Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.05.2004, Side 20

Víkurfréttir - 06.05.2004, Side 20
L estrarátakið í Reykja-nesbæ gengur vel og sko-rað er á nýtt fyrirtæki í hverri viku, þar sem lesið er úr bókmenntum í stutta stund og síðan áskoruninni komið áfram. Í þessari viku las Kjartan Már Kjartansson, starfsmannastjóri IGS fyrir starfsfólk Toyota-salsins á Fitjum. Það kemur síðan í ljós í næstu viku hverja Toyota-fólk- ið skorar á. Hér að neðan er yfirlit yfir öll þau fyrirtæki sem tekið hafa þátt í lestraráskoruninni: Fræðslu- skrifstofan, Víkurfréttir, Spari- sjóðurinn, Tjarnargata 12, Ís- landsbanki, Hitaveitan, Heil- brigðisstofnun Suðurnesja, Hlé- vangur, Dagdvöl aldraðra, Kaffi- tár, Stapafell, Lögfræðistofa Suð- urnesja, Sýslumannsembættið í Keflavík, Skipaafgreiðsla Suður- nesja, Lögreglan, Slökkvilið, Landsbankinn, Samkaup, Bóka- búð Keflavíkur, Lyf og heilsa í Keflavík, Lyfja í Keflavík, Tann- læknastofa Kristínar og Einars, Tannlæknastofa Inga og Bene- dikts, Húsasmiðjan, Bílasprautun Suðurnesja, Skipasmíðastöð Njarðvíkur, IGS Flugeldhús, IGS Flugstöð Leifs Eiríkssonar og IGS Mötuneyti starfsmanna. Nú er bókin hjá Toyota-salnum. 20 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Reykjanesbæ, 28. 04. 2004. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, c/o Hr. Reynir Sveinsson, formaður, Bjarmalandi 5, 245 Sandgerði. Ágæti vinur. Mér þótti gott að sjá að þú ert formaður stjórnar nýju Sorpeyðingarstöðvarinnar. Ég fór þangað í dag og var kominn í þessa glæsi- legu stöð um kl. 10:00. Deginum áður kom ég með gólfsóp og musl í stöðina og var mér tekið afskap- lega vel, menn vildu allt fyrir mig gera enda voru þar piltar úr Njarðvíkurskóla við vinnu. Það var annað uppi á teningnum í dag. Ég var kom- inn inn á stöðina og var að leita mér að gámi til þess að setja tignarlegt rusl mitt í. Ruslið var svolítill jarðvegsdúkur og örlítil mold sem vildi endilega fylgja dúknum er ég reif hann upp úr kartöflubeði. Ég var að aka um þessa virðulegu eign okkar Suð- urnesjamanna þegar til mín kom kurteis, ungur maður. Sá hinn ungi tjáði mér að ég væri þarna á röngum tíma. Það væri opnað „fyrir svona karla eins og þig“ klukkan 14:00. Mér brá, auðvitað, og gerði mér nú ljóst að ég var orðinn bersyndugur maður. Ég varð strax svolítið aumur á sálinni, fannst ég vera eins og hver önnur tötrughypja og auk þess illa upp alinn. Ég tjáði þessum yngismanni að ég hefði einfaldlega ekki haft hugmynd um þetta og þætti afskaplega leiðinlegt hvursu alvarleg brot ég hafði framið! Spurði hann þó hvort hann vildi gera undantekn- ingu vegna mín, ég væri góðmenni að eðlisfari og vildi sjálfur hvers manns vanda leysa þegar ég fengi tækifæri til, sem stundum kæmi fyrir. Þá sagði ég honum að svo illa stæði á að ég þyrfti að skila tækinu góða, kerrunni, kl. 10:30 og ef ég gerði það ekki þyrfti ég að greiða sólarhring til viðbótar í leigugjöld til Húsasmiðj- unnar sem mér þætti illt! „Því miður, vinur, þetta er bara svona.“ sagði hann. Ungmennið kvaddi ég í fússi. Ég ók svo af stað, stansaði við gám sem var fullur af ómáluðum spýtum. Ég var með eina slíka í far- angri mínum og setti hana í gáminn. Er ég hafði lokið því komu til mín tveir ábúðarfullir menn og sáu þeir strax hvursu mikil ótukt og ill- menni ég er og skipuðu mér burtu. Ég spurði enn hvort ekki mætti gera duggunarlitla undanþágu með þennan tötrugbassa (mig) og leyfa mér að losa enda voru gámar allt um kring. Það var ekki hægt. Annar þessara manna var sérlega kurteis við mig, ku hafa verið þegn hins, enda var yfirmaðurinn ábúðarfyllri. Undirmaðurinn sagði að þetta ætti ég nú að skilja, „ég veit að þú heitir Gylfi og þú hefur verið skóla- stjóri til margra ára. Auðvitað veist þú að reglur þurfa að gilda og þeim þarf að fylgja!“ Í mínu starfi þarf ég einmitt að vera velviljaður fólki, hef jafnvel skrifað meðmæli á erlendu tungu- máli á miðnætti - og var ég þá örugglega að gera ör- litla undanþágu frá því sem tíðkast í mínu starfi, svona mætti áfram dæmin telja - svo störfin eru ekki alveg sambærileg hvað þetta varðar. Annars er bréf þetta til stjórnar, ágæti Reynir, mest skrifað mér til yndis. Ég hafði gaman af þessu í aðra svona eftir á!! Hins vegar held ég að það væri sniðugt af stjórn stöðvarinnar að segja þessum mönnum að ætíð skuli þó vera hægt að meta og skoða hvert einstakt tilvik. Ég sendi mynd með af sópdyngjunni sem var í hinni leigðu kerru. Myndin er sérlega falleg og vel tekin enda lagði ég mig allan fram við töku hennar! Loks finnst mér ástæða til að taka það fram, ágæti Reynir, að ég er alls ekki í rusli út af þessu máli. Svo var það annað: Þú varst búinn að lofa mér draugasögu. Þú ætlaðir meira að segja að semja nýja sögu ef engin væri tiltæk þér á vör. Ég kem heim til þín einhvern daginn í kaffi og sögustund, ég á hjá þér heimboð, eins og þú manst! Sendi þér og stjórninni allri mínar ljúfustu kveðjur. Mér þykir afskaplega vænt um þessa stjórn! Með vinsemd og virðingu, Gylfi Guðmundsson (sign) Kt.: 010940-3549 Hamragarði 11 230 Keflavík Opið bréf til Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja ➤ Gylfi Guðmundsson skrifar: ➤ IGS las fyrir starfsfólk í Toyota-salnum: Lestrarátakið í Reykjanesbæ gengur vel Víkurfréttamynd: Atli Már Gylfason 19. tbl. 2004 umbrot 5.5.2004 15:45 Page 20

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.