Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.05.2004, Síða 29

Víkurfréttir - 06.05.2004, Síða 29
Sjáið okkur á netinu www.es.is 11.100.000,- Framnesvegur 14, Keflavík Hugguleg, 2ja herb. íbúð á n.h. með sérinngangi. Mikið endurnýjuð íbúð, nýlegar flísar á eldhúsi og holi, nýlegt parket á stofu. Allt nýmálað. 7.500.000,- Háaleiti 20, Keflavík Sérlega glæsilegt ein- býlishús, ásamt bílskúr. Búið að endurnýja járn á þaki, lagnir nýjar. Eldhús nýlega standsett. Góður staður. 18.700.000,- Vatnsnesvegur 13, Keflavík Sérlega glæsileg íbúð á 2.h. í tvíbýlishúsi með sér inngangi, auk bílskúrs. Eldhús og bað nýlega standsett, ný gólfefni og fl. 11.200.000,- Suðurgata 7, Keflavík Mjög góð 2ja herbergja íbúð á n.h. í tvíbýlishúsi. Allt nýtt á baði, nýlegt parket og nýlegar flísar á gólfum. Eign í góðu standi. 7.400.000,- Kirkjubraut 23, Njarðvík Sérlega glæsilegt ein- býlishús ásamt bílskúr í byggingu. Skilast fullbúið að utan en fokhelt að innan. Húsið er 126m2 og bílskúr 26m2. 10.500.000,- Hjallavegur 11, Njarðvík Mjög skemmtileg 2ja her- bergja íbúð á 3. hæð. Ný gólfefni, ný innrétting á baði. Húsið allt nýtekið í gegn að utan. 6.300.000,- 9.400.000,- Baugholt 6, Keflavík Mjög huggulegt ein- býlishús, auk 28m2 bíl- skúrs. Húsið skiptist í stofu, borðstofu, sjónvarpshol og 3 svefnherb. Talsvert endurnýjuð eign. Góður staður. 17.300.000,- Blikabraut 9, Keflavík Sérlega skemmtileg 3ja herb. íbúð á e.h. í tvíbýlishúsi, auk bílskúrs. Nýtt parket, allt nýmálað að innan og utan, nýtt járn á þaki, nýlegar ofna og neysluvatnslagnir. Fífumói 6, Njarðvík Sérlega hugguleg 3ja her- bergja íbúð á 1.h. með sérinngangi. Nýlegt parketlíki á gólfum, allt nýtt á baði. Vinsælar íbúðir. VÍKURFRÉTTIR I 19. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 6. MAÍ 2004 I 29 Ragnheiður Gunnarsdóttir kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja verður 50 ára 9. maí n.k. af því tilefni tekur hún á móti gestum í Safnaðarheimili Innri-Njarðvíkur- kirkju laugardaginn 8. maí kl 19:00 Aðalfundur Björgunar-sveitarinnar Þorbjörns íGrindavík var haldinn mánudagskvöldið 3. maí. Í skýrslu Birkis Agnarssonar, fráfarandi formanns, kom fram að sveitin fékk 42 útköll á árinu 2003 og er það nokkur fækkun frá síðustu árum. Af þessum 42 útköllum voru 27 á sjó. Sveitin var í þrígang köll- uð út á rauðum forgangi, sem er neyðarútkall. Það var þegar flutningaskipinu Trinket var bjargað stjórnvana í innsigling- unni í febrúar 2003; þegar Draupnir GK fórst 12 sml. suður af Grindavík og þegar dráttarbáturinn Gamli lóðsinn fórst um 4 sml. norðvestur af Reykjanesi. Í öllum þessum til- vikum varð mannbjörg. Sveitin tók þátt í fjórum leitum að týndu fólki, þar á meðal köf- unarleitum á Seyðisfirði og við Borgarnes. Þá fór sveitin í marg- ar ferðir til aðstoðar, bæði á landi og sjó. Má þar nefna að björgun- arskipið Oddur V. Gíslason dró fjóra bilaða báta til hafnar og bif- reiðar sveitarinnar voru sjö sinn- um kallaðar út til aðstoðar föst- um bílum. Á aðalfundinum var Daníel Gestur Tryggvason kjörinn for- maður björgunarsveitarinnar og Birgir Reynisson varaformaður. Með þeim í stjórn eru Sigurður Viðarsson ritari, Guðbjörg Eyj- ólfsdóttir gjaldkeri, Agnar Smári Agnarsson, Jón Valgeir Guð- mundsson og Ólafur Ingi Jóns- son meðstjórnendur. Formannsskipti