Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2004, Síða 12

Víkurfréttir - 07.04.2004, Síða 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! VÍKURFRÉTTIR//stjórnmál Frá því að meirihlutiSjálfstæðisflokksins tókvið stjórn bæjarins í júní 2002 hefur mik- il uppbygging átt sér stað. Meirihlutinn samanstendur af samhentum hópi fólks með ólíkan bak- grunn og víðtæka reynslu. Árni Sigfússon oddviti hópsins hefur staðið sig frábærlega sem leið- togi og andlit sveitarfélagsins útávið. Þegar Bandaríkjastjórn tók þá ákvörðun að breyta áherslum sín- um í varnarmálum og skera niður starfsemina á Miðnesheiði var ljóst að grípa þurfti til enn frekari aðgerða í atvinnumálum. Mikil varnarbarátta hefur verið háð í þeim efnum og er staðan sú að í dag eru um 100 færri á atvinnu- leysisskrá en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir að kjörtímabilið sé að- eins hálfnað hefur Sjálfstæðis- flokknum tekist að koma mörg- um af kosningaloforðum sínum í efndir. Vil ég nefna örfá dæmi. Atvinnumál - Uppbygging iðnaðarsvæðis í Helguvík með fullkominni hafn- araðstöðu í nágrenni alþjóðaflug- vallar - Bygging nýs raforkuvers á Reykjanesi á vegum Hitaveitu Suðurnesja - Eflingu háskólamenntunar og uppbygging háskólastarfsemi á svæðinu - Ýmis verkefni tengd flugvellin- um og Flugstöð Leifs Eiríkssonar - Uppbygging Víkingaheims í kringum víkingaskipið Íslending Fjölskyldumál - Nýr skóli í Innri Njarðvíkur- hverfi - Félagsmiðstöð ungs fólks að Hafnargötu 88 - Frístundarskóli fyrir öll grunn- skólabörn í 1. til 4. bekk - Ókeypis almenningssamgöngur Umhverfismál - Endurbygging Hafnargötunnar - Umhverfisbætur að Fitjum - Víðtækar lagfæringar á gang- stéttum og vegköntum - Ægisgata og fyllingar neðan Hafnargötu Þannig hefur verið lagður góður grunnur að seinni hluta kjörtíma- bilsins og er því full ástæða fyrir bæjarbúa að líta björtum augum til framtíðar undir styrkri stjórn Sjálfstæðisflokksins. Viktor B. Kjartansson Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Keflavík Samfylkingin í Reykjanesbæ ályktar um D- álmu HSS Áaðalfundi Samfylkingar-innar í Reykjanesbæsem haldinn var 31. mars var Ey- steinn Eyjólfs- son endurkjör- inn formaður. Með honum í stjórn voru kjörin þau Vil- hjálmur Skarp- héðinsson, Stefán Ólafsson, Sigríður Lára Geirdal og Eð- varð Þór Eðvarðsson. Að lokn- um aðalfundarstörfum tóku við fjörugar umræður um bæjarmál og heilbrigðismál á Suðurnesjum. Fundurinn sam- þykkti eftirfarandi ályktun: Aðalfundur Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ haldinn á Víkinni 31. mars 2004 lýsir áhyggjum yfir því ástandi sem skapast hef- ur í málefnum aldraðra sjúkra á Suðurnesjum, en nýleg dæmi eru um að þeir haf i verið fluttir nauðungarflutningum í annað sveitarfélag. Frá upphafi um- ræðna um D-álmuna var gert ráð fyrir því að hún vistaði aldraða sjúka. Samkvæmt síðustu upp- lýsingum má gera ráð fyrir sjötíu öldruðum á biðlistum fyrir vistun á dvalar- eða hjúkrunarstofnun, á sama tíma er D- álman ekki not- uð í það sem hún var byggð fyrir. Eftir að stjórnir heilbrigðisstofn- ana voru lagðar niður með laga- breytingu hafa heimamenn enga aðkomu að ákvarðanatöku um þá þjónustu sem veitt er. Forstjóri og þeir sérfræðingar sem með hon- um vinna hafa sitt umboð beint frá ráðuneyti heilbrigðismála. Enn alvarlegra er ástandið eftir að flestir starfsmenn í stjórnunar- stöðum sem hér búa hafa látið af störfum og fólk sem ekki þekkir til aðstæðna heldur eitt um stjórnartaumana. Sveitarstjórnar- menn verða að berjast fyrir því að íbúar svæðisins njóti þeirrar grundvallarþjónustu sem gera verður kröfu um í nútíma samfé- lagi. Aðalfundur Samfylkingar- innar í Reykjanesbæ skorar á ráðherra heilbrigðismála að stofna til umræðna um framtíðar- þróun heilbrigðis- og öldrunar- mála á Suðurnesjum í þeim til- gangi að skapa sátt um þann mikilvæga málaflokk. Styrk stjórn Reykjanesbæjar ➤ V I K T O R K J A R TA N S S O N S K R I F A R FRÉTTASÍMINN 898 2222 Vaktaður allan sólarhringinn! Munið Tímarit Víkurfrétta! 15. tbl. 2004 umbrot 6.4.2004 16:00 Page 12

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.