Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2004, Qupperneq 19

Víkurfréttir - 07.04.2004, Qupperneq 19
VÍKURFRÉTTIR I 15. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 7. APRÍL 2004 I 19 f r m a á ra kil á m Lyktin er ekki góð þegarkomið er inn í beitninga-skúra. Beitningakarlarn- ir eru þó alltaf hressir og hafa margt að tala um. Á litlum stöðum út á landi eru beitn- ingaskúrarnir yfirleitt upp- spretta frétta og tíðinda úr bæjarfélaginu. Þar koma gömlu karlarnir við og fiska eftir fréttum af sjónum. Við Strandgötuna í Sandgerði er beitningaskúr og þar inni voru þrír hressir karlar - og ein kona. Anna Sigurðardóttir kallar ekki allt ömmu sína og sjálfsagt er hún ein fárra kvenna sem vinna við beitningu á Íslandi. Hún kann vel við starfið og er ánægð. Hún hefur beitt í Sandgerði frá því í byrjun febrúar. Anna er ekki al- veg óvön starfinu því fyrir 15 árum var hún við beitningu eina vertíð vestur á Flateyri. „Maður verður náttúrulega þreyttur í löppunum af að standa svona. En kosturinn við beitninguna er að það er enginn sem stendur með skeiðklukku yfir þér. Maður fær bara visst fyrir balann og ef mað- ur verður þreyttur í miðjum bala þá getur maður sest niður og fengið sér kaffisopa,“ segir Anna og smellir einum króknum í spunakerlinguna til að rétta hann. Anna beitir 5 bala á dag og er um 8 til 9 tíma að því. En stingur hún sig aldrei á krókunum? „Jú, það kemur fyrir,“ segir Anna og hlær. „Maður varð svolítið göt- óttur þegar maður var að byrja.“ Síðasta mánuðinn hefur verið lít- ið að gera í beitningaskúrum víða á Suðurnesjum og segir Anna að ekkert hafi verið að gera síðasta mánuð, en í skúrn- um hjá Önnu er beitt fyrir Óla Gísla GK-112. „Það hefur ekkert gefið á sjó síðasta mánuð. Von- andi fer bara að gefa á sjóinn,“ segir Anna og smellir vænni síld á einn krókinn, en bæði er notuð síld og smokkfiskur sem beita. Kona í beitningaskúr í Sandgerði VÍKURFRÉTTIR//starfið mitt Anna Sigurðardóttir kallar ekki allt ömmu sína og sjálf- sagt er hún ein fárra kvenna sem vinna við beitningu á Íslandi. Hún kann vel við starfið og er ánægð. Hún hefur beitt í Sandgerði frá því í byrjun febrúar. Anna er ekki alveg óvön starfinu því fyrir 15 árum var hún við beitningu eina vertíð vestur á Flateyri. Anna er stolt af úlfinum sem er húðflúraður á upphandlegginn. 15. tbl. 2004 umbrot 6.4.2004 13:42 Page 19

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.