Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2004, Qupperneq 14

Víkurfréttir - 07.04.2004, Qupperneq 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!                    !  " #$         ! "  # $ %&$ " '() *(+ ,  ', -"   .     /     "01 1 #"                             2 1 %3 4 $  50  " '%&  "& %    4% 1 66 4  - "     &-      , -" - 7!08'    -0&"     ".  6 49:" !%   9   - -"''! -6                 ! "     # 85:5:;< 8 ;=<;;  <88 F jarnám í háskólum eyk-ur sveigjanleika í námiog skapar mörgum möguleika til að stunda nám sem að ella gætu það ekki. Fjarnám er góður kostur fyrir einstak- linga sem vilja afla sér auk- innar menntunar án þess að þurfa að flytja og hætta vinnu eða vilja vera heima og sinna börnum meðfram námi. Fyrir þá sem vilja eiga mögu- leika á störfum í tæknivæddu samfélagi nútímans er tölvunar- fræði góður kostur enda býður fagið upp á góða undirstöðu- menntun sem nýtist vel á ýmsum sviðum. Tölvunarfræðideild Há- skólans í Reykjavík (HR) býður upp á nám í kerfisfræði (60 ein- ingar) í fjarnámi. Kerfisfræðing- ar eiga kost á fjölbreyttum störf- um sem henta jafnt konum sem körlum, s.s. við alla þætti hug- búnaðargerðar, en einnig við önnur störf s.s. stjórnun, ráðgjöf, rannsóknir og kennslu. Fjarnámið í HR er tekið á hálfum hraða; tvö námskeið á haustönn og tvö námskeið á vorönn ásamt verklegu námskeiði á vorönn sem krefst þess að nemendur vinni verkefni í skólanum í þrjár vikur. Námsefni fjögurra anna er því tekið á fjórum árum í stað tveggja í staðbundu námi. Náms- efni og námskröfur í fjarnámi er eins og í staðarnámi og fer fjar- nám deildarinnar fram í sérhönn- uðu kennsluumhverfi sem skól- inn hefur þróað á undanförnum árum og byggir á internettækni. Fyrirlestrar í kennslustundum í staðarnámi er teknir upp og eru þessir hljóðfyrirlestrar settir á netið fyrir fjarnema sem geta sótt þá og hlustað á þegar þeir vilja og eins oft og þeir vilja. Á hverri önn eru tvær tveggja daga vinnulotur um helgi í HR þar sem fjarnemendum gefst tæki- færi til þess að hitta kennara sína og aðra fjarnemendur, hlusta á fyrirlestra og vinna að verkefn- um. Spjall í beinni er vikulega í flestum námskeiðum þar sem kennari og nemendur tengjast samtímis inn á internetið til að spjalla þar saman um námsefnið. Spjall í beinni kemur í stað hefð- bundinna símatíma kennara. Að auki eru nýttir umræðuþræðir í kennslukerfi skólans þar sem nemendur ræða námsefnið, legg- ja fram spurningar og taka þátt í að svara spurningum annarra. Æskilegur undirbúningur fyrir háskólanám er stúdentspróf en í HR skoðum við umsóknir frá nemendum sem ekki hafa lokið stúdentsprófi og metum hvort við teljum viðkomandi hafa næg- an þroska og undirbúning, s.s. annað nám eða starfsreynslu, sem að gerir umsækjanda hæfan til að stunda háskólanám. Nánari upplýsingar er að finna á www.ru.is og þar er hægt að sækja um skólavist. Ásrún Matthíasdóttir Lektor og verkefnisstjóri fjar- náms Háskólanum í Reykjavík ➤ M E N N T U N Á H Á S K Ó L A S T I G I Fjarnám við Há- skólann í Reykjavík FRÉTTASÍMINN 898 2222 Vaktaður allan sólarhringinn! 15. tbl. 2004 umbrot 6.4.2004 14:37 Page 14

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.