hjá Björg- unarsveitinni Þorbirni ➤ Félagslíf: R eykjanesbær auglýsir tilumsóknar lóðir íTjarnahverfi sem rísa mun í Innri Njarðvík í Reykja- nesbæ.Tjarnahverfi mun full- byggt bjóða 552 íbúðir, þar af 357 í fjölbýli, 130 í raðhúsum og parhúsum og 65 í einbýlis- húsum. Hverfið ber nafn af tjörnunum í Innri Njarðvík sem eru neðan við hverfið og götur bera heiti fulga og tjarna s.s. Álftatjörn, Lómatjörn o. fl.. Íbúafjöldi í Reykjanesbæ er 11 þúsund og er bæjarfélagið það fimmta stærsta á íslandi. Vefsetur Reykjanesbæjar kynnir nýja hverfið með eftir- farandi orðum: Stærð samfélagsins gefur tæki- færi til að bjóða alla þjónustu sem íbúar sækjast eftir á höfuð- borgarsvæðinu en um leið kosti minni bæjar. Hér er fjölskrúðugt íþrótta-, tómstunda-, og menn- ingarlíf, s.s. tvö íþróttafélög með fjölþætta starfsemi, kvikmynda- hús, listsýningasalir, góður tón- listarskóli, og aðstaða til golf-, siglinga og hestaíþrótta, svo fáein dæmi séu nefnd. Engir biðlistar eru eftir leikskól- um. Allir grunnskólar bjóða heit- an mat í hádegi og yngri grunn- skólabörnum býðst að nýta sér Frístundaskóla að grunnskóla loknum. Reykjanesbær er eina sveitarfélagið á Íslandi sem veitir ókeypis almenningsvagnaþjón- ustu! Megin atvinnustoðir til framtíðar tengjast styrkleikum Reykjaness; þjónustu við alþjóðaflugvöll sem fer ört stækkandi, nýju iðnaðar- og þjónustusvæði í Helguvík, höfuðstöðvum Hitaveitu Suður- nesja og tengingu hennar við virkjanir, þjónustu og rannsóknir á svæðinu. Fiskvinnslufyrirtæki hafa séð kosti við að búa hér svo nærri flutningaleiðum. Í bænum fjölgar ört tækifærum í ferða- þjónustu vegna nálægðar við flugvöllinn og útivistarperlur á Reykjanesinu. Höfuðstöðvar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru í Reykjanesbæ. Af stærð samfélagsins skapast einnig fjöldi almennra atvinnutækifæra. Líflegt og fjölbreytt hverfi Áhersla er lögð á líflegt og fall- egt umhverfi með margbreyti- legu göturými og notkun trjá- gróðurs. Þá er gert ráð fyrir skemmtilegum göngu- og skóla- leiðum og hóflegum hraða bíla- umferðar eftir lífæðinni. Í næsta nágrenni er verið að byggja upp svonefndan Víkingaheim, þar sem víkingaskipið Íslendingur verður í forgrunni víkingasögu- sýningar. Þetta mun tryggja enn meiri áherslu á vandaða og sér- staka umgjörð Tjarnahverfis. Vandaðir skólar í Tjarnahverfi Nýr grunnskóli, Akurskóli, er í byggingu í Tjarnahverfi sem hef- ur starfsemi haustið 2005. Akur- skóli verður opinn skóli að nýj- ustu fyrirmynd er leggur áherslu á einstaklingsmiðað nám. Þar verður miðrýmið með sérstakri upplýsinga- og bókastofu svo- nefndri Thorkillístofu. Leikskólinn Holt er í hverfinu en hann hefur nýlega verið stækkað- ur og endurnýjaður til að taka við fjölda barna á leikskólaaldri sem flytja í Tjarnahverfi. Örugg og skjót aðkoma að Tjarnahverfi Unnið er að tvöföldun Reykja- nesbrautar sem skapar örugga og greiða leið á milli höfuðborgar- svæðis og Tjarnahverfis en mis- læg gatnamót af Reykjanesbraut munu liggja beint inn að Tjarna- hverfi. Almenningsvagnar aka á milli hverfa í Reykjanesbæ og frítt er í strætó! Reykjanesbær býður lóðir í Tjarnahverfi ➤ Nýtt hverfi í Innri Njarðvík til úthlutunar: 19. tbl. 2004 umbrot 5.5.2004 15:34 Page 29

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.