Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.05.2004, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 06.05.2004, Blaðsíða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Íyfirlýsingu frá Íslenskummarkaði hf. er þeirriákvörðun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. að segja upp húsaleigusamningi fyrirtækis- ins í Leifsstöð harðlega mót- mælt. Í yfirlýsingunni segir að uppsögnin sé aðför að meira en þriggja áratuga farsælum rek- stri Íslensks markaðar og að með aðgerðunum sé starfsör- yggi 25 starfsmanna fyrirtæk- isins ógnað. Ennfremur kemur fram í yfirlýs- ingunni að yfirlýsingar forráða- manna FLE í fjölmiðlum sýni svo ekki verður um villst að ætl- un þeirra sé að bola Íslenskum markaði út úr flugstöðinni. Forráðamenn Íslensks markaðar hafa sent samkeppnisyfirvöldum bréf þar sem farið er fram á að þau beiti íhlutun og stjórnvalds- sektum gegn FLE vegna ólög- legra aðgerða flugstöðvarinnar. Yfirlýsing frá Íslenskum mark- aði hf. 4. maí 2004 Lögbrotum FLE harðlega mótmælt Vegna fréttaflutnings um sam- skipti Íslensks markaðar hf. og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) vilja forráðamenn Íslensks markaðar koma eftirfarandi á framfæri. Forráðamenn Íslensks markaðar mótmæla harðlega þeirri ákvörð- un FLE að segja upp samningum fyrirtækisins um leigu á verslun- arrými í flugstöðinni, sem til- kynnt var 30. apríl sl. Uppsögnin er aðför að meira en þriggja ára- tuga farsælum rekstri Íslensks markaðar og ógnar starfsöryggi 25 starfsmanna fyrirtækisins. Að auki gengur uppsögnin þvert gegn ákvörðunum samkeppnis- yfirvalda, sem staðfestar voru með dómi Hæstaréttar þann 29. apríl sl. Með því að segja aðeins Íslenskum markaði upp aðstöðu í flugstöðinni en ekki öðrum leigutökum, er FLE enn fremur að misnota yfirburðastöðu sína og mismuna rekstraraðilum, sem er brot á samkeppnislögum. Samkeppnisráð ákvað í janúar árið 2003 að FLE skyldi upplýsa Samkeppnisstofnun um hvernig staðið yrði að útleigu á verslunar- rými í flugstöðinni. Framkvæmd forvals sem FLE efndi til árið 2002 skyldi frestað þar til Sam- keppnisstofnun hefði fengið um- ræddar upplýsingar. Ljóst er að með uppsögn á leigusamningi við Íslenskan markað hefur verið brotið gegn áðurnefndri ákvörð- un samkeppnisráðs, sem síðar var staðfest með úrskurði áfrýj- unarnefndar samkeppnismála. FLE hefur haldið áfram með for- valsvinnu og hunsað að láta Samkeppnisstofnun í té þær upp- lýsingar sem krafist var. Yfirlýsingar forráðamanna FLE í fjölmiðlum að undanförnu sýna svo ekki verður um villst að ætl- un þeirra er að bola Íslenskum markaði út úr flugstöðinni. Einnig er greinilegt að uppsögnin þjónar þeim tilgangi að „refsa“ Íslenskum markaði fyrir það eitt að hafa leitað réttar síns og freist- að þess að koma í veg fyrir lög- brot. Uppsögnin var tilkynnt að- eins sólarhring eftir að Hæstirétt- ur kvað upp dóm sem staðfestir niðurstöðu samkeppnisyfirvalda, en veitir FLE tiltekið svigrúm til að ráðstafa húsnæði flugstöðvar- innar. Forráðamenn Íslensks markaðar hafa sent samkeppnisyfirvöldum bréf þar sem farið er fram á að þau beiti íhlutun og stjórnvalds- sektum gegn FLE vegna ólög- legra aðgerða flugstöðvarinnar. ➤ Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli: ➤ Málefni Íslensks markaðar hf. í Flugstöð Leifs Eiríkssonar: F jölmennt var á ráðstefnu FlugstöðvarLeifs Eiríkssonar hf. um rekstur flug-stöðva og framtíðarhorfur í ferðaþjónustu og öryggismálum á Hótel Nordica fyrir helgi. Ráðstefnuna sóttu 160-170 manns og óhætt er því að segja að áhugi fyrir samkomunni hafi ver- ið í samræmi við björtustu vonir. Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra, setti ráðstefnuna og sagði meðal annars að ferðaþjónustan væri einn mikilvægasti vaxtarbroddur atvinnulífs á Íslandi. Þar væri staðið að málum á faglegan og fjölbreyttan hátt.Atvinnugreinin lagaði sig að breyttum aðstæðum hverju sinni og væri fljót að tileinka sér nýjungar. Ráðherra sagði að Flug- stöðin og Keflavíkurflugvöllur væru ,,gluggi til annarra þjóða“. Þjónusta þar og aðstaða skiptu sköpum fyrir framtíð samgangna og ferðamála á Íslandi. Tveir erlendir ráðgjafar fluttu erindi, auk margra ís- lenskra, þeir Duncan Tolson, yfirmaður viðskipta- þróunar BAA, fyrirtækis sem rekur helstu flugvelli Bretlands, og Alan Bork, ráðgjafi frá Danmörku. Þeir segja að hvergi í Evrópu hafi farþegum í einni flugstöð fjölgað meira undanfarin ár en einmitt hér á Keflavíkurflugvelli. Magnús Oddsson, ferðamálastjóri, benti á að ferða- mönnum í heiminum öllum hefði fjölgað um 4% undanfarin áratug en um 8% á Íslandi á sama tíma. Ísland væri í þriðja sæti að þessu leyti í Evrópu. Hann sagði áhugaverðustu breytinguna í ferðaþjón- ustu hér á síðari árum vera þá að Ísland væri orðið heilsársáfangastaður og spáði því að ferðamönnum myndi fjölga enn meira hérlendis næstu árin en miðað væri við í áætlununum um uppbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þannig myndu er- lendir ferðamenn á Íslandi 15. janúar 2020 verða 10% fleiri en 15. júlí 2004. Húsfyllir á ráðstefnu Starfsöryggi 25 starfsmanna ógnað Umsóknir um 26 íbúðalóðir frá þremur byggingafyrirtækj-um voru til afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar Sveit-arfélagsins Garðs á síðasta fundi. Íbúum í Garði fjölgar jafnt og þétt og umsóknirnar í samræmi við þá fjölgun. Á vef Sveitarfélagsins Garðs kemur fram að nefndin ákvað að óska eftir ákveðnum upplýsingum og gögnum áður en afstaða verður tekin til umsóknanna. Gert er ráð fyrir afgreiðslu á umsóknunum á næsta fundi. ➤ Mikil og hröð uppbygging í Garði: Sótt um 26 íbúðalóðir 19. tbl. 2004 umbrot 5.5.2004 15:46 Page 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.