Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.05.2004, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 06.05.2004, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Suðurnesjamenn í U-16 landsliðum N íu stúlkur af Suðurnesjum voru valdar í U-16 unglinga-landslið stúlkna í körfubolta. Hópurinn var valinn fyrirNorðurlandamótið sem fram fer í Stokkhólmi síðar í þess- um mánuði.Tvær stúlknanna koma úr Njarðvík og sjö úr Kefla- vík en alls eru tólf stúlkur í hópnum. Þær stúlkur af Suðurnesjum sem fara til Svíþjóðar eru eftirfarandi: Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík Guðrún Harpa Guðmundsdóttir Keflavík Hrönn Þorgrímsdóttir Keflavík Linda Stefanía Ásgeirsdóttir Keflavík María Ben Erlingsdóttir Keflavík Ragnheiður Theodórsdóttir Keflavík Bára Bragadóttir Keflavík Ingibjörg Vilbergsdóttir UMFN Margrét Kara Sturludóttir UMFN Norðurlandamótið fer fram dagana 19.-23. maí. Sverrir tekur við kvenna- liðinu K örfuknattleiksdeildKeflavíkur hefur gengiðfrá ráðningu Sverris Þórs Sverrissonar sem þjálfara meistaraflokks kvenna. Sverrir sagði í samtali við Víkur- fréttir að hann væri mjög spennt- ur fyrir þessu verkefni. „Þetta er öflugur hópur. Liðið er góð blan- da af yngri leikmönnum sem eru að koma upp reyndari leikmanna og auðvitað eru miklar kröfur um árangur.“ Sverrir segist ekki búast við miklum breytingum frá því sem var í ár. „Ég mun bara reyna að gera gott lið betra. Við munum áfram spila hraðan bolta og pres- sa mikið og það er alltaf hægt að bæta sig.“ Sverrir Þór mun jafnframt leika með karlaliði Keflavíkur á næstu leiktíð. Liðstyrkur til Grindavíkur A lbert Sævarsson mark-vörður er kominn afturheim til Grindavíkur og mun leika með þeim í sumar. Grindvíkingar og B-68, lið Al- berts í Færeyjum, hafa komist að samkomulagi um mál leik- mannsins og niðurstaðan er sú hann er kominn heim á æsku- slóðir, en hann lék með Grindavík allt til ársins 2003. Þá hefur Óskar Örn Hauksson einnig gengið til lið við Grind- víkinga fyrir átökin í Lands- bankadeildinni í sumar. Óskar Örn, sem er aðeins 19 ára, lék með Njarðvík í fyrstu deildinni síðastliðið sumar og var um tíma á mála hjá Sogndal í Noregi en ákvað að snúa aftur heim til Ís- lands og leika með Grindvíking- um. F orsvarsmenn FC Zürich óskuðu eftir því að fá lengritíma til að skoða Harald Guðmundsson, varnarmanninnöfluga frá Keflavík, og verður hann hjá liðinu fram eftir vikunni. Ljóst er að forsvarsmönnum Zürich hefur litist vel á frammistöðu Haraldar, en hann mun ekki verða gefins kjósi þeir að fá hann til sín varanlega. Haraldur er samningsbundinn Keflavíkurliðinu og er því gríðarlega mikilvægur hlekkur við að festa sig í sessi á meðal bestu liða landsins á ný. B úist er við því aðkörfuknattleiksdeildKeflavíkur muni skila 2- 3 milljóna króna hagnaði eftir yfirstandandi tímabil. Þetta er ein besta rekstrarafkoma sem hefur verið, en deildin hefur nú verið rekin með hagnaði síð- ustu fjögur ár. Reikningarnir verða kynntir nánar á aðal- fundi deildarinnar 11. maí. Ástæðan fyrir þessum góða ár- angri er margþætt. Í fyrsta lagi varð launaþaksreglan til þess að lækka laun erlendu leikmann- anna auk þess sem deildin fékk myndarlegan styrk frá yfirstjórn félagsins. Þá var áhorfendafjöldi á leikina í úrslitunum með betra móti og báðum liðum gekk vel og fóru alla leið í öllum sínum keppnum. Stærsta ástæðan var þó að Evrópuævintýri karlaliðs- ins kom út á sléttu þökk sé fram- lagi sjálfboðaliða og styrktarað- ila. Rekstrarafgangurinn er not- aður til að greiða niður gamlar skuldir og búa í haginn fyrir komandi leiktíð. Suðurnesjastúlkur í landsliðið K eflvíkingurinn Björg Ásta Þórðardóttir var valin í 16manna landsliðshóp Helenu Ólafsdóttur fyrir vináttuleikÍslands gegn Englandi 14. maí. Nína Ósk Kristinsdóttir úr Sandgerði var einnig valin í 25 manna und- irbúningshóp fyrir Englandsleikinn og leikina við Ungverja og Frakka í undankeppni Evrópumótsins sem fram fara 29. maí og 2. júní. Nína hefur ekki leikið fyrir Íslands hönd áður, en Björg Ásta hefur þegar leikið 3 landsleiki. 18 stúlkur úr þessum hópi verða valdar í EM- leikina. Keflvíkingar úr leik í Deildarbikarnum K eflvíkingar eru úr leik í Deildarbikarkeppni karla í knatt-spyrnu eftir tap gegn Víkingi í 8-liða úrslitum á fimmtudag-inn. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu og varð því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem markmaður Víkinga sýndi góð tilþrif og varði þrjár spyrnur og tryggði sínum mönnum sigur, 3-4. Úrslitin komu nokkuð á óvart þar sem Keflvíkingum hafði gengið allt í haginn til þessa í keppninni og ekki tapað leik. Haraldur verður áfram hjá Zürich Hagnaður hjá Keflavík? sportið Víkurfréttamynd: Atli Már Gylfason Það voru sannarlega kátir krakkar í sundlauginni í Garði þegar ljósmyndari Víkurfrétta átti þar stutta viðkomu í góða veðrinu í síðustu viku. Þessi vika hefur verið ögn kaldari en sú síðasta og líklegra að ef þessi mynd hefði verið tekin í vikunni, hefðu krakkarnir verið í kuldagöllum! 19. tbl. 2004 umbrot 5.5.2004 14:08 Page 22

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.