Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.05.2004, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 06.05.2004, Qupperneq 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! H itaveita Suðurnesja hf.og Norræni fjárfest-ingabankinn (NIB) undirrituðu á mánudag lána- samning að jafnvirði 40 millj- óna evra eða rúmlega 3,5 millj- arðar íslenskra króna. Lánið, sem er til 15 ára og afborgun- arlaust til ársins 2009, verður greitt út í tveimur hlutum á ár- unum 2004 og 2005 og vaxta- kjörin eru 6 mánaða erlendir millibankavextir með mjög hóflegu álagi. Lán þetta tekur Hitaveita Suður- nesja hf til að fjármagna hluta 100 MW virkjunar sinnar á Reykjanesi, en gert er ráð fyrir að þessi lántaka endurspegli um helming lánsfjárþarfar fyrirtækis- ins vegna virkjunarinnar. Unnið er að útvegun frekara lánsfjár og hefur Íslandsbanki aðstoðað fyr- irtækið við gerð mjög ítarlegs kynningarefnis um verkefnið, fyrirtækið sjálft, jarðhitavinnslu á Íslandi og annað það er máli skiptir í viðræðum við erlendar lánastofnanir um lánveitingu til slíks verkefnis. Mjög gott samstarf hefur verið um árabil milli NIB og Hitaveitu Suðurnesja hf og er þetta þriðja lántaka fyrirtækisins hjá NIB, en á árinu 1989 lánaði bankinn fyr- irtækinu um 500 milljónir króna og árið 1998 um 1 milljarð króna, en á þessu tímabili hefur Hitaveita Suðurnesja hf ekki tek- ið önnur langtímalán. Fyrir hönd NIB undirritar Jón Sigurðsson bankastjóri lánssamninginn en fyrir hönd Hitaveitu Suðurnesja hf þeir Ellert Eiríksson stjórnar- formaður og Júlíus Jónsson for- stjóri. ➤ Fyrirhuguð Reykjanesvirkjun: Hitaveita Suðurnesja tekur 3,5 milljarða kr. að láni - hjá Norræna fjárfestingabankanum Víkurfréttamynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson Á tján manns á Suðurnesj-um var sagt upp ummánaðarmótin, til við- bótar þeim 14 sem sagt var upp störfum hjá Varnarliðinu í síðustu viku. 12 manns var sagt upp hjá fiskvinnslufyrirtækinu Suðurnes. Þeir starfsmenn sem sagt var upp störfum hjá Suð- urnes voru ráðnir í tímabundin verkefni og hafa vel flestir þeirra sem sagt var upp aðeins unnið hjá fyrirtækinu í 3 mán- uði. Sex manns var sagt upp hjá Kjöt- seli, kjötvinnslu Samkaupa. Að sögn Skúla Skúlasonar starfs- mannastjóra Samkaupa er verið að vinna að því að endurráða það starfsfólk sem sagt var upp störf- um. „Við munum leggja okkur fram um að þetta fólk gangi fyrir í störf innan verslana okkar ef þess er nokkur kostur,“ sagði Skúli í samtali við Víkurfréttir. Ástæða uppsagnanna segir Skúli vera þá að stefnt sé að því að selja Kjötsel. „Við munum þó leggja áherslu á að vörur frá Kjötseli verði áfram á boðstólum í verslunum okkar.“ Ámilli 30 og 40 starfs-mönnum Varnarliðsins áKeflavíkurflugvelli verð- ur sagt upp störfum á næstu tveimur mánuðum. Gert er ráð fyrir að fólkið hætti störfum í sumarlok samkvæmt heimild- um Víkurfrétta. Utanríkisráðherra sagði við utan- dagskrárumræður um málefni Varnarliðsins á Alþingi að Varn- arliðið hygðist fara í frekari hag- ræðingaraðgerðir sem geti falið í sér frekari uppsagnir. Utanríkis- ráðherra sagði við umræðurnar að rúmlega 30 af þeim 100 manns sem sagt var upp störfum í nóvember á síðasta ári væru enn án atvinnu. Ráðherra sagði að um 20 af þeim 100 sem sagt var upp störfum hefðu farið á eft- irlaun og að 14 manns hefðu ver- ið endurráðnir hjá Varnarliðinu. Frá því í nóvember hefur því 114 manns verið sagt upp störfum hjá Varnarliðinu og er stærstur hluti þeirra búsettur á Suðurnesjum. 30 til 40 starfsmönnum VL sagt upp á næstu tveimur mánuðum Rúmlega 30 manns sagt upp á Suðurnesj- um á stuttum tíma Júlíus og Jón handsala lánasamninginn. Ellert á milli þeirra. Fundur hjá Víkingafélaginu föstudaginn 7. maí kl. 19:30 í 88 Húsinu, Hafnargötu 88 Keflavík. Þetta er framhalds-stofnfundur. Allir velkomnir sem áhuga hafa á fornri sögu okkar, lifnaðarháttum, handverki og fl. Böðvar Gunnarsson, Suðurnesjavíkingur. 19. tbl. 2004 umbrot 5.5.2004 13:49 Page 8

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.