið standi í 6 mánuði og að þeim tíma loknum verði tekin ákvörðun um fram- haldið. Að sögn Kjartans Más Kjartanssonar starfsmannastjóra IGS er hann ánægður með sam- starfið við Vinnumiðlun Suður- nesja og segir samstarf sem þetta tækifæri fyrir öll fyrirtæki á Suð- urnesjum. „Við lítum á þetta sem gott tækifæri til að auka þjónustu IGS við flugfarþega á Keflavík- urflugvelli og ekki síst lítum við á það sem samfélagslega skyldu okkar að bregðast við atvinnu- leysisvandanum með þessum hætti.“ Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja leitar nú að nægilegum fjölda fólks sem uppfyllir nauðsynlegar kröfur sem gerðar verða til starfs- mannanna. Þær eru meðal annars góð tungumálakunnátta, hæfni í mannlegum samskiptum og gott líkamlegt ástand. Ketill Jósefsson forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Suður- nesja segir að það sé von beggja aðila að verkefnið takist vel og vilja báðir aðilar hvetja önnur fyrirtæki á Suðurnesjum til þess að nýta sér þá ýmsu möguleika sem bjóðast í samstarf i við Svæðisvinnumiðlunina. Að sögn Ketils eru um 15 fyrirtæki og stofnanir á Suðurnesjum sem eru í samstarfi við Svæðisvinnumiðl- unina varðandi starfsþjálfunar- verkefni. „Hér á Suðurnesjum eru slík starfsþjálfunarverkefni mun minna notuð en annars stað- ar á landinu og ég vil nota tæki- færið og hvetja fyrirtæki til að skoða möguleikana sem felast í slíkum verkefnum. Við bjóðum upp á aðstoð við umsóknarferlið hér á skrifstofunni.“ Kjartan Már Kjartansson starfsmannastjóri IGS og Ketill Jósefsson forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja kynna samstarfið. Átta einstaklingar af atvinnuleysisskrá í starfsþjálfun Farþegum um FlugstöðLeifs Eiríkssonar fjölg-aði um tæplega 13% í marsmánuði miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmlega 87 þúsund farþegum árið 2003 í tæplega 99 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmlega 9% milli ára. Farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlants- hafið fjölgar þó hlutfallslega enn meira eða um 34%. Alls hefur farþegum um Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar fjölgað um tæplega 21% það sem af er árinu miðað við sama tíma árið 2003, eða úr tæplega 209 þúsund farþegum í rúmlega 252 þúsund farþega. Farþegum í Leifsstöð fjölgaði um 13% í mars Skyldulesning yfir páskana! Komið á næsta blaðsölustað! johannes@vf.is eða 899 2225 ➤ K E F L A V Í K U R F L U G V Ö L L U R 15. tbl. 2004 umbrot 6.4.2004 12:55 Page 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.