Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2004, Side 15

Víkurfréttir - 07.04.2004, Side 15
HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJAFRÉTTABRÉF HSS Brot úr framtíðarsýn WWW.HSS.IS Ágætu Suðurnesjamenn, Unnið hefur verið að stefnumörkun Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til ársins 2010. Í þeirri stefnumörkun er lögð megináhersla á að HSS verði fyrsti viðkomustaður Suðurnesjabúa eftir heilbrigðisþjónustu. Gert er ráð fyrir að auka verulega héraðshlutdeild stofnunarinnar þannig að allri heilsugæslu verði sinnt á svæðinu og allt að 80% af sjúkrahúsþjónustu. Heilsugæsla Gert er ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu heilsugæslunnar og að hún verði forgangsverkefni. Heilsugæslustöðvar eru í Reykjanesbæ og Grindavík og stefnt er að því að efla þjónustu í heilsugæsluseljunum í Sandgerði, Garði og Vogum. Áhersla verður lögð á gott samstarf milli heilsugæslu og sjúkrahúss til að samnýta þekkingu og reynslu starfsfólks sem best. Forvarnir og heilsuefling munu fá aukið vægi. Meginverkefni verður áfram að veita öfluga þjónustu í mæðravernd, ung- og smábarnavernd, skólahjúkrun, heimahjúkrun og almennri móttöku. Einnig er lögð áhersla á að mæta sérhæfðari þörfum skjólstæðinga eins og t.d. með móttöku fyrir sykursýkissjúklinga, móttöku þeirra sem þurfa á sálfélagslegri aðstoð að halda, móttöku fyrir unglinga og nú 1. maí er fyrirhugað að opna göngudeild fyrir aldraða. Markmið um biðtíma og aðgengi hafa verið lögð fram. Sjúkrahús Gert er ráð fyrir að uppbyggingu D-álmu verði lokið fyrir árslok 2005. Áfram sem hingað til er það metnaðarmál að veita verðandi mæðrum góða þjónustu og örugga fæðingahjálp. Nýjar skurðstofur og legurými fyrir skurðsjúklinga er nauðsyn til að sjúkrahúsið geti sinnt skurðlækningum til framtíðar. Í lyflækningum er gert ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu í heimabyggð en á því hefur verið misbrestur. Ekki er lengur gert ráð fyrir að sjúklingar með almenna sjúkdóma verði fluttir til Reykja- víkur, þeir mun fá þjónustu í heimabyggð. Einnig munu þeir sem þurfa á hátæknimeðferð að halda á Landsspítala - Háskólasjúkrahúsi koma til baka á HSS um leið og ástand þeirra leyfir, þannig að sjúklingar og aðstandendur þurfa ekki að ferðast á milli staða meira en nauðsyn krefur. Mikilvægt er að gera ráð fyrir öflugum dagdeildum því sífellt eru gerðar auknar kröfur um styttri legur og aukna heimaþjónustu. Nú þegar er búið að opna virka dagdeild fyrir þá sem koma til minniháttar aðgerða, lyfjameðferða og blóðgjafa, 5 daga deild var opnuð 1. febrúar fyrir þá sem þurfa á endurhæfingu að halda í víðum skilningi. Afar góð reynsla er af starfsemi þessara deilda. Öll aðstaða til endurhæfingar á HSS er til fyrirmyndar og er ráðgert að halda áfram að efla þá mikilvægu þjónustu. Öflug stofnun fyrir alla Suðurnesjamenn HSS stefnir að því að verða öflug stofnun sem veitir öllum skjólstæðingum skjóta, góða og örugga þjónustu. Aldraðir munu hafa ákveðinn forgang að nútíma heilbrigðisþjónustu, hvort sem um er að ræða heimahjúkrun, dagdeildarþjónustu, endurhæfingaþjónustu, hjúkrunar- eða sjúkrahúsþjónustu. Mikilvægt er að allir Suðurnesjamenn leggist á eitt við að hlúa að stofnuninni svo fagfólkið þar getið haldið áfram á þeirri braut sem hefur verið mörkuð. Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSS 15. tbl. 2004 umbrot 6.4.2004 13:02 Page 15

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.