Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.06.2004, Síða 6

Víkurfréttir - 16.06.2004, Síða 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Þjónustu- og ábyrgðaraðili fyrir OPTICAL STUDIO DUTY FREE STORE – LEIFSSTÖÐ GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR OPTICAL STUDIO HAFNARGÖTU 45 • SÍMI 421 3811 SUMARTILBOÐ! SÓLGLER* í þínum styrkleika fylgja kaupum á nýjum gleraugum FRÍTT *Styrkleiki 0 til – 6.00 / 0 til + 4.00, sjónskekkja til 1.00. STEYPUSÖGUN KJARNABORUN • MÚRBROT • TÆKJALEIGA Gerum föst verðtilboð í öll verk, stór sem smá JÓN HELGASON • SÍMI 824 6670 A ð venju verður heilmikiðum að vera 17. júní íGarðinum. Félagasam- tök í Garðinum mynda sér- staka þjóðhátíðanefnd og hafa að undanförnu fundað stíft til að undirbúa hátíðahöldin. Dagskráin fer fram í og við Íþróttamiðstöðina. Hefðbundin atriði verða s.s. hátíðarræða, ávarp fjallkonu og ávarp nem- anda úr 10. bekk Gerðaskóla. Margt verður svo til skemmtunar. Idol-Garður, söngvarakeppni. Dans og söngatriði svo eitthvað sé nefnt. Fyrir utan húsið verður svo bílalestin oghoppukastali. Kaffisala verður í Íþróttamið- stöðinni og fyrir utan verða seld- ar pylsur o.fl. Rétt er að vekja athygli á að haldin verður dúkku- og brúðu- sýning í húsnæði Seglagerðar- innar að Gauksstaðavegi 2. H átíðarhöld 17. júní íSandgerði munu farafram ,,í portinu“ á bak við Grunnskólann í Sandgerði. Fjölbreytt dagskrá verður í boði, m.a. Maja jarðarber og Immi ananas, Kaffibrúsakarl- arnir, leiktæki fyrir börnin, leikir, lifandi tónlist o.fl. Ræðu- maður dagsins verður Jón Gunnarsson, alþingismaður. Dagskráin hefst með víða- vangshlaupi klukkan 11:00 við Reynisheimilið. Dagskrá við Grunnskólann hefst klukkan 13:30 með fánahyllingu. Sand- gerðingar fjölmennum og fögn- um 60 ára lýðveldisafmæli Ís- lands. V atnstankur frá Nesprýðihf. valt á hliðina á föstu-daginn er dráttarvél sem dró hann ók inn í Mánatorg, sem er hringtorgið neðan við hesthúsabyggðina. Tankurinn lenti utan vegar, en dráttarvélin sjálf hélst naumlega inni á veginum og mátti ekki miklu muna að illa færi fyrir ökumanni sem slapp án meiðsla. Þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar að garði voru menn frá Nes- prýði komnir á vettvang slyssins með stóra gröfu og vörubíl og voru að dæla vatninu úr tankin- um áður en að hann var fjarlægð- ur. Notkun öryggisbún- aðar ábótavant N okkuð hefur borið á þvíað börn og unglingarsem nota hjóla- og línu- skautaaðstöðuna við 88 Húsið séu að koma án nauðsynlegs öryggisbúnaðar. Forstöðumaður 88 Hússins beinir þeim tilmælum til iðkenda að hjálmur sé höfuðatriði í öryggi þeirra þegar þeir nýta sér aðstöð- una. Jafnframt er vakin athygli á því að iðkendur eru þarna á eigin ábyrgð, enda ekki um skipulagt starf að ræða. Þá eru foreldrar minntir á mikil- vægi þess að virða útivistatíma barna og unglinga, segir á vef Reykjanesbæjar. Guðshús Garð- manna fær andlitslyftingu Þ essa dagana er unnið aðmiklum endurbótum áÚtskálakirkju. Búið er að rétta turninn á kirkjunni, sem hafði í tímans rás hallað sér helst til mikið aftur. Notað var 40 tonna átak til að rétta turninn. Þá hefur verið skipt um klæðningu á þaki kirkj- unnar. Að sögn Björns Sveins Björnssonar, sóknarprests að Útskálum, kom það mönnum á óvart hversu góðir viðir væru í þaki kirkjunnar, sem er 140 ára gömul. Skipt hefur verið um þakklæðn- ingu, en einnig verður klukkna- turninn klæddur að nýju og forkirkjan. Stærsta framkvæmdin innandyra var síðan að styrkja kórloftið. Settar hafa verið nýjar stoðir undir loftið og veitti ekki af, enda hafa kórfélagar bæði stækkað og þyngst á þeim 140 árum sem þessi kirkja hefur þjónað að Útskálum. ➤ Þjóðhátíðardagurinn er á morgun: stuttar f r é t t i rFJÖLBREYTT DAGSKRÁ 17. JÚNÍ Í GARÐINUM Kaffibrúsakarlarnir heimsækja Sandgerði Tankur valt við Mánatorg - ökumaður slapp ómeiddur M aður á fimmtugsaldrivar stöðvaður áR ey k j a n e s b ra u t á fimmtudagsmorgun eftir að lögreglubílar frá þremur emb- ættum höfðu veitt honum eftir- för á allt að 200 km hraða úr Mjódd í Reykjavík og út eftir Reykjanesi. Ökumaður var loks stöðvaður er bíl Hafnar- fjarðarlögreglunnar var ekið utan í bifreið hans norður af Strandarheiði. Mikil hætta sakpaðist af aksturs- lagi mannsins og þykir mildi að ekki hafi farið ver. Stöðvaður á Strandarheiði eftir að hafa verið eltur á allt að 200 km. hraða 25. tbl. 2004 32 sidur 15.6.2004 13:17 Page 6

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.