Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.05.2004, Page 12

Víkurfréttir - 06.05.2004, Page 12
12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Auglýsing um starfsleyfistillögur sbr. mengunarvarnareglugerð nr. 785/1999. Tillaga að starfsleyfi til handa Hitaveitu Suðurnesja (680475- 0169) til reksturs á jarðvarmavirkjun við Svartsengi liggur frammi til kynningar á skrifstofu HES að Fitjum í Njarðvík, heimasíðu HES www.hes.is og skrifstofum sveitarfélaga á Suðurnesjum. Samkvæmt ofangreindri reglugerð hafa eftirtaldir aðilar rétt til athugasemda: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. Íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Skriflegar athugasemdir skal senda til heilbrigðisnefndar Suðurnesja, Fitjum, 260 Njarðvík Reykjanesbæ. Frestur til að gera athugasemdir er fjórar vikur frá birtingu þessari. www.hes.is Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja. Dagskrá 6. maí verður gengið um Vog- ana í fylgd Þorvaldar Árnasonar og Höllu. Lagt af stað frá Íþróttahúsinu í Vogum kl.20 13. maí verður gengið um gamla bæinn í Keflavík með Kristjáni Jónssyni,kennara. Lagt af stað frá minnismerki Sjómanna við Hafnargötu kl. 20 27. maí verður gengið um Grindavík með Halldóri Ingv- arssyni. Lagt af stað frá Sam- kaupum í Grindavík kl.20. 3. júní verður gengið um Hafn- ir með Sigurjóni Vilhjálmssyni. Lagt af stað frá Kirkjuvogs- kirkju í Höfnum kl.20. 10. júní verður gengið um Innri Njarðvík með Áka Gränz. Lagt af stað frá Innri Njarðvíkur- kirkju kl 20. 24. júní verður gengið um Inn- Garðinn með Ásgeiri Hjálmars- syni. Lagt af stað frá Björgunar- sveitarhúsinu Þorsteinsbúð kl.20. 1. júlí verður gengið um Sand- gerði í fylgd Reynis Sveinsson- ar Lagt af stað frá Fræðasetrinu í Sandgerði kl.20. „Hann veit greinilega ekki hvað hann er búinn að koma sér,“ sagði ein konan hlæjandi í beitningaskúr í Grindavík þeg- ar blaðamaður Víkurfrétta leit þar við á dögunum. Í skúrnum eru níu konur að beita og það er ekki hægt að segja að það sé leiðinlegt hjá þeim. Brandar- arnir fljúga fram og til baka og þær tala jafn hratt og þær beita. „Við erum að beita svona fimm bala á dag, nema þessi ólétta, hún beitir sex bala,“ segja stelpurnar með bros á vör. Aðstaðan hjá stelpunum er eins og best verður á kosið og segja þær að aðstaðan sé með því besta á landinu. Þeim líður vel í vinn- unni og segja að mórallinn sé góður. „Við erum góðar vinkon- ur og höldum stundum beitn- ingapartý. Þú rétt misstir af einu sem var um síðustu helgi,“ segja þær og það er greinilegt að and- inn er góður í hópnum. Víkurfréttir fengu ábendingu um þessar hressu beitningakonur í kjölfar fréttar um konu sem starf- ➤ Konur fylla beitningaskúrana á Suðurnesjum: U pplýsingamiðstöðReykjaness mun bjóðaupp á skoðunarferðir um öll sveitarfélögin á Reykja- nesi í vor. Ferðirnar verða alls sjö. Byrjað verður á að fara um Vogana á fimmtudaginn 6.maí, ferðirnar um Reykja- nesbæ verða þrjár Keflavík, Hafnir og Innri-Njarðvík, Grindavík verður skoðuð, farið verður í Inn-Garðinn og Sand- gerði. Fróðir leiðsögumenn munu lýsa hverjum stað. Göngurnar verða ekki erfiðar og reynt verður að miða við að sem flestir geti tekið þátt. Farið verður á eigin bílum og byrjað á ákveðnum stað í hver- ju sveitarfélagi og endað á sama stað. Ferðirnar eru öllum að kostnaðarlausu. Áætlað er að byrja fimmtudaginn 6. maí. Dagskrá skoðunarferðanna verður gefin út og mun liggja frammi í öllum sveitarfélögun- um og einnig verður hægt að nálgast hana á Upplýsingamið- stöð Reykjaness Hafnargötu 57 Kjarni Sími: 421 6777 reykjanes@reykjanesbaer.is og veffangið www.reykjanes.is -beita fimm til sex bala á dag. Níu hressar stelpur í beitningaskúr í Grindavík taka blaðamann til bæna Hressar stelpur í beitningu í Grindavík. F.v. Ásta, Matta, Laufey, Halla María, Stína, Hjördís, Solla, Bogga og Olla. Ví ku rfr ét ta m yn d: Jó ha nn es K r. K ris tjá ns so n Skoðunarferðir um sveitarfélögin á Reykjanesi Upplýsingamiðstöð Reykjaness H inn árlegi kirkjudagur Kálfatjarnarkirkju verður næst-komandi sunnudag, 9. maí, og hefst með guðsþjónustu íKálfatjarnarkirkju kl. 14.00. Prestur verður séra Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur. Ræðumaður dagsins verður Þráinn Bertelsson. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Frank Her- lufsen. Sérstakir boðsgestir okkar eru þeir sem eiga 50 ára ferm- ingarafmæli frá kirkjunni. Að athöfn lokinni í kirkjunni verður kvenfélagið Fjólan með kaffisölu í samkomuhúsinu Glaðheimum Vogum en allur ágóði af henni rennur í kirkjusjóð félagins. Við hvetjum fólk til að koma eiga með okkur ánægjulega stund á fallegum stað. Sóknarnefnd. Kirkjudagur Kálfatjarnarkirkju á sunnudaginn 19. tbl. 2004 umbrot 5.5.2004 13:50 Page 12

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.