Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2004, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 07.04.2004, Blaðsíða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! VÍKURFRÉTTIR//grindvíska fréttasíðan stuttar f r é t t i r Tvö einbýlishús eru í bygg-ingu í nýju Lautarhverfi íGrindavík og eru það fyrstu húsinu sem rísa í nýja hverfinu. Fyrirtækið HH smíði ehf. sér um byggingu húsanna, en þau eru einingahús frá fyr- irtækinu Smell-inn á Akranesi. Hvert hús er sett saman úr sjö einingum og tók um 6 klukku- stundir að reisa bæði húsin. Hver eining er tilbúin undir málningu og er gólfplata húsanna steypt þegar húsið hefur verið reist. Ragnar Eðvarðsson og Valur Hansson vinna við smíði hús- anna og segja þeir að þau séu einföld í uppsetningu. „Það er bara mjög þægilegt að vinna við uppsetningu þessara húsa og þægileg í alla staði. Þetta er orðin allt önnur vinna heldur en þegar verið var að stilla upp fyrir hús- um,” segir Ragnar. Hafþór Helgason einn eigenda HH smíði í Grindavík sagði í samtali við Víkurfréttir að búið væri að selja annað húsið sem fyrirtækið er að reisa. Húsin verða fullbúin frá fyrirtækinu án gólfefna og eldhústækja. Að sögn Hafþórs er áætlað að fyrir- tækið reisi þriðja húsið í hverfinu innan skamms. Sundlaug Grindavíkurfékk hjartastuðtæki aðgerðinni Zoll að gjöf frá Kvenfélagi Grindavíkur og Slysavarnadeildinni Þórkötlu í Grindavík á dögunum. Sund- laugin verður 10 ára þann 9. apríl næstkomandi og var gjöf- in gefin af því tilefni. Fé- lögunum hefur í gegnum tíðina verið annt um öryggi sund- laugargesta en þegar sundlaug- in var vígð fyrir 10 árum síðan gáfu félögin myndavélakerfi. Á undanförnum mánuðum hafa hjartastuðtæki verið gefin af kvenfélögum og slysavarnafélög- um á Suðurnesjum og eru slík tæki komin í allar sundlaugar á svæðinu. Á dögunum fóru tveir kórar að Skógum á vegum Tónlistarskólans í Grindavík í æfingabúðir að Skógum, Barnakór og Stúlknakór skólans, alls 42 krakkar undir stjórn Rósalindar Gísladóttur og Gunnars Kristmannssonar. Barnakór Grunn- skólans á Hvolsvelli ásamt stjórnanda sínum, Ingibjörgu Erlingsdóttur, tók á móti kórunum. Öll aðstaða var til fyrirmyndar og ferðin mjög vel heppnuð í alla staði. Helgin endaði með Tónleikum í Hvolnum á Hvolsvelli þar sem 65 krakkar sungu saman. Heilsíðu auglýsing í Víkurfréttum þann 1. apríl. Allt í plati! Tvö hús rísa í Lautar- hverfi í Grindavík Ragnar Eðvarðsson og Valur Hansson smiðir hjá HH smíði. Sundlaug Grindavíkur fær hjartastuðtæki Við afhendingu tækisins í Sundlaug Grindavíkur. F.v. Guðrún frá slysavarnafé- laginu, Birna frá Kvenfélaginu og Hermann forstöðumaður íþróttamann- virkja. VF-ljósmynd/Kjartan Kristjánsson. Tveir Grindavíkurkórar æfðu að Skógum hilmar@vf.is eða 898 2222 ➤ Ö R Y G G I S M Á L Margir hlupu 1. apríl á Suðurnesjum Fjölmargir Suðurnesjamenn létu plata sig 1. apríl, og tóku verslunartilboð í verslunum Varnarliðsins alvarlega. Upp- úr kl. 09 sl. fimmtudagsmorg- un fór síminn að hringja á skrifstofu Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og nágrennis, þar sem fólk var að spyrjast fyrir um þetta ákvæði í kjarasamningum sem heim- ilaði fólki að versla í verslun- um varnarliðsins tvo daga á ári, en annar dagurinn átti að vera 1. apríl. Kristján Gunn- arsson, formaður VSFK, stað- festi að tugir hafi hringt og um tíma hafi lítið annað verið gert en að útskýra gabbið fyrir fólki. Óskar Þórmundsson, yfirlög- regluþjónn á Keflavíkurflug- velli, staðfesti að þó nokkrir hefði klippt út tímabundna aðgangsheimild í Víkurfrétt- um og framvísað í aðalhliði Keflavíkurflugvallar, til að freista þess að fá að versla ódýrt. Einnig eru dæmi þess að fólk haf i notað hina svokölluðu Vallarpassa og mætt í verslanir Varnarliðsins í góðri trú. Þá sagði Óskar að talsvert hafi verið hringt í lög- regluna á Keflavíkurflugvelli til að forvitnast um málið. Einnig bárust Víkurfréttum hringingar af höfuðborgar- svæðinu, þar sem fólk vildi tryggja það að allt væri rétt og satt. Hrekkurinn mun hins vegar ekki hafa fallið jafn vel í bandaríska yf irmenn á Keflavíkurflugvelli og munu þau orð hafa verið látin falla að réttast væri að fara í mál við okkur á Víkurfréttum vegna uppákomunnar. Það er hins vegar hefð fyrir því að fjölmiðlar láti lesendur sína hlaupa 1. apríl og því eru hrekkir sem þessir fullkom- lega löglegir. 15. tbl. 2004 umbrot 6.4.2004 12:56 Page 6

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.