Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.04.2004, Page 22

Víkurfréttir - 07.04.2004, Page 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! sportið ÞRJÚ HJÖRTU HELGA TÍMARIT VÍKURFRÉTTA Komið á næsta blaðsölustað! Íeinvígi Keflavíkur og Snæ-fells um Íslandsmeistaratitilkarla í körfuknattleik leiða saman hesta sína tvö bestu lið landsins. Snæfellingar hafa komið liða mest á óvart í vetur og farið mikinn. Þeir unnu deildarmeistaratitilinn eftir frábæran endasprett og höfðu spilað ákaflega sannfærandi í úrslitakeppninni. Þar höfðu þeir lagt Hamar og Njarðvík að velli án þess að tapa leik og sannað að þar færi alvöru lið sem sýndi af sér baráttuanda og væri til í að leggja allt í söl- urnar fyrir sigur. Keflvíkingar höfðu hins vegar ekki verið mjög stöðugir í leik sínum og fóru viðureignir þeirra í 8-liða úrslitum og undanúrslitum í oddaleiki. Fróðlegt yrði því að sjá hvernig leiðir þessara liða myndu þróast. Keflvíkingar vilja eflaust gleyma fyrsta leik liðanna sem fór fram í Stykkishólmi sl. fimmtudag. Þar töpuðu þeir illa gegn frískum Snæfellingum þar sem nýjasta stjarna íslensks körfubolta, Hlyn- ur Bæringsson, fór hamförum. Hann tók 20 fráköst og var öflug- ur í vörninni þar sem hann jarð- aði Fannar Ólafsson gjörsamlega, en Fannar komst ekki á blað í leiknum. Corey Dickerson bætti 33 stigum í púkkið og Snæfell hafði tekið forystuna í fyrsta titileinvígi sínu frá upphafi. Annar leikurinn var í Keflavík og var nú að duga eða drepast fyrir heimaliðið. Leikurinn var óhemju jafn og spennandi þar sem liðin skiptust á að leiða og baráttan var í fyrir- rúmi. Sverrir Þór Sverrisson kom inná í seinni hálfleik og keyrði varnarleik Keflvíkinga áfram og smátt og smátt tóku þeir stjórnina á vellinum. Þegar allt virtist stefna í öruggan heimasigur hrukku Snæfellingar í gang á ný og sóttu fast að Keflvíkingum. Síðustu mínútur leiksins voru magnþrungnar og taugar leik- manna þandar til hins ýtrasta, en frábær frammistaða Magnúsar Þórs Gunnarssonar var lykillinn að mikilvægum sigri. Á síðustu andartökum leiksins sauð uppúr þar sem Arnar Freyr Jónsson og Dickerson tókust á og var þeim síðarnefnda vísað af leikvelli fyrir sinn þátt í málinu. Hann verður væntanlega í leik- banni í fjórða leiknum, en kærur á hendur báðum leikmönnum voru teknar fyrir hjá aganefnd KKÍ eftir að þetta blað fór í prentun. Snæfellingar máttu illa við því að tapa þriðja leiknum á heimavelli sínum vegna þess að Keflvíking- ar eru erfiðir heim að sækja og hafa ekki tapað leik í „Sláturhús- inu“ í rúmt ár. Stemmningin á pöllunum í Hólminum var frábær eins og hún hefur verið í öllum leikjun- um, þar sem stuðningsmenn beggja liða fylltu húsið. Snæfell áttu hins vegar fyrir höndum langt kvöld þar sem lítið gekk upp hjá þeim og Keflvík- ingar höfðu frumkvæðið allan leikinn. Hlynur Bæringsson, sem hafði staðið sig svo vel fram að þess- um leik, fann sig ekki nokkurn vegin og skoraði einungis 3 stig og fékk ekki rönd við reist þegar Fannar og Derrick Allen tóku völdin í teignum og munar um minna fyrir deildarmeistarana. Varnarveggur Keflavíkur var þéttur í leiknum þar sem Sverrir Þór fór fremstur í flokki og fundu Snæfellingar enga leið að körf- unni. Keflvíkingar voru mjög sannfærandi í leik sínum og bættu þeir sífellt við muninn í seinni hálfleik og tryggðu sér að lokum góðan sigur og höfðu því unnið tvo leiki gegn einum leik Snæfells. Næsti leikur er á dagskrá á laug- ardaginn þar sem Keflvíkingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratit- ilinn annað árið í röð. Landar Keflavík titli á laugardag? Baráttan um Íslandsbikarinn: Keflavík 2 - Snæfell 1 SNÆFELL-KEFLAVÍK 80-76 (1-0) Snæfell: Corey Dickerson 33, Hlynur Bæringsson 12/20, Edmund Dotson 12. Keflavík: Derrick Allen 31/11, Nick Bradford 20/13, Gunnar Einarsson 13. KEFLAVÍK-SNÆFELL 104-98 (1-1) Keflavík: Bradford 26/9/8, Allen 25, Magnús 18, Fannar 12. Gunnar Einars- son 9. Snæfell: Whitmore 25, Hlynur Bærings- son 23/19, Dickerson 22, Dotson 19. SNÆFELL-KEFLAVÍK 64-79 (1-2) Snæfell: Sigurður Þorvaldsson 16, Ed- mund Dotson 14/14, Corey Dickerson 9. Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 17, Derrick Allen 14, Fannar Ólafsson 13, Sverrir Þór Sverrisson 13. Fyrstu þrír... Hljómsveitin Kókoz • Eðalkvöld í Sandgerði • Glæsikvöld hjá 10. bekk í Njarðvík • Gustav gervihnattasmiður • Árshátíð Reykjanesbæjar • Árshátíð Perlunnar • Bergur á hryðju- verkaslóðum í Madríd • Góugleðin • Jói Kristjáns á OL • Ómar Ólafs og allt það skrýtna • „Sprautuð“ brún fyrir sumarið og m.fl. 15. tbl. 2004 umbrot 6.4.2004 13:46 Page 22

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.