Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.05.2004, Qupperneq 28

Víkurfréttir - 06.05.2004, Qupperneq 28
28 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! L augardaginn 8. maí kl.16.00 verður opnuð ísýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum sýning á verkum Margrétar Jónsdóttur listmálara. Um er að ræða málverk úr myndröð- inni IN MEMOMRIAM sem eru unnin með eggtemperu á pappír. Margrét er fædd og uppalin í Reykjavík en starfar og hefur að- setur á Suðurnesjum, kennir m.a. við Heiðarskóla í Reykjanesbæ og Myndlistaskóla Kópavogs jafnhliða því að stunda list sína. Hún lauk námi frá Myndlista og handíðaskóla Íslands 1974 og stundaði framhaldsnám í Evrópu við hinn þekkta skóla Central Saint Martin´s Collage of Art í London, námið var á þeim tíma metið sem Master of fina Art og er kallað MA gráða í dag. Hún bætti síðar við sig námi í graf- ískri hönnun við Myndlista og handíðaskóla Íslands og Kenn- araprófi frá Kennaraháskóla Ís- lands. Margrét hefur starfað í París síð- astliðin sex sumur og hefur vinnustofur á Íslandi og í Frakk- landi. Margrét hefur hlotið ýms- ar viðurkenningar, notið ferða- styrkja og fengið starfslaun. Margrét Jónsdóttir hefur frá ár- inu 1975 haldið fjölda einkasýn- inga og má nefna þær síðustu hér á landi í Gallerí Skugga árið 2003, Listasafni A.S.Í. 2001, Gerðarsafni 1999 og Hafnarborg 1999. Hún hefur einnig tekið þátt í ótölulegum fjölda samsýn- inga, sú síðasta var Ferðafurða á Kjarvalsstöðum 2003. Margrét hefur einnig verið virk í félagslífi myndlistarmanna og tók m.a. þátt í stofnun Hagsmunafélags myndlistarmanna sem var undan- fari Sambands íslenskra mynd- listarmanna. Einnig tók hún þátt í rekstri sýningarsala og má þar nefna m.a. Gallerí Suðurgötu 7 sem hún var stofnandi að og hlaut hlaut Menningarverðlaun Dagblaðsisns. Í sýningarskrá sem gefin er út af tilefni sýningarinnar segir Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur m.a. um verk Margrétar: „Óhætt er að segja að viðhorf Margrétar Jónsdóttur til myndlistar hafi sjaldan rúmast innan ráðandi sjónarmiða í hérlendu myndlist- arumhverfi; til þess er henni ein- faldlega of mikið niðri fyrir. Með tjáningu þessara viðhorfa hefur hún iðulega staðið berskjölduð og fullkomlega tillitslaus - og jafnframt fullkomlega heiðarleg - gagnvart sjálfri sér og áhorfend- um. Pappírsverkin sem hún sýnir hér í Reykjanesbæ eru einkennandi fyrir óvenjulegan þankagang Margrétarar, svo uppfull sem þau eru með tilvistarlegar og menn- ingarpólitískar ígrundanir, bæði augljósar og duldar.“ Sýningin er opin alla daga frá kl. 13.00 - 17.30 og stendur til 20. júní. Ertu mikill bókaormur? Ég les mikið. Ég á afar gott bókasafn og leita mér mest fanga þar. Hvaða bækur ertu með á náttborðinu? Ég er enn einu sinni að lesa Bréf til Láru eftir Þórberg. Ég les hana fyrst og fremt til að auka mér orðaforða. Auk þess er bókin sérlega skemmtileg. Ég er einnig með á borðinu mínu The Principalship eftir Sergiovanni, afar góð bók um stjórnun menntastofnana. Svo er ég með Mýrina á borðinu, er rétt að byrja með hana. Sérlega spennandi og góð bók eftir Arnald. Hvaða bók lastu síðast? Það var Betty eftir Arnald Ind- riðason, spennandi og góð bók. Hver er þín uppáhaldsbók? Gróður jarðar eftir Hamsun og Íslandsklukkan Eru einhverjar bækur sem þú ætlar að lesa á næstunni? Ég ætla að lesa Ofvitann eftir Þórberg, hef oft lesið hana. Hún er einfaldlega með þeim hætti bókin sú að það er hægt að lesa hana aftur og aftur. Bækur Þórbergs auka þér orða- forða og það er gott fyrir þann sem skrifar að lesa þessar bæk- ur reglulega. Mark Twain sagði einhvern tíma: „Góðir vinir, góðar bækur og syfjuð samviska - þetta er hið fullkomna líf. Kannski á þetta við mig! Hvaða bókaorm skorarðu á næst? Reyni Sveinsson góðvin minn í Sangerði. Gylfi Guðmundsson, skólastjóri Njarðvíkurskóla, er bókaormur vikunnar í Víkurfréttum. Bókaorm ur vikunnar IN MEMOMRIAM í Listasafni Reykjanesbæjar K vennakór Garðabæjarog Kvennakór Suður-nesja halda sameigin- lega tónleika í Ytri-Njarðvíkur- kirkju miðvikudaginn 12. maí nk. kl. 20.00. Efnisskrá er mjög fjölbreytt, og geta eflaust allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Kvennakór Garðabæjar er að ljúka sínu fjórða starfsári. Stjórnandi hans er Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona, og undirleikari á píanó er Helga Laufey Finnbogadóttir. Stjórn- andi Kvennakórs Suðurnesja er Krisztina Kalló Szklenárné og píanóleikari er Geirþrúður Fann- ey Bogadóttir. Kvennakór Suð- urnesja er elsti starfandi kvenna- kór landsins, en hann hefur starf- að í rúm 36 ár, eða frá árinu 1968. Kórinn er á leið í söng- ferðalag til Ungverjalands í haust. Miðasala á tónleikana verður við innganginn og er miðaverð kr.1500, en kr. 1000 fyrir eldri borgara. Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri. Kórarnir lofa góðum tónleikum sem enginn tónlistarunnandi verður svikinn af. Tónleikar Kvennakórs Garða- bæjar og Kvennakórs Suðurnesja í Ytri-Njarðvíkurkirkju 19. tbl. 2004 umbrot 5.5.2004 13:56 Page 28

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